Fleiri fréttir

Glaða kennslukonan

Hulda María Magnúsdóttir skrifar

Ég heiti Hulda María og ég er kennslukona. Tæknilega er ég víst kennari en mér finnst kennslukona skemmtilegra orð. Mér finnst starfið mitt líka vera skemmtilegt. Það er fjölbreytt og krefjandi, engir tveir dagar eru eins. Einu sinni var ég bankakona. Ég var bara nokkuð fær í því sem ég gerði og fékk borgað í samræmi við vinnuframlag og álag.

Mannauður í skólastofum landsins, kjör kennara

G. Svala Arnardóttir skrifar

Launamál kennara eru mikið í deiglunni þessa dagana. Framhaldsskólakennarar vilja leiðrétta laun sín sem komin eru úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem þau ættu að vera í. Það er dapurleg staðreynd að kennarar virðast vera læstir í tannhjóli tilgangsleysis, einhverskonar tómarúmi í launabaráttu sinni. Þeir setja fram eðlilegar launakröfur

Skammtað úr krepptum hnefa

Líf Magneudóttir skrifar

Skólastarf í leik-, grunn- og framhaldsskólum hefur þurft að þola óvæginn niðurskurð eftir hrun og fyrir hrun kröfðu stjórnvöld skólasamfélagið um aðhald og sparnað í rekstri. Það er því ekki hægt að segja að skólar hafi verið ofaldir af því fjármagni sem þeim var úthlutað í "góðærinu“. Störf kennara verða sífellt flóknari og á þá bætast sífellt fleiri

Hamingja handa þér!

Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull

Nei ráðherra

Björg Bjarnadóttir skrifar

Þú hefur farið mikinn og tjáð þig um kjaradeilu framhaldsskólans í fjölmiðlum síðustu daga. Mér finnst þú stinga höfðinu í sandinn, einfalda málin og neita að skoða þær staðreyndir sem liggja til grundvallar áherslum kennara.

Snjallsímaofbeldi?

Heimir Eyvindarson skrifar

Varaformaður Félags grunnskólakennara, Guðbjörg Ragnarsdóttir, lýsti í Fréttablaðinu yfir áhyggjum af auknu ofbeldi nemenda í garð kennara. Ekki hvarflar það að mér að gera lítið úr ofbeldi, en ég hnaut um það í máli Guðbjargar að hún skilgreinir símanotkun nemenda sem eitt form ofbeldis.

Trúmál í skólum

Örn Bárður Jónsson skrifar

Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar.

Áskorun til áttunda útvarpsstjórans

Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Nýr kafli hefst nú í sögu Ríkisútvarpsins eftir niðurskurð, átök og niðurlægingu í beinni útsendingu sem leiddu til útvarpsstjóraskipta við erfiðar og krefjandi aðstæður. Stjórnarmenn gerðu sitt besta til að vinna úr stöðunni og setja hagsmuni fjölmiðilsins ofar pólitísku valdapoti. Það er ein af ástæðunum fyrir einróma niðurstöðu stjórnar og

Á kostnað annarra

Gauti Skúlason skrifar

Í dag langar undirritaðan að vekja athygli á nokkrum atriðum sem varða tungumálið okkar og hvernig við beitum því.

Þegar enginn hlustar

Andri Steinn Hilmarsson skrifar

Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk.

Aðgengilegra ESB

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Gera má ráð fyrir að þróun Evrópusambandsins verði í brennidepli í þjóðmálaumræðunni á næstunni. Umfjöllun um hana verður hluti af skýrslunni, sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á að vera búin að skila ríkisstjórninni. Forsætisráðherrann fær þá kannski svar við því "hvort eða hvernig ESB lifir af" eins og hann orðaði það fyrir kosningar.

Tapið í PISA

Ásgeir Beinteinsson skrifar

Íslendingar töpuðu í PISA og enginn skilur neitt í neinu. Yfirborðskennd umfjöllun fjölmiðla skilur þjóðina eftir vonsvikna með brotna sjálfsmynd um hæfni sína og hæfileika. Niðurstaða þjóðarinnar er rökrétt miðað við framsetninguna og umræðuna um að við Íslendingar séum bara svona heimskir – við kunnum ekki lexíurnar okkar.

Í spennitreyju haftanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, hefur undanfarnar vikur verið fjallað um áhrif gjaldeyrishaftanna á íslenzkt efnahags- og viðskiptalíf. Í síðasta blaði var sjónum beint að áhrifum haftanna á lífeyrissjóðina, umsvifamestu fjárfesta landsins, sem jafnframt gæta gríðarlegra hagsmuna nánast allra launþega í landinu.

Er mjólkurverð til bænda 20% of hátt?

Þórólfur Matthíasson skrifar

Bændur í ESB fá greiddar að meðaltali 65 krónur á lítra af mjólk sem tappað er á mjólkurbíl heima á búi. Bændur sem búa við erfiðar aðstæður fá hærra verð, finnskir bændur fá 75 krónur á lítrann, bændur á Kýpur fá 94 krónur á lítrann (sjá heimasíðu DairyCo í Bretlandi, dairyco.org.uk). Verð sem verðlagsnefnd búvara ákvarðar íslenskum

Húsnæði takk

Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar

Það eru nokkur atriði sem koma upp í hugann þegar talað er um að lifa „sómasamlegu“ lífi. Helst þá að eiga heimili og ofan í sig að borða. Þetta eru grundvallaratriði, ekki hvort virkja eigi í Þjórsárverum, eða hvort eigi að breyta klukkunni, byggja nýjan spítala og margt, margt fleira.

Áskoranir í menntamálum

Skúli Helgason skrifar

Menntamál eru afdrifaríkasti málaflokkur stjórnmálanna. Skólarnir ráða miklu um framtíð barnanna okkar og því er ekki hægt að ofmeta þýðingu þeirra fyrir velferð einstaklingsins og þjóðarhag. Menntun er almannagæði sem við þurfum öll að standa vörð um. Engu að síður eru kennarar láglaunastétt í samfélaginu og mikið skortir á

Húsafriðun við Ingólfstorg

Páll Hjaltason skrifar

Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að gera athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa gömlu timburhúsin umhverfis Ingólfstorg. Það er eðlilegt að einhverjir séu undrandi vegna þessa og því nauðsynlegt að útskýra afstöðu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hún heyrir til undantekninga en þetta mál er nokkuð flókið eins og skipulagsmál gjarnan eru.

Góðir kennarar

Hjálmar Sveinsson skrifar

Átján ára dóttir mín kom heim í vikunni eftir að hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli. Hún fékk frí í skólanum til að sýna kennurum samstöðu í baráttu þeirra fyrir betri launum. Verkfall framhaldsskólakennara er yfirvofandi. Það er smánarblettur á samfélaginu að þeir þurfi að leita til slíkra ráða til að fá almennileg laun.

Vottorð um vammleysi?

G. Svala Arnardóttir skrifar

Undanfarið hefur átt sér stað sérkennileg umræða um aðalnámskrá grunnskóla. Sjálf hef ég kynnst námskránni vel þar sem ég er nýútskrifaður listgreinakennari frá Listaháskóla Íslands og námskráin og innihald hennar var hluti af meistaraprófsritgerð minni. Vert er að hafa í huga að námskráin er samin í kjölfar efnahagshruns á Íslandi og

Veljum Þorgerði í 3.- 4. sætið

Stuðningsmenn skrifar

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, býður sig fram í 3.- 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fram fer næstu helgi, dagana 7.- 8. febrúar.

Leiðsögumenn borga ekki matarkörfuna með starfsánægjunni

Berglind Steinsdóttir skrifar

Leiðsögumenn eru oft spurðir hvort það sé ekki gaman í vinnunni. Við virðumst þykja öfundsverð af starfinu og við erum það. Stundum er svo hrikalega gaman að vera á ferðinni; akandi eða gangandi, siglandi, ríðandi eða fljúgandi. Í hvataferðum fáum við að fljúga útsýnisflug, elta uppi hvali, fara á hestbak, busla í Hvítá og borða humar, naut eða skötusel.

Árangur okkar allra

Ármann Kr. Ólafsson skrifar

Framundan eru bjartir tímar í Kópavogi og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem blasa við. Kópavogur er það sveitarfélag sem undanfarin ár hefur haft mesta fólksfjölgun, meðal annars vegna þess að hróður sveitarfélagsins meðal landsmanna hefur borist hratt út.

Reykjavíkurborg – Leiðandi afl

Dóra Magnúsdóttir skrifar

Það er mikilvægt verkefni fyrir Reykjavíkurborg að hlúa að uppbyggingu og þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknarverkefnum þar sem því verður við komið. Borgin hefur burði til að vera forystuafl á Íslandi í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, fjárfestingu, vinnuafl og ferðamenn.

Öflugra og fjölbreyttara atvinnusvæði

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Það er nauðsynlegt að halda uppi öflugu atvinnustigi á Akureyri. Of margt ungt fólk hefur lokið iðn- og tækninámi, háskólanámi en fær ekki starf við hæfi. Þetta verður að laga. Lífshamingja þeirrar kynslóðar sem er að koma á atvinnumarkað í bænum er í húfi. Tækifæri Akureyrar liggur í þessu hæfileikaríka unga fólki. Koma þarf vinnufúsum til verka.

Lífshlaupið 2014, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

Hafsteinn Pálsson skrifar

Það er lífsstíll að hreyfa sig og láta sér líða vel. Allir þurfa að hreyfa sig sér til heilsubótar og til að auka sína vellíðan. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur almenning til reglubundinnar hreyfingar með því að bjóða upp á Lífshlaupið. Lífshlaupið hófst í 7. sinn miðvikudaginn 5. febrúar.

Kraftmikla konu til forystu

Guðjón Ragnar Jónasson skrifar

Síðustu daga hefur þjóðin vaknað til vitundar um bága stöðu kennarastéttarinnar. Framhaldsskólakennarar hafa beint sjónum fólks að lélegum kjörum stéttarinnar. Allflestir eru sammála um að efla þurfi menntakerfið og bæta kjör kennara.

Reykjavík, borg tækifæranna

Natan Kolbeinsson skrifar

Reykjavík er borg tækifæra. Eitt stærsta verkefnið framundan fyrir okkur Reykvíkinga er að mæta breyttum tímum í atvinnulífinu – að takast á við breytta hugsun þegar kemur að atvinnulífi dagsins í dag. Það atvinnulíf sem við búum við núna kallar á sérfræðimenntun í tækni og nýsköpun.

Réttar upplýsingar fást hjá réttum aðilum

Kristbjörg Halla Magnúsdóttir skrifar

Í tilefni umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga um mál menntunar áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hlutverk þeirra í meðferð þá langar mig að leggja orð í belg. Umræðan hefur verið einhliða frá félagi sem berst fyrir málefnum kvenna með áfengis- og fíknvanda, málefni sem mér finnst þarft og alltaf pláss að ræða hvernig hægt er að bæta hag alkóhólista og hvað má gera betur.

Þarf fjórðungur stúlkna aðstoð vegna þunglyndis eða kvíða?

Karl Garðarsson skrifar

Spurningin vaknar í kjölfar könnunar sem Þjónustumiðstöð Breiðholts gerði í 9. bekk í grunnskólum hverfisins árið 2012. Könnunin leiddi í ljós að 26,2% stúlkna voru yfir viðmiðunarmörkum vegna kvíða 2012. Hlutfallið hafði lækkað í 15,5% á síðasta ári. Þá mældust 12,6% stúlkna vera yfir viðmiðunum vegna þunglyndis 2012.

Virkara íbúalýðræði

Gunnar Gíslason skrifar

Á Akureyri sem víðar heyrast háværar raddir um að bæjarfulltrúar hafi ekki nægilegt samráð við íbúana um stærri mál sem snerta beint hagsmuni og velferð bæjarbúa. Við þessu vil ég bregðast og auka þátttöku íbúanna í ákvörðunartöku sem snertir ýmis stærri mál. Margt hefur verið gert; íbúaþing hafa verið haldin, boðið er upp á viðtalstíma

Um aðalnámskrá og úrtölur

Hilmar Hilmarsson skrifar

Í grein Henrys Alexanders Henryssonar í Fréttablaðinu 31. janúar er því haldið fram að ýmsir þeir sem látið hafa í sér heyra um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla hafi takmarkaðan skilning á lykilhugtökum í námskránni. Mér finnst ég hafa ástæðu til að taka þessa sneið til mín.

Okkur vantar upplýsingar

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Ég verð vonandi seint sakaður um að vera lítill áhugamaður um umhverfis- og náttúruvernd. Þegar kemur að deilunum um veitumannvirki sunnan við Þjórsárver og að lagaumhverfinu, ákvarðanaferlinu og fleiru skyldu, fallast mér þó hendur. Ég átta mig á litlum hluta málefnisins. Mig grunar að þannig fari fyrir flestum.

Heillaóskir á degi leikskólans

Fanný Heimisdóttir skrifar

Innviðir, stoðir og styttur, grunnurinn, hin raunverulegu verðmæti… Ég vinn í leikskóla; á hverjum degi er ég með fólki sem er skemmtilegt, uppátækjasamt, forvitið og kærleiksríkt.

Heimili eða fjárfesting

Erlendur Geirdal skrifar

Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði

Getur faðmlag fallið undir sjálfbærni?

Dýrleif Skjóldal skrifar

Í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd erum við að vinna að nýrri skólanámskrá. Hún á að taka mið af lögum og reglugerðum, aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Í aðalnámskrá er kveðið á um að vinna skuli með svokallaða

Einstein var innflytjandi

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa.

Traustur fjárhagur tryggir lífsgæði

Eva Magnúsdóttir skrifar

Kæri Mosfellingur. Ég vil bjóða fram krafta mína og vinna í þína þágu næstu 4 árin. Við höfum farið í gegnum verstu kreppu í manna minnum en stöndum samt sterk í bæjarfélaginu Mosfellsbæ með traustan fjárhag.

Opið bréf til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra

Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar

Ágæti ráðherra. Landssamtökunum Þroskahjálp hefur borist fjöldi ábendinga og kvartana vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi nú um áramótin. Þessi breyting hefur í för með sér verulega kjaraskerðingu hjá því fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur að staðaldri.

Grein sem er í alvörunni ekki um peninga

Haraldur F. Gíslason skrifar

Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins.

Samfylkingin endurheimti fylgi ungs fólks

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Samfylkingin þarf að hugsa stórt í komandi kosningabaráttu. Ég trúi því að Samfylkingin geti endurheimt fylgi ungra kjósenda, með því að leggja fram heildstæðar lausnir svo sem í dagvistunarmálum, húsnæðismálum og jafnréttismálum í kosningabaráttunni

Óverðtryggð eða verðtryggð lán?

Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar

Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði

Nýsköpunarborgir

Óli Örn Eiríksson skrifar

Þekking í öðrum fyrirtækjum, innan háskólanna og í stoðþjónustu mynda saman eitt nýsköpunarhagkerfi. Það er þetta sameiginlega nýsköpunarhagkerfi sem dregur til sín þekkingarfyrirtæki og þekkingarstarfsmenn. Eftir því sem þeim fjölgar þeim mun meira spennandi verður borgin fyrir báða aðila.

Reykjavík fyrir alla

Grímur Atlason skrifar

Það er gott fyrir marga að búa í Reykjavík en það er ekki nóg því Reykjavík á að vera fyrir alla. Lykillinn að öflugu borgarsamfélagi er mannlífið og lífskilyrðin sem eru í boði fyrir borgarbúa og þar skiptir máli að allir geti notið.

Úthrópuð sekt fasteignasala

Einar G. Harðarson skrifar

Dálæti fréttamiðla á fasteignasölum er fágætt og sífellt er verið að hengja bakara fyrir smið. Fyrsta fréttin sem ég man eftir, og birtist einnig umfjöllun um hana í bréfi frá Félagi fasteignasala til fjölmiðla, varðaði fasteignasala sem hafði verið handtekinn, og borinn út í járnum, á spilavíti sem hann hafði rekið.

Lífhagkerfið – dýrmæt auðlind

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Ísland er með formennsku í samstarfi Norðurlandanna árið 2014. Samkvæmt venju hafa verið skipulögð ákveðin formennskuverkefni og hafa þrjú ráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunar-, umhverfis- og auðlinda- og mennta- og menningarmálaráðuneyti, sameinast um framkvæmd forgangsverkefnis sem kallað er Norræna lífhagkerfið og fengið hefur vinnuheitið NordBio. Verkefninu er ætlað að standa yfir í þrjú ár.

Sjá næstu 50 greinar