Viðskipti innlent

Bankarnir fara með gát

Davíð Oddsson. Bankarnir eru ekki í nauðvörn varðandi fjármögnun.
Davíð Oddsson. Bankarnir eru ekki í nauðvörn varðandi fjármögnun.

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segir að allar upplýsingar sem hafi borist frá KB banka sýni að hann fari með gát. Það eigi bæði við um kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu. Bankinn geti fjármagnað sig sjálfur í nægilega langan tíma til þess að þurfa ekki að lúta því að taka kjörum á lánsfjármarkaði sem honum hugnist ekki.

Davíð segist hafa séð umfjöllun Royal Bank of Scotland viku áður en hún birtist í íslenskum fjölmiðlum. Seðlabankinn hefði tekið eftir hækkunum á álögum á skuldabréfum bankans á erlendum mörkuðum. Í kjölfarið hefði verið haft samband við KB banka og aðra íslenska banka.

"Auðvitað var okkur aðeins brugðið í byrjun eins og gengur og gerist en ég held að menn hafi áttað sig á því að farið var offari í þessum umsögn," segir seðlabankastjóri. Það þurfi að vera vakandi fyrir öllu svona tali. Hann segir mat alþjóðafyrirtækja á bönkunum sem og eftirlitskerfi hér heima benda til þess að staða bankanna sé góð. Þeir séu ekki í neinni nauðvörn. Því þurfi að kynna rekstur þeirra með skýrum og glöggum hætti. "Þá ætti að vera hægt að kveða niður svona tal," segir seðlabankastjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×