Viðskipti innlent

Sækist eftir fleiri börum

Tchenquiz hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum í Bretlandi, meðal annars með kaupum á fjölmörgum börum.
Tchenquiz hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum í Bretlandi, meðal annars með kaupum á fjölmörgum börum.

Robert Tchenguiz hefur gert tilboð í bresku barkeðjuna Spirit Group. Talið er að KB banki standi við bakið á honum. Tchenguiz hefur boðið um 2,8 milljarða punda, sem samsvarar rúmum 300 milljörðum íslenskra króna, í félagið. Fleiri eru um hituna og má reikna með niðurstöðu í dag eða næstu daga.

Frá þessu var sagt í vefútgáfu Times í gær. Talsmenn KB banka vildu ekki staðfesta frétt Times þess efnis að bankinn tæki þátt í tilboði Tchenguiz. Vitað er að KB banki hefur áður fjármagnað tilboð Tchenquiz og tekið þátt í kaupum hans.

Í Times sagði að Barclays-bankinn kæmi einnig að þessu tilboði. Spirit Group rekur um tvö þúsund bari. Fyrir ári keypti Tchenquiz 360 smærri bari í Bretlandi, meðal annars í London. Hann er Írani og hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum í Bretlandi. Var KB banki meðal þeirra fyrstu sem aðstoðuðu hann við að byggja upp viðskiptaveldi sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×