Viðskipti innlent

Á þriðja milljarð eftir skatta

Eigendur Bakkavarar Group. Bræðurnir Lýður Guðmundsson og Ágúst Guðmundsson standa að Bakkavör.
Eigendur Bakkavarar Group. Bræðurnir Lýður Guðmundsson og Ágúst Guðmundsson standa að Bakkavör.

Hagnaður Bakkavarar fyrir skatta nam þremur milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, 2,3 milljörðum eftir skatta. Hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi nam 971 milljón króna en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam tæpum þremur milljörðum króna.

Bakkavör hefur tekið miklum breytingum eftir kaup á breska matvælafyrirtækinu Geest og sami ársfjórðungur í fyrra því ekki samanburðarhæfur. Eignir félagsins nema nú 112 milljörðum króna. Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í tilkynningu að uppgjörið sýni áframhaldandi velgengni félagsins eftir yfirtöku félagsins á Geest í maí síðastliðnum. Bakkavör er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu tilbúinna matvæla í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×