Viðskipti innlent

Aðgengi bankans gott

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson

"Sú umræða sem hefur verið um KB banka hefur vissulega áhrif á Íslandsbanka. Ég vil þó leggja áherslu á að það er ekki neikvæð umræða um Íslandsbanka, þvert á móti hefur sérstaklega verið tekið fram í umræðunni að Íslandsbanki hafi sérstöðu meðal íslenskra banka hvað varðar áhættutöku, hún sé minni en annarra íslenskra banka," segir Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka.

Hann segir ekki forsendur til að meta hversu miklar breytingar hafi orðið á kjörum eða aðgengi bankanna á skuldabréfamarkaði.

"Vissulega hefur skuldabréfaútgáfa íslenskra banka aukist mikið á liðnum árum samhliða vexti í starfsemi erlendis. Við höfum haft mjög gott aðgengi að skuldabréfamarkaði og höfum haft forystu um það að sækja inn á nýja markaði til þess að dreifa áhættu, til dæmis með útgáfum í Ástralíu og Bandaríkjunum á þessu ári. Fjárfestar þekkja vel til fjárhagslegrar uppbyggingar og stefnu bankans og við höfum ekki orðið varir við efasemdir um okkar starfsemi. Varðandi þörf okkar fyrir fjármagn þá höfum við góða stöðu í innlánum bæði hér á landi og í Noregi. Aukin starfsemi erlendis kallar hins vegar á aukna fjárþörf og það þekkja fjárfestar. Við höfum ekki ástæðu til að ætla annað en að aðgengi íslenskra banka að þessum markaði verði áfram gott þrátt fyrir að kjör á markaði kunni að breytast."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×