Einstein var innflytjandi Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar