Viðskipti innlent

Tesco vex hægar

Tesco vex hægar. Uppgjör Tesco þykir gott miðað við erfiðar aðstæður á breskum smásölumarkaði.
Tesco vex hægar. Uppgjör Tesco þykir gott miðað við erfiðar aðstæður á breskum smásölumarkaði.

Vöxtur verslunarkeðjunnar Tesco hefur ekki verið minni í tvö ár en aðstæður á breskum smásölumarkaður eru erfiðar um þessar mundir. Með miklum vexti á erlendum mörkuðum jókst þó velta félagsins um tæp fjórtán prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.

Uppgjörið þykir gott miðað við aðstæður. Á heimamarkaði hefur söluaukning einkum orðið í varningi sem er ótengdur matvælum, eins og í snyrtivörum og raftækjum. Tesco hefur tvöfalt meiri markaðshlutdeild en næsta verslunarkeðja og helmingur þess vaxtar sem hefur orðið á breskum matvörumarkaði á undanförnum fimm árum hefur fallið í skaut fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×