Fleiri fréttir

Menntun, réttlæti og starf kennarans

Höfundar eru háskólakennarar. skrifar

Fréttablaðið birti klausu 15. janúar sem bar yfirskriftina "Verkefni kennara orðin of mörg“ með glefsum úr viðtali við Ólaf Loftsson, formann Félags grunnskólakennara. Haft er eftir Ólafi að það komi honum ekki á óvart að niðurstöður rannsóknar (Erlu Daggar Kristjánsdóttur) "sýni að börn á gráu svæði fái ekki nægan stuðning í grunnskólum“ og "að fjármagn vanti til að framkvæma hugmyndafræðina um skóla án aðgreiningar“.

Vinstri græn berjast fyrir friðlýsingu húsa

Sóley Tómasdóttir skrifar

Í grein Björns B. Björnssonar í Fréttablaðinu 31. janúar kemur fram réttmæt gagnrýni á meirihluta borgarstjórnar sem hefur lagst gegn friðlýsingu sjö húsa í hjarta Reykjavíkur. Björn og félagar hans í BIN-hópnum hafa beitt sér gegn stórkarlalegri uppbyggingu á svæðinu.

Græn höfuðborg

Skúli Helgason skrifar

Meirihluti Samfylkingarinnar og Besta flokksins í Reykjavík hefur staðið dyggan vörð um grænar áherslur á kjörtímabilinu og nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks grefur markvisst undan vægi umhverfismála við landsstjórnina er mikilvægt að Reykjavíkurborg spyrni fast við fótum og taki forystu í þessum málaflokki.

Að hindra framgang jarðýtunnar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Við eigum að aka út í kant þegar heyrist babú-babú. Við eigum að aka eftir bendingum umferðarlögreglunnar, stöðva á rauðu ljósi og umfram allt: gefa stefnuljós áður en við beygjum.

Er Sjálfstæðisflokknum treystandi?

Bolli Héðinsson skrifar

Eftir síðustu alþingiskosningar lýsti innmúraður og innvígður sjálfstæðismaður því yfir í blaðagrein að Sjálfstæðisflokknum mætti treysta, að flokkurinn stæði við orð sín. Með þessu freistaði hann þess að mana forystu Sjálfstæðisflokksins til að standa við skilyrðislaust loforð um þjóðaratkvæði um aðildarviðræður við ESB, á fyrri hluta kjörtímabilsins, en það loforð var forsenda margra kjósenda fyrir því að ljá Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt.

Gjöfin stóra

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Mikil umræða fer nú fram um líffæragjöf vegna andláts Skarphéðins Andra Kristjánssonar. Saga hans er einstök en eins og flestir vita dó hann í kjölfar umferðarslyss og gaf líffæri sín til sex einstaklinga. Hann hafði velt þessu fyrir sér, tekið ákvörðun og rætt við fjölskylduna án þess að óa fyrir að kallið kæmi svo snemma.

Virðing forseta Alþingis!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Í helgarblaði Fréttablaðsins laugardaginn 25. janúar sl. er viðtal við forseta Alþingis, Einar K. Guðfinnsson. Þar beinir hann spjótum sínum enn og aftur að þeim þingmönnum sem voru annarrar skoðunar en hann sjálfur í Landsdómsmálinu. Það að Sjálfstæðismaðurinn Einar K. Guðfinnsson hafi óbreytta afstöðu til málsins er ekki frétt.

Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar?

Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis.

Verkóbarn

Guðni Rúnar Jónasson skrifar

Í gegnum tíðina hef ég stundum fengið símtal eftir að hafa borðað kvöldmat með fjölskyldunni eða lent í líflegum umræðum á netinu. Þegar ég svara að góðum sið „Guðni hér“ er enginn sem kynnir sig á hinum enda línunnar heldur hálf hreytir í mig; „Við erum þó allavega sammála um að það átti aldrei að loka Verkamannabústöðunum!“

Stúdentar líða fyrir lögbrot Illuga

Eva Brá Önnudóttir skrifar

Síðastliðið haust lagði Illugi Gunnarsson 1,5% niðurskurðarkröfu á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Því markmiði ætlaði hann að ná með því að hækka námsframvindukröfu sjóðsins í 22 einingar og þannig þrengja lántakendahópinn. Sú stefnubreyting varð að engu þegar námsmannahreyfingarnar kærðu þá framkvæmd og unnu fullnaðarsigur. Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins miðaði fjárframlag ríkisins til LÍN ekki við að lántakendahópurinn héldist óbreyttur heldur gerði það ráð fyrir fyrirhugaðri ólöglegri aðgerð Illuga.

Fjármálalæsi

Sölvi Sveinsson skrifar

Rannsóknir Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofnunar um fjármálalæsi, hafa sýnt að landsmenn eru illa að sér um fjármál, bæði ungir og aldnir. Allt of margir fá falleinkunn í könnunum Breka. Vitnisburður um fjármálaólæsi blasir við í fréttum flesta daga og er margsinnis ástæða fyrir ófarnaði einstaklinga. Og hvað er þá til ráða?

Virkjum drifkraft iðnaðar

Svana Helen Björnsdóttir skrifar

Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Vandaður undirbúningur málsins og markmið dugðu ekki til að skila samningunum alla leið. Næstu mánuði mun ríkja mikil óvissa á vinnumarkaði á Íslandi, því miður.

Að flytja lík, fanga og flugvelli

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Fimmtudaginn 23. janúar skoðaði ég gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu ásamt hópi áhugafólks. Leiðsögn var í höndum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfræðings og Heimis Janusarsonar, umsjónarmanns garðsins. Stórskemmtileg og fróðleg ganga sem Félag þjóðfræðinga skipulagði.

Borgarstjórn berst gegn friðlýsingu gamalla húsa!

Björn B. Björnsson skrifar

Við sem studdum núverandi meirihluta til valda í Reykjavík fyrir fjórum árum hefðum seint trúað því að sá meirihluti myndi nota krafta sína til að berjast gegn friðlýsingu gamalla húsa í miðborginni. En sú er því miður raunin.

Siðadómar um nemendur?

Henry Alexander Henrysson skrifar

Í lögum um grunnskóla segir að námið eigi að efla borgaravitund, sjálfsvitund og siðgæðisvitund nemenda. Ég hef ekki rekist á neina umræðu um að þessi lagabókstafur sé óraunhæfur. Á tyllidögum halda skólastjórar og skólameistarar ræður þar sem þeir minna á kjarna menntunar sem felst í þroska nemenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. Áheyrendur kinka iðulega kolli.

Hestaskál á nokkrum erlendum tungumálum

Halldór Þorsteinsson skrifar

Það má merkilegt heita að bæði á frönsku og ítölsku ríkir nokkuð svipaður hugsunarháttur um þetta og hjá okkur Íslendingum, enda tengist hann beint eða óbeint hestamennsku eða nánar til tekið reiðtygjum. Frakkar segja „un coup d‘étrier“, þ.e. „ístaðsstaup“. „Étrier“ merkir ístað. Á sama hátt segja Ítalir „un bicchiere della stalla“.

Gjaldeyrishöft og glötuð tækifæri

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur í vikunni fjallað um gjaldeyrishöftin frá ýmsum hliðum. Í fréttaskýringu í Markaðnum kom fram að erfitt væri að mæla nákvæmlega kostnað íslenzks viðskiptalífs af höftunum. Hann felst ekki sízt í glötuðum tækifærum, af því að íslenzkir fjárfestar eru fastir innan haftanna og erlendir hætta sér ekki inn fyrir þau.

Eins og hundur á roði

Ólafur Valsson skrifar

Alþingi hefur nú tekið til umfjöllunar flutning á raforku og flutningskerfi sérstaklega með tilliti til notkunar jarðstrengja. Rétt er því að halda til haga hversu hratt hefur molnað undan málflutningi Landsnets í umræðunni um flutningskerfi raforku á undanförnum mánuðum.

Gleymda lögsögubeltið

Bjarni Már Magnússon skrifar

Mikið er rætt um Norðurslóðir og þau tækifæri og ógnir sem stafa af hlýnun jarðar af mannavöldum. Í þá umræðu vantar oft nákvæmni. Verður hér bent á eitt atriði sem Alþingi ætti að taka til umhugsunar og í framhaldinu leiða í lög til að bregðast við þeim breytingum sem eru að eiga sér stað.

Enn stendur álfakirkjan

Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir skrifar

Á sunnudaginn lá leið mín í Gálgahraunið til að berja augum hraunflákana sem fjaðrafokið hefur staðið um. Mig langaði að skoða þetta svæði sem öldungar höfuðborgarinnar hafa lagt sig í líma við að vernda. Eftir að hafa horft á fréttir af lögreglu að bera silfurhært fólki af vettvangi mótmæla og hlustað á fréttir af lögsóknum á hendur hinum öldruðu langaði mig til að vita um hvað þessi styr stæði.

Er rödd stúdenta þögnuð?

Bjartur Steingrímsson skrifar

Næstkomandi haust stendur til að hækka skrásetningargjöld í Háskóla Íslands og aðra opinbera háskóla um 25% eða úr 60 í 75 þúsund krónur. Þetta er önnur hækkunin á þrem árum og þýðir að gjöldin hafa hækkað um 67% frá árinu 2010. Á hinn bóginn nemur niðurskurður til háskólakerfisins samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs um 530 milljónum til viðbótar

Samgöngumál. Vestmannaeyjahöfn – Landeyjahöfn

Kristján G. Eggertsson skrifar

Undirritaður er áhugamaður um samgöngumál við Vestmannaeyjar og hefur starfað með hópi áhugafólks að bættum samgöngum milli lands og Eyja undir slagorðunum HORFUM TIL FRAMTÍÐAR.

Nám í móðurmáli á ekki að vera valkvætt

Anna María Jónsdóttir skrifar

Hópur nemenda með annað móðurmál en íslensku fer stækkandi, en fær þó ekki kennslu í sínu móðurmáli nema að litlu leyti. Hingað til hefur móðurmálskennsla verið valkvæð nema ef undan er skilin kennsla í sænsku, norsku og pólsku. Nemendur sem sækja tíma í framangreindum tungumálum eru þá undanskildir námi í dönsku.

Að gefnu tilefni

Guðrún Nordal skrifar

Ég set niður þessi orð að gefnu tilefni. Í fámenninu hér á landi telur fólk sig vita stjórnmálaskoðanir annarra og jafnvel afstöðu til einstakra mála, án þess að hafa nokkurn tíma hitt viðkomandi. Við erum öll dregin í dilka, jafnvel þó að við höfum ekkert ákveðið mark í eyra. Ég er óflokksbundin og hef aldrei komið nálægt starfi stjórnmálaflokks, en ég neyti að sjálfsögðu kosningarréttar míns.

Hver er fasteignasali?

Einar G. Harðarson skrifar

Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fasteignasalar sem eru um 200 aðilar með full réttindi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-einingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðaleinkunnar að lágmarki sjö.

2+1 = fjöldi mannslífa

Ingimundur Gíslason skrifar

Hörmuleg dauðaslys í umferðinni undanfarnar vikur vekja til umhugsunar um ástand þjóðvega á Íslandi. Fjögur ungmenni hafa látið lífið þegar bílar úr gagnstæðri átt skullu saman. Ef bílunum hefði verið ekið á svokölluðum 2+1 vegi með vegriði á milli akbrauta í gagnstæða átt er líklegt að afleiðingar slysanna hefðu orðið allt aðrar.

Lélegt leiguhúsnæði er braggar nútímans

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Nú er ástandið á húsnæðismarkaði þannig að sumir líkja því við þá erfiðu tíma þegar fjölmargar fjölskyldur bjuggu í herbröggum sem byggðir voru hér af Bretum á stríðsárunum. Efnaminni einstaklingar og fjölskyldur þurfa í sumum tilfellum að greiða háa leigu fyrir lélegt húsnæði sem ekki var hannað til búsetu. Mikill skortur á hagkvæmu

Skyrinu slett á annarra kostnað?

Þórólfur Matthíasson skrifar

Í Fréttablaðinu 24. janúar sl. er sagt frá því að Mjólkursamsalan hafi uppi áætlanir um að framleiða skyr í Bandaríkjum Norður-Ameríku og nota til þess íslenskt undanrennuduft.

Áfram þú

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Ég vil ekki vera flokkaður með þeim sem nauðga. Ég vil ekki vera flokkaður með þeim sem beita heimilisofbeldi. Ég vil ekki vera flokkaður með þeim sem hafa ekki trú á konum í forystusæti. Það eru nauðgarar sem nauðga, aumingjar sem beita heimilisofbeldi og fáfróðir sem hafa ekki trú á konum í forystusæti. Að setja mig í flokk með þessum aðilum

Innflytjendur eru tækifæri ekki ógn

Elín Hirst skrifar

Hvar sem komið er í heiminum, og spurt hverjir standi best að málefnum hælisleitenda er Noregur nefndur til sögunnar. Íslensk stjórnvöld hafa nú leitað í smiðju Norðmanna hvað varðar málefni hælisleitenda og er það vel.

Hinir eitruðu kokkteilar

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Nefnd forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á fjárskuldbindingum hefur skilað áliti. Í áliti sínu kemst nefndin svo að orði – í endursögn fjölmiðla – að innleiðing 40 ára verðtryggðra húsnæðislána hafi verið "eitraður kokkteill“.

Tímabilið eftir fæðingarorlof og fram að leikskóla – lausnir

Dóra Magnúsdóttir skrifar

Flestum foreldrum ungra barna er það léttir þegar barninu er boðið pláss á leikskóla og dagmömmustiginu svokallaða lýkur. Sumir eiga í litlum vandræðum með að finna dagmömmu, finna hana í hverfinu meðan aðrir skottast borgarhverfa á milli og enn aðrir fá einfaldlega ekki dagmömmu. Það er margt sem gerir þetta tímabil erfitt en mikilvægt

Fjármögnun þjóðgarðs; er náttúrupassi rétta leiðin?

Snorri Baldursson skrifar

Sem þjóðgarðsvörður hef ég velt vöngum yfir því hvernig fjármagna megi uppbyggingu Vatnajökulsþjóðgarðs svo að hann geti tekið sómasamlega á móti gestum sínum. Þjóðgarðurinn varð fimm ára sl. vor og spannar nú um 13.920 km2 lands. Frá stofnun hefur verið unnið að uppbyggingu innviða, merkingu aðkomuleiða og staða og gerð fræðsluefnis.

Sóun í húsnæðismálum

Logi Már Einarsson skrifar

Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um húsnæðismál Íslendinga. Æ fleiri eiga í vandræðum með að koma sér upp viðunandi þaki yfir höfuðið. Fjölmargir búa í húsum sem vart geta talist mannabústaðir. Vegna húsnæðiseklu veigra byggingaryfirvöld sér við því að beita úrræðum vegna ólöglegra íbúða en framfylgja þó samviskulega nýrri og mjög hertri byggingareglugerð.

Lækkum skatta og aukum kaupmátt

Elí Úlfarsson skrifar

Nú liggja fyrir nýir kjarasamningar samtaka launþega á almennum vinnumarkaði og vinnuveitenda. Fólk er að vonum missátt við þær kjarabætur sem því er lofað. Talað er um að launahækkanir séu of litlar og að lægstu laun þyrftu að hækka mun meira svo einhver dæmi séu nefnd

„Sektuð vegna gjafar frá frænku“

Vala Valtýsdóttir skrifar

Íslendingur getur ekki móttekið peningagjöf í erlendum gjaldeyri nema eiga hann á bankareikningi á Íslandi.

Betri innflytjendastefna

Ólafur Stephensen skrifar

Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum, sem meðal annars eru hugsaðar til að bregðast við mikilli fjölgun hælisleitenda á Íslandi síðustu tvö ár, eru til mikilla bóta.

Líf með reisn

Rannveig Guðmundsdóttir skrifar

Mér hefur alltaf fundist saga Kópavogs falleg. Sagan um það þegar ríkisjarðirnar Digranes og Kópavogur voru teknar úr ábúð og þeim deilt upp í nýbýli og garðlönd í kreppunni miklu á síðustu öld. Þannig var atvinnulausu og tekjulágu fólki gefinn möguleiki á að rækta sér til viðurværis. Seinna gafst dugmiklu fólki færi á að byggja sér

Blekkingar Eyjólfs Árna Rafnssonar, forstjóra Mannvits

Gísli Már Gíslason skrifar

Eyjólfur Árni Rafnsson skrifaði grein í Fréttablaðið 24. janúar sl. undir heitinu Norðlingaölduveita – söguleg þróun og nokkrar staðreyndir. Því miður fer Eyjólfur Árni rangt með helstu staðreyndir í þessu máli og ætla ég að nefna tvær sem eru lykilatriði.

Gefið með annarri hendinni – tekið með hinni

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar

Um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Sjúkratryggingum um greiðslu á notkun fyrir hin ýmsu hjálpartæki. Nú er það yfirlýst stefna stjórnvalda í málefnum aldraðra, að stuðla að því að eldri borgarar geti búið heima hjá sér sem lengst. Og vissulega er það líka það sem flestir aldraðir vilja á meðan heilsan leyfir. En þegar heilsan bilar eða fólk fer að

Framsókn ráðalaus í húsnæðismálum

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Hún er rýr, Framsóknarskýrslan sem kynnt var í vikunni um húsnæðismál. Þrátt fyrir fögur kosningafyrirheit um afnám verðtryggingarinnar blasir nú við að ekki verði farið í þá vegferð, nema að takmörkuðu leyti. Stuttum níu mánuðum eftir loforðaflauminn hefur Framsóknarflokkurinn nú rekið sig á það sem margoft hefur verið bent á af talsmönnum

Á Ísland samleið með alræðisvaldhöfum?

Þórdís Hauksdóttir skrifar

Á sama tíma og íslenskir valdhafar auka samkrull við kínversk stjórnvöld hafa þingmenn Evrópuþings farið ýtarlega yfir heimildir sem sýna fram á gróðabrask sömu stjórnvalda með líffæri úr eigin fólki. Niðurstaða Evrópuþingmannanna var nær einróma samþykkt þingsályktunar 12. desember sl. sem fordæmir líffærastuldi (e. forced organ harvesting) Kínastjórnar og hvetur öll aðildarríki til hins sama.

Vaxtabætur skornar niður við trog!

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að ræða stöðu þeirra sem bera byrðar vegna íbúðaskulda á Íslandi. Einn er þó sá þáttur þeirra mála sem furðu litla athygli hefur fengið og það er beinn stuðningur ríkisins við tekjulágar fjölskyldur í þessari stöðu gegnum vaxtabótakerfið.

Kynslóðaósáttin – I Hluti

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar

Í kynningu á áformum ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar kom fram að aðgerðin væri liður í sátt á milli kynslóða. En svo er ekki raunin heldur hefur hið gagnstæða komið á daginn. Við nánari athugun á fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar ætlar hún að traðka á hagsmunum ungu kynslóðarinnar til að stuðla að meintri upprisu millistéttarinnar.

Stríð og friður

Eygló Harðardóttir skrifar

Norræn ríki hafa í þúsund ár ýmist átt samstarf, herjað innbyrðis, gengið í bandalög eða hernumið hvert annað. Þann 14. janúar var haldið upp á að Norðurlöndin hafa ekki strítt sín á milli í 200 ár. Þennan dag árið 1814 undirrituðu Danir og Svíar sáttmála um frið í Kiel í Þýskalandi, í kjölfar ósigurs Dana í Napóleonsstríðunum. Danir létu Noreg í hendur

Sjá næstu 50 greinar