Viðskipti innlent

Ráðstefna um viðskiptalífið

Þór Sigfússon. Viðskiptaráð og The Economist munu standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á næsta ári.
Þór Sigfússon. Viðskiptaráð og The Economist munu standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á næsta ári.

The Economist og Viðskiptaráð Íslands standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu 15. maí á næsta ári. Viðskiptaráðið átti frumkvæði að þessari ráðstefnu en Kynning og Markaður er ráðgjafi The Economist.

"Við viljum nota tækifærið til að sýna hversu framarlega íslenskt viðskiptalíf stendur. Íslensk fyrirtæki munu líka nota viðburðinn til að kynna sína starfsemi fyrir gestum ráðstefnunnar sem eru aðilar í viðskiptum við íslensk fyrir­tæki," segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Þór segir að Economist haldi slíkar ráðstefnur um allan heim en langoftast í stærri hagkerfum og því sé það mikill sigur að fá jafn stóran og virtan aðila til landsins. "Það vekur athygli hvað við Íslendingar erum að gera á alþjóðavettvangi." Í tengslum við ráðstefnuna vinnur The Economist að greinargerð um íslenskt viðskiptalíf og efnahagslíf sem verður send til fimmtán til tuttugu þúsund aðila á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×