Einstein var innflytjandi Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun