Þarf fjórðungur stúlkna aðstoð vegna þunglyndis eða kvíða? Karl Garðarsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Spurningin vaknar í kjölfar könnunar sem Þjónustumiðstöð Breiðholts gerði í 9. bekk í grunnskólum hverfisins árið 2012. Könnunin leiddi í ljós að 26,2% stúlkna voru yfir viðmiðunarmörkum vegna kvíða 2012. Hlutfallið hafði lækkað í 15,5% á síðasta ári. Þá mældust 12,6% stúlkna vera yfir viðmiðunum vegna þunglyndis 2012. Hlutfallið hafði lækkað í 10,2% 2013. Það gæti meðal annars verið vegna þess að gripið var inn í þau tilfelli sem komu upp og rætt við nemendur og foreldra og bent á úrræði til hjálpar. Það breytir hins vegar ekki stóru myndinni að heildartölurnar eru áhyggjuefni og vekja upp spurningar um geðheilbrigði þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Vandamálið virðist vera til staðar og nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld og stjórnvöld að bregðast skjótt við. Athygli vekur að mun lægri tölur mælast hjá drengjum í Breiðholtinu. Aðeins 4,1% þeirra var yfir viðmiðunarmörkum þegar kom að kvíða 2009 en 1,9% 2013. Þá voru 6,8% yfir mörkum vegna þunglyndis 2009 og 3,9% á síðasta ári. Niðurstöður og umræður úr ýmsum könnunum um líðan skólabarna hafa verið birtar að undanförnu. Setja þarf spurningarmerki við margar þeirra, enda skortir oft upp á faglega nálgun á viðfangsefnið.Átak á landsvísu Könnunin í Breiðholti er hluti af svokölluðu Breiðholtsmódeli, sem þróast hefur í hverfinu á síðustu sjö árum. Þetta módel byggist meðal annars á því að reynt er að greina vandann eins fljótt og hægt er og veita síðan bestu mögulega þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Þá sinna sálfræðingar bráðamálum sem koma upp. Hönnuð hafa verið sérstök námskeið þar sem boðið er upp á fyrstu inngrip við uppeldis- og tilfinningavanda og eru þau hluti af þeim úrræðum sem boðið er upp á í Breiðholti. Námskeiðin eru ætluð foreldrum og börnum og þau ná allt niður til foreldra 3ja ára barna sem eru í áhættuhópi. Góð samvinna er við geðdeild Landspítala, BUGL og fleiri aðila. Niðurstaða vinnulags Þjónustumiðstöðvar Breiðholts gefur tilefni til að staldra við. Hún bendir til mjög vaxandi tilfinningavanda unglinga á árunum eftir kreppu. Sú niðurstaða þarf ekki að koma á óvart í ljósi reynslu annarra þjóða, t.d. Finnlands, en Finnar glímdu við alvarlegar afleiðingar kreppu, sem birtist m.a. í auknum tilfinningavanda barna. Nauðsynlegt er að ráðast í átak á landsvísu með því markmiði að skima fyrir tilfinningavanda unglinga og bjóða þeim sem þurfa viðeigandi hjálp. Það er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Spurningin vaknar í kjölfar könnunar sem Þjónustumiðstöð Breiðholts gerði í 9. bekk í grunnskólum hverfisins árið 2012. Könnunin leiddi í ljós að 26,2% stúlkna voru yfir viðmiðunarmörkum vegna kvíða 2012. Hlutfallið hafði lækkað í 15,5% á síðasta ári. Þá mældust 12,6% stúlkna vera yfir viðmiðunum vegna þunglyndis 2012. Hlutfallið hafði lækkað í 10,2% 2013. Það gæti meðal annars verið vegna þess að gripið var inn í þau tilfelli sem komu upp og rætt við nemendur og foreldra og bent á úrræði til hjálpar. Það breytir hins vegar ekki stóru myndinni að heildartölurnar eru áhyggjuefni og vekja upp spurningar um geðheilbrigði þeirrar kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi. Vandamálið virðist vera til staðar og nauðsynlegt fyrir borgaryfirvöld og stjórnvöld að bregðast skjótt við. Athygli vekur að mun lægri tölur mælast hjá drengjum í Breiðholtinu. Aðeins 4,1% þeirra var yfir viðmiðunarmörkum þegar kom að kvíða 2009 en 1,9% 2013. Þá voru 6,8% yfir mörkum vegna þunglyndis 2009 og 3,9% á síðasta ári. Niðurstöður og umræður úr ýmsum könnunum um líðan skólabarna hafa verið birtar að undanförnu. Setja þarf spurningarmerki við margar þeirra, enda skortir oft upp á faglega nálgun á viðfangsefnið.Átak á landsvísu Könnunin í Breiðholti er hluti af svokölluðu Breiðholtsmódeli, sem þróast hefur í hverfinu á síðustu sjö árum. Þetta módel byggist meðal annars á því að reynt er að greina vandann eins fljótt og hægt er og veita síðan bestu mögulega þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Þá sinna sálfræðingar bráðamálum sem koma upp. Hönnuð hafa verið sérstök námskeið þar sem boðið er upp á fyrstu inngrip við uppeldis- og tilfinningavanda og eru þau hluti af þeim úrræðum sem boðið er upp á í Breiðholti. Námskeiðin eru ætluð foreldrum og börnum og þau ná allt niður til foreldra 3ja ára barna sem eru í áhættuhópi. Góð samvinna er við geðdeild Landspítala, BUGL og fleiri aðila. Niðurstaða vinnulags Þjónustumiðstöðvar Breiðholts gefur tilefni til að staldra við. Hún bendir til mjög vaxandi tilfinningavanda unglinga á árunum eftir kreppu. Sú niðurstaða þarf ekki að koma á óvart í ljósi reynslu annarra þjóða, t.d. Finnlands, en Finnar glímdu við alvarlegar afleiðingar kreppu, sem birtist m.a. í auknum tilfinningavanda barna. Nauðsynlegt er að ráðast í átak á landsvísu með því markmiði að skima fyrir tilfinningavanda unglinga og bjóða þeim sem þurfa viðeigandi hjálp. Það er fjárfesting til framtíðar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar