Viðskipti innlent

Of lágt verð fyrir Jarðboranir

Jarðboranir. Atorka mun bjóða hluthöfum í Jarðborunum um 25 krónur fyrir hvern hlut sem er vel undir verðmati KB banka.
Jarðboranir. Atorka mun bjóða hluthöfum í Jarðborunum um 25 krónur fyrir hvern hlut sem er vel undir verðmati KB banka.

Greiningardeild KB banka telur að tilboð til hluthafa Jarðborana, sem Atorka Group hyggst leggja fram á næstunni, sé of lágt. Þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins.

Samkvæmt því skipta eigendur í Jarðborunum hlutum sínum út á genginu 25 í staðinn fyrir ný hlutabréf í Atorku á genginu sex. KB banki telur að verðmæti bréfa í Jarðborunum sé um 31,1 króna á hlut eða um fjórðungi hærra en tilboð Atorku. Það gefur markaðsverðmætið tólf milljarðar króna.

Atorka Group heldur utan um 56 prósenta eignarhlut í félaginu og mun leggja fram yfirtökutilboð sem miðast við hæsta verð sem félagið hefur greitt fyrir bréf í Jarðborunum undanfarna sex mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×