Úthrópuð sekt fasteignasala Einar G. Harðarson skrifar 5. febrúar 2014 06:00 Dálæti fréttamiðla á fasteignasölum er fágætt og sífellt er verið að hengja bakara fyrir smið. Fyrsta fréttin sem ég man eftir, og birtist einnig umfjöllun um hana í bréfi frá Félagi fasteignasala til fjölmiðla, varðaði fasteignasala sem hafði verið handtekinn, og borinn út í járnum, á spilavíti sem hann hafði rekið. Næst birtist frétt um fasteignasala sem grunaður var um stórfelld fjármunabrot og peningaþvætti. Síðan var komið að fasteignasala sem hafði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og tengdist glæpasamtökunum Hells Angels. Umfjöllun var um fasteignasala sem hafði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot og líkamsárás. Svo birtist enn ein fréttin um fasteignasala sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar. Flugdólgur var kallaður fasteignasali o.s.frv. Í öllum þessum tilvikum þótti sérstaklega fréttnæmt að viðkomandi væri fasteignasali. Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið! Ein frétt var þó um raunverulegan fasteignasala en hún var um stærstu einstaklingsgjaldþrot frá bankahruni. Þar var Björgólfur Guðmundsson efstur á blaði með 96 milljarða skuld og svo kom listinn með sex aðilum þar sem fasteignasali var neðstur með 500 milljónir og sagt að fjárfestar og fasteignasalar skipuðu topp lista yfir gjaldþrot einstaklinga. Það einkennilega við þessa frétt er að listinn var ekki yfir fimm eða tíu efstu heldur sex og sá sjötti var fasteignasali. Hann var með langlægstu upphæðina en í fyrirsögninni stóð samt: „Fjárfestar og fasteignasalar.“ Svo langt er þetta gengið að kona ein setti stöðu um eina fréttina á FB og sagði: „Vá þetta var þá fasteignasali, ég hélt fyrst að þetta hafi verið manneskja, súkk.“ Fasteignasali er lögverndað starfsheiti eins og læknir, lögfræðingur eða hvert annað lögverndað starfsheiti. Aðrir en löggiltir fasteignasalar mega því ekki vera kallaðir fasteignasalar, hvorki af sölufulltrúum, fréttamiðlum né almenningi. Þetta vita sölufulltrúar og fjölmiðlar mæta vel. Hvernig fyndist ykkur, lesendur góðir, ef fyrirsagnir í blöðum væru á eftirfarandi máta: „Læknir grunaður um stórfelld fjármunabrot og peningaþvætti.“ Hvað ef læknir hefði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og tengdist glæpasamtökunum Hells Angels? En ef tekið væri fram að læknir hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar? Flugdólgur var læknir o.s.frv. Jafnvel þótt enginn fótur væri fyrir því að um lækni hafi verið að ræða. Í besta falli hafi umræddur verið í hjálparsveit, verið ómenntaður sjúkrahússtarfsmaður eða ekið sjúkrabíl einhvern tímann á lífsleiðinni. Hér er eingöngu orðið læknir sett inn í staðinn fyrir orðið fasteignasali. Myndu læknar láta slíkt óátalið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Dálæti fréttamiðla á fasteignasölum er fágætt og sífellt er verið að hengja bakara fyrir smið. Fyrsta fréttin sem ég man eftir, og birtist einnig umfjöllun um hana í bréfi frá Félagi fasteignasala til fjölmiðla, varðaði fasteignasala sem hafði verið handtekinn, og borinn út í járnum, á spilavíti sem hann hafði rekið. Næst birtist frétt um fasteignasala sem grunaður var um stórfelld fjármunabrot og peningaþvætti. Síðan var komið að fasteignasala sem hafði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og tengdist glæpasamtökunum Hells Angels. Umfjöllun var um fasteignasala sem hafði gerst sekur um alvarleg kynferðisbrot og líkamsárás. Svo birtist enn ein fréttin um fasteignasala sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar. Flugdólgur var kallaður fasteignasali o.s.frv. Í öllum þessum tilvikum þótti sérstaklega fréttnæmt að viðkomandi væri fasteignasali. Enginn þessara aðila er fasteignasali né hefur nokkru sinni verið! Ein frétt var þó um raunverulegan fasteignasala en hún var um stærstu einstaklingsgjaldþrot frá bankahruni. Þar var Björgólfur Guðmundsson efstur á blaði með 96 milljarða skuld og svo kom listinn með sex aðilum þar sem fasteignasali var neðstur með 500 milljónir og sagt að fjárfestar og fasteignasalar skipuðu topp lista yfir gjaldþrot einstaklinga. Það einkennilega við þessa frétt er að listinn var ekki yfir fimm eða tíu efstu heldur sex og sá sjötti var fasteignasali. Hann var með langlægstu upphæðina en í fyrirsögninni stóð samt: „Fjárfestar og fasteignasalar.“ Svo langt er þetta gengið að kona ein setti stöðu um eina fréttina á FB og sagði: „Vá þetta var þá fasteignasali, ég hélt fyrst að þetta hafi verið manneskja, súkk.“ Fasteignasali er lögverndað starfsheiti eins og læknir, lögfræðingur eða hvert annað lögverndað starfsheiti. Aðrir en löggiltir fasteignasalar mega því ekki vera kallaðir fasteignasalar, hvorki af sölufulltrúum, fréttamiðlum né almenningi. Þetta vita sölufulltrúar og fjölmiðlar mæta vel. Hvernig fyndist ykkur, lesendur góðir, ef fyrirsagnir í blöðum væru á eftirfarandi máta: „Læknir grunaður um stórfelld fjármunabrot og peningaþvætti.“ Hvað ef læknir hefði verið höfuðpaurinn í alvarlegum fjársvikum gagnvart Íbúðalánasjóði og tengdist glæpasamtökunum Hells Angels? En ef tekið væri fram að læknir hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blekkingar? Flugdólgur var læknir o.s.frv. Jafnvel þótt enginn fótur væri fyrir því að um lækni hafi verið að ræða. Í besta falli hafi umræddur verið í hjálparsveit, verið ómenntaður sjúkrahússtarfsmaður eða ekið sjúkrabíl einhvern tímann á lífsleiðinni. Hér er eingöngu orðið læknir sett inn í staðinn fyrir orðið fasteignasali. Myndu læknar láta slíkt óátalið?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar