Einstein var innflytjandi Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Við höfum alltaf litið á það sem kost þegar ungir Íslendingar fara utan til að mennta sig og koma síðan heim til að starfa við það sem numið var. Með sama hætti ættum við að líta á það sem kost þegar erlendir ríkisborgarar vilja koma hingað til lands til að stunda nám eða starfa. Það eru tækifæri fólgin í því að fjölga útlendingum hér á landi. Ég sótti nýlega ráðstefnu um innflytjendamál þar sem það var rifjað upp með eftirminnilegum hætti að Albert Einstein hefði verið innflytjandi – en tilgangurinn var augljóslega sá að benda okkur réttilega á að innflytjendum fylgja nýjar hugmyndir, ný tækifæri, nýjar lausnir og nýr heimur. Ég tel að við eigum að búa þannig í haginn fyrir land okkar og samfélag að við séum opin fyrir því að útlendingar setjist hér að. Umræðan um útlendinga á Íslandi snýr oftast að erlendum fjárfestingum í ákveðnum atvinnugreinum eða stöðu hælisleitenda. Við getum vandað til verka við hvort tveggja – og það ætlum við m.a. að gera með þeim breytingum sem nú eru í farvegi til að gera afgreiðslu hælismála skilvirkari og skýrari og eins með því að fá fram skýrari lagaramma um erlendar fjárfestingar hér á landi. En við skulum þó ekki gleyma stóru myndinni. Hér höfum við góð lífsskilyrði, öfluga skóla og síbatnandi hagkerfi. Við megum ekki missa af þeim tækifærum sem felast í því að fá hingað útlendinga. Þannig tengjum við Ísland enn betur við umheiminn – og um leið umheiminn við Ísland. Við viljum vera land tækifæranna, við viljum vera land umburðarlyndis og við viljum vera land fjölbreytninnar. Við viljum víkka út sjóndeildarhringinn og við viljum vera opin fyrir þeim tækifærum sem okkur gefast. Þetta er ekki mál sem snýst um hina hefðbundnu hægri-vinstri pólitík. Öll viljum við nýta þau tækifæri sem okkur gefast. Það að opna Ísland fyrir fjölbreyttari hópi Íslendinga er eitt af þeim tækifærum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun