Fleiri fréttir

Mikill áhugi á bréfum FL Group

Fagfjárfestar sýndu nýju hlutafé í FL Group mikinn áhuga. Allir helstu lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir tóku þátt í útboðinu og skráðu sig alls fyrir 33,6 milljörðum króna. Hannes Smárason segir þetta mikla traustsyfirlýsingu til handa stjórnendum félagsins, en eftir útboðið verður eigið fé FL Group 66 milljarðar króna sem geri það að stærsta fjárfestingarfélagi landsins.

Kögun kaupir helming í norsku hugbúnaðarfyrirtæki

Kögun hf. hefur keypt rúmlega helming í norska hugbúnaðarfyrirtækinu Hands ASA og mun í framhaldinu gera yfirtökutilboð í það hlutafé, sem eftir er. Með þeim kaupum verður heildarkaupverð fyrirtækisins rösklega einn og hálfur milljarður íslenskra króna.

Eimskip kaupir stórflutningaskip

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur fest kaup á stórflutningaskipi og hefur það fengið nafnið Laxfoss. Það er tíu ára gamalt og mun meðal annars annast flutninga á fóðurbæti til landsins og fiskimjöli út.

Hækkun á bréfum Flögu gengur til baka

Snörp hækkun á bréfum í Medcare-Flögu síðan í síðustu viku virðist vera að ganga að mestu leyti til baka en gengi bréfanna lækkaði um tæp fimm prósent í gær. Ekkert fyrirtæki hefur lækkað meira frá áramótum en Flaga en bréfin eru um 40 prósentum lægri nú en um áramót.

Þrjátíu innherjamál skoðuð

Tólf fyrirtæki voru beitt fjársektum af Fjármálaeftirlitinu á síðasta starfstímabili vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Alls voru 30 mál rannsökuð sem vörðuðu ákvæði um rannsóknar- og tilkynningarskyldu innherja fyrirtækja og skil á innherjalistum.

Eimskip selur farmtryggingar fyrir TM

Eimskip, dótturfélag Avion Group, hefur tekið að sér sölu farmtrygginga fyrir Tryggingamiðstöðina Samningurinn felur í sér aukna þjónustu við viðskiptavini Eimskipafélagsins, einfaldari iðgjaldaskrá og í mörgum tilfellum hagstæðari iðgjöld.

700 nýjar íbúðir

Um 700 íbúðir munu rísa frá slippasvæðinu við Mýrargötuna í vestri til nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss í austri á næstu fimm árum að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagráðs Reykjavíkurborgar. "Þetta mat byggir á þeim skipulagsáætlunum sem við höfum fyrir okkur; lykilverkefnum sem eru ýmist á lokastigi eða í undirbúningi."

Verðmæti Iceland Express allt að tífalt hærra

Þrátt fyrir mikinn áhuga fjárfesta á flugfélaginu Iceland Express eru ekki hafnar formlegar viðræður við neinn en talið er að verðgildi félagsins hafi margfaldast á einu ári. KB banki á að annast söluna og þar á bæ er enn verið að safna gögnum til að geta metið félagið.

Hagnaður SPRON 2,7 ma. fyrstu 9 mánuði ársins

Hagnaður SPRON fyrstu níu mánuði ársins nam rúmum 2.717 milljónum króna fyrir skatta en hann var 2.578 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta var 2.248 milljónir kr. og arðsemi eigin fjár var 51,5 prósent.

Krónan hækkaði um 1,18%

Krónan hækkaði um 1,18 prósent í miklum viðskiptum í gær og hefur þannig unnið upp lækkunina sem varð í síðustu viku. Vísitala krónunnar er nú 101,2 og hefur krónan aðeins einu sinni áður mælst sterkari.

Actavis setur þunglyndislyf á markað

Actavis hefur sett þunglyndislyfið Sertraline á markað í 14 löndum Evrópu eftir að einkaréttur á framleiðslu lyfsins rann út þar. Í tilkynningu frá Actavis kemur fram að lyfið sé framleitt í verksmiðjum hér á landi og á Möltu og sé í töflu- og hylkjaformi. Um sé að ræða mestu markaðssetningu Actavis á þessu ári.

Hagnast um 800 milljónir

Sjö stjórnendur hjá KB banka hagnast um nærri því 769 milljónir króna ákveði þeir að selja hluti sem þeir fengu samkvæmt kaupréttarsamningi árið 2000. Markaðsvirði hlutanna er samkvæmt gengi KB banka í gær um 929 milljónir króna en þeir voru keyptir á genginu 102,5 en gengi bréfa í KB banka var 596 krónur á hvern hlut í gær.

66 milljarða hagnaður

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja á fyrstu níu mánuðum ársins nam 66 milljörðum króna.Bankarnir hafa því hagnast um 240 milljónir á hverjum degi tímabilsins. KB banki og Landsbankinn birtu uppgjör sín í gær. KB banki hefur hagnast mest, um 34,5 milljarða frá áramótum til loka september, sem er aðeins meira en hagnaður allra bankanna fyrir sama tímabil í fyrra. Heildareignir bankanna eru nú 4.700 milljarðar króna, um fimmföld landsframleiðsla þjóðarinnar. Þær hafa aukist um 3.600 milljarða frá ársbyrjun. Eigið fé bankanna er tæpir 350 milljarðar króna, sem er ríflega fjárlög íslenska ríkisins.

34,5 milljarða hagnaður KB banka á árinu

KB banki skilaði 9,7 milljarða króna hagnaði eftir skatta á þriðja ársfjórðungi. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nemur því 34,47 milljörðum króna.

Hlutabréf í Flögu snarhækka

Hlutabréf í Medcare Flögu hafa hækkað um rúm tíu prósent síðan markaðir opnuðu í morgun. Bréfin hafa þá hækkað um nær fjórtán prósent í þessari viku.

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar 480 milljónir

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar nemur 480 milljónum króna, samkvæmt níu mánaða uppgjöri, og lækkaði um rúm níu prósent frá sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn um 530 milljónir króna.

Fimm bjóða sig fram í stjórn FL Group

Fimm menn hafa boðið sig fram til stjórnarsetu í FL Group. Fimmmenningarnir eru Skarphéðinn Berg Steinarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðsson og Þorsteinn M. Jónsson. Til varamennsku gefa kost á sér þeir Kristinn Bjarnason og Þórður Bogason.

Nýtt skipurit hjá Samskipum

Nýtt skipurit hefur tekið gildi hjá Samskipum á Íslandi og hafa um leið tveir nýir framkvæmdastjórar verið ráðnir til starfa. Rekstur Samskipa byggist nú á fimm sviðum í stað þriggja áður.

Kaupþing banki fær viðrvörun í Svíþjóð

Kaupþing hefur fengið viðvörun frá fjármálaeftirlitinu í Svíþjóð. Fjármálaeftirlitið velti fyrir sér að svipta félagið leyfi til að starfrækja og versla með hlutabréfasjóði en ákvað að láta viðvörun nægja.

Stofna hlutabréfamarkaða fyrir minni og meðalstór fyrirtæki

Hlutabréfamarkaði fyrir minni og meðalstór fyrirtæki, iSEC, verður hleypt af stokkunum í Kauphöllinni fyrir áramót. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag að iSEC-hlutabréfamarkaðurinn verði ekki háður jafn ströngum skilyrðum og aðalmarkaðurinn en veiti samt upplýsingar um rekstur félaganna með skipulögðum hætti.

Gæti skipt um flugvöll ytra

Flugfélagið Sterling gæti innan skamms hætt að fljúga til og frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í staðinn verði Malmö-flugvöllur notaður fyrir starfsemi flug­félagsins líkt og lággjaldaflugfélagið Ryanair gerir. Þessu lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group, yfir í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð fær viðvörun

Fjárfestingarsjóður Kaupþings í Svíþjóð, Kaupþing Fonder, hefur fengið viðvörun frá sænska fjármálaeftirlitinu, samkvæmt frétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í dag. Sjóðurinn er sakaður um að hafa dregið taum stórs hluthafa á kostnað annarra og að hafa lagt rangt mat á hluthafaeign.

Öflun kaupir stærsta seljanda Apple á Norðurlöndum

Öflun ehf., sem er með umboð fyrir Apple á Íslandi, hefur keypt 37,8 prósenta hlut í norska fyrirtækinu Office Line sem skráð er í kauphöllinni í Ósló. Office Line rekur sjö verslanir og þrettán söluskrifstofur í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og er stærsti seljandi Apple-vara á Norðurlöndum, einkum til fyrirtækja og stofnana.

FL Group eykur hlut sinn í easyJet

FL Group hefur aukið hlut sinn í breska lágfargjaldaflugfélaginu easyJet úr 14 prósentum í 15. Þetta kom fram í tilkynningu sem easyJet sendi Kauphöllinni í Lundúnum í morgun.

Ármann ráðinn forstjór Singer & Friedlander

Ármann Þorvaldsson hefur verið ráðinn forstjóri Singer & Friedlander bankans í London. Ármann gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra hjá Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka.

Methagnaður hjá Íslandsbanka

Íslandsbanki skilaði methagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2005. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi var um 4,8 milljarðar króna eftir skatta. Á þriðja ársfjórðingi í fyrra var hagnaðurin hins vegar tæpir 3,7 milljarðar króna. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 34% á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 en var 61% á sama tíma í fyrra.

Iceland Express á söluskrá

Flugfélagið Iceland Express er komið á söluskrá og hefur fyrirtækjasviði Kaupþings banka verið falið að annast söluna. Skipt var um stjórn í félaginu í gær þar sem stjórnarmennnirnir og eigendurnir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson voru komnir í samkeppni við sjálfa sig eftir að þeir eignuðust talsverðan hlut í FL Group við að selja félaginu flugfélagið Sterling.

Háfleygi Íslendingurinn

Töluvert hefur verið fjallað um kaup FL Group á Sterling í dönskum fjölmiðlum. Berlingske Tidende birti heilsíðugrein um feril Hannesar Smárasonar.

Sterlingmenn úr stjórninni

Pálmi Haraldsson, Jóhannes Kristinsson og Almar Þór Hilmarsson sögðu sig í gær úr stjórn flugfélagsins Iceland Express. Í stjórn félagsins settust í þeirra stað lögmennirnir Einar Þór Sverrisson, Gunnar Jónsson og Hörður Felixson. Jafnframt var tekin ákvörðun um það að fela fyrirtækjasviði KB banka að selja fyrirtækið.

4,3 milljóna hagnaður Nýherja á fjórðungnum

Hagnaður Nýherja nam 4,3 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi. Það sem af er ári hefur félagið þá hagnast um 51,4 milljónir. Í uppgjöri félagsins kemur meðal annars fram að tekjur á fjórðungnum hafi verið 1366 milljónir króna sem er þriggja prósenta vöxtur frá sama tímabili í fyrra.

Segir Berlingske Tidende á villigötum

Eignarhaldsfélagið Fons ætlar að selja Iceland Express eftir að hafa selt FL Group Sterling, þar sem félögin verða í samkeppni. Danska blaðið Berlinske Tidende segir að Fons hafi hagnast um ellefu milljarða á því að kaupa og selja Sterling, en Pálmi Haraldsson , sem gerði kaupin, segir blaðið alvarlega á villigötum.

Samstarf Icelandair og SAS ætti að geta haldið áfram

Jörgen Lindegaard, forstjóri SAS, segir í viðtali við Ritzau-fréttastofuna að miðað við þann aðskilnað Sterling og Icelandair, sem boðaður er í tilkynningu um kaupin, ætti samstarf SAS og Icelandair að geta haldið áfram.

Lögbrot ef rétt reynist

Stjórn Lánasjóðs Landbúnaðarins hefur borist erindi þess efnis að KB banki búi yfir upplýsingum um stöðu og kjör lántakenda hjá sjóðnum og hafi notað þær upplýsingar til að bjóða bændum betri kjör viðskiptabankans. Hjálmar Árnason, formaður lánasjóðsins segir þetta fyrsta dæmi þess að starfsmenn banka misnoti þekkingu sína.

Fara úr stjórn Iceland Express

Fyrrverandi eigendur og stjórnendur Sterling munu segja sig úr stjórn Iceland Express samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þetta eru Almar Örn Hilmarsson, Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson. Hluti kaupverðs Sterling verður greitt með hlutafé í FL Group og þar sem Iceland Express er í samkeppni í millilandaflugi munu þeir víkja af samkeppnisástæðum.

Fons hagnast um milljarða króna

FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári.

Viðræður enn í gangi

Viðræður um kaup FL Group á danska flugfélaginu Sterling standa enn. Samkvæmt heimildum fréttastofu, verður eigendum Fons, fjárfestingafélags í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar, greitt með hlutabréfum í FL-Group. Kaupverðið er ekki gefið upp né við hvaða gengi á hlutabréfum í FL-Group verði miðað, náist samningar. Forstjóri SAS hefur sagt að verði félögin tvö sameinuð, muni SAS slíta öllu samstarfi við Icelandair. Verði félögin hins vegar áfram sjálfstæð, geti SAS hugsað sér enn frekara samstarf við Icelandair.

FL Group að kaupa Sterling

Viðræður um kaup FL Group á norræna lággjaldaflugfélaginu Sterling, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Fons eru nú á lokastigi og er búist við að tilkynnt verði um kaupin seinna í dag.

Fasteignaverð hækkar

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% í september frá mánuðinum áður. Þetta kemur fram hjá Fasteignamati ríkisins. Undanfarna þrjá mánuði hefur húsnæðisverðið hækkað um 3,7% og undanfarið hálft ár nemur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu 12,6%. Íbúðaverð í sérbýli hefur hækkað talsvert meira en í fjölbýli. Undanfarna 12 mánuði hækkaði verð í sérbýli um rúm 46% en í fjölbýli um 34%. Greiningardeild KB banka spáir um 6% hækkun íbúðaverðs á næstu tólf mánuðum. Deildin spáir einnig að hækkun vísitölu neysluverðs í nóvember samsvari 4,5% ársverðbólgu.

Hagnaður Ericsson eykst um 22%

Hagnaður sænska tæknifyrirtækisins Ericsson nam rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi og jókst því hagnaðurinn um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Ericsson er stærsti framleiðandi þráðlauss fjarskiptabúnaðar í heimi og hafa viðskiptavinir verið að uppfæra búnað sinn að undanförnu.

Hámark íbúðalána lækkað í 80%

Landsbankinn hefur lækkað hámark íbúðalána úr 90% í 80% af markaðsvirði eigna. Bankinn segir ákvörðunina tekna í ljósi þess að aðstæður á fasteignamarkaði séu að breytast og ekki sé gert ráð fyrir að áframhald verði á þeim hröðu verðhækkunum sem átt hafa sér stað að undanförnu.

Óttast lækkandi íbúðaverð

Viðskiptabankarnir, sem hófu að lána allt að hundrað prósent til íbúðakaupa í fyrra, óttast nú að íbúðaverð kunni að fara lækkandi. Landsbankinn hefur ákveðið að lækka lánahlutfallið niður í áttatíu prósent til að verja veðhagsmuni sína.

Kaupa þrjár Airbus-vélar

Avion Aircraft Trading, dótturfyrirtæki Avion Group, hefur keypt þrjár Airbus-farþegavélar sem breytt verður í fraktvélar. Vélarnar fást afhentar fullkláraðar á næsta ári og byrjun árs 2007 en heildarkostnaður eftir breytingar er 4,3 milljarðar króna.

Sjá næstu 50 fréttir