Viðskipti erlent

Bandaríkjamaður stærstur í Scribona

Bandaríski fjárfestirinn David Marcus er orðinn stærsti hluthafinn í sænska fyrirtækinu Scribona. M2 Capital Management, sem er fjárfestingarfélag í hans eigu, keypti um nítján prósenta hlut af Bure fyrir rúman einn milljarð.

Straumur-Burðarás hefur átt um sautján prósenta hlut í félaginu frá því í vor. "Við töldum fyrir­tækið lágt metið," sagði Friðrik Jóhannsson, fyrrum framkvæmdastjóri Burðaráss, um kaupin.

Scribona er alhliða upplýsingatæknifyrirtæki sem selur bæði vélbúnað og hugbúnað. Vélbúnaðurinn er þó stærri hluti rekstrarins. Afkoma félagsins hefur verið slök undanfarin ár en ráðist hefur verið í hagræðingu sem á að skila sér í bættum rekstri.

Scribona er með fjórtán prósenta markaðshlutdeild í sölu á tölvubúnaði á Norðurllöndunum. Tap varð á rekstri félagsins á fyrstu níu mánuðum þessa árs samvkæmt uppgjöri félagsins.

Gengi hlutabréfa í Scribona hækkaði nokkuð eftir viðskiptin eða um tæp fimm prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×