Viðskipti innlent

Baugur kaupir hlut í dönsku fasteignafélagi

Ole Vagner. Forstjóri fasteignafélagsins Keops tekur þátt í kaupum á Nordicom sem er líkt félag. Ekki er ólíklegt að sameining sé framtíðarmarkmið með kaupunum.
Ole Vagner. Forstjóri fasteignafélagsins Keops tekur þátt í kaupum á Nordicom sem er líkt félag. Ekki er ólíklegt að sameining sé framtíðarmarkmið með kaupunum.

Forstjóri fasteignafélagsins Keops sem Baugur á stóran hlut í kaupir ásamt Baugi ríflega fimmtungs hlut í fasteignafélaginu Nordicom. Félagið er metið á rífleag tuttugu milljarða. Baugur er ásamt forstjóra Keops, Ole Vagner, kaupandi að 22 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Nordicom sem skráð er í dönsku kauphöllinni.

Fyrirtækið er metið á ríflega tuttugu milljarða íslenskra króna í dönsku kauphöllinni og verðmæti hlutarins því um fjórir milljarðar króna. Okkur bauðst þessi hlutu og þetta er áhugavert félag . Kaupin samrýmast vel fjárfestingarstefnu Baugs, segir Skarphéðin Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Norrænna fjárfestinga Baugs. Fasteignir nordicom eru metnar á hátt í þrjátíu milljarða króna, en meðal þeirra er verslanahúsnæði, auk þess sem félagið er með um tvöþúsund íbúðir í byggingu.

Baugur á fyrir stóran hlut í Keops sem er sambærilegt félag og Nordicom og er skráð í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Keops er þó metið um tíu milljörðum hærra á markaði. Þar sem félögin eru mjög lík má gera ráð fyrir að áhugi sé á að sameina félögin þegar fram líða stundir. Bæði félögin hafa átt mjög gott ár á markaði og hækkað mikið á árinu. Íslendingar hafa sýnt fasteignaviðskiptum í Kaupmannahöfn mikinn áhuga. Sigurjón Sighvatsson keypti á dögunum fasteignafélag í Danmörku og nokkrir íslenskir fjárfestar hafa sýnt danska fjárfestingafélaginu Atlas áhuga. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í tengslum við kaup á félaginu eru Exista og Eik fasteignafélag, Straumur Burðarás og Baugur. Búist er við að niðurstaða tilboða í það félag liggi fyrir innan skamms. Fasteignaverð hefur farið hækkandi í Kaupmannahöfn og mikil eftirspurn eftir fasteignum í miðborg Kaupmannahafnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×