Viðskipti innlent

Fær 59 milljónir í stað kaupréttar

Halldór J. Kristjánsson, banka­stjóri Landsbankans, hefur fall­ið frá rétti sínum til að kaupa 2,9 milljónir hluta í bankanum á genginu 3,58. Landsbankinn greiðir Halldóri laun sem nemur mismuninum á núverandi markaðsgengi, sem stendur í 24 krónum á hlut, og kaupréttargenginu.

Ætla má að Halldór fái rétt um 59 milljónir króna í greiðslu. Hann nýtir sér þó rétt sinn til að kaupa eina milljón hluta í Landsbankanum á genginu 3,58. Eftir kaupin er markaðsverðmæti hlutabréfa Halldórs í bankanum um 250 milljónir króna. Halldór á nú kauprétt að tæpum 49 milljónum hluta á mismunandi verði, mest á genginu sjö og fjórtán.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×