Húsafriðun við Ingólfstorg Páll Hjaltason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að gera athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa gömlu timburhúsin umhverfis Ingólfstorg. Það er eðlilegt að einhverjir séu undrandi vegna þessa og því nauðsynlegt að útskýra afstöðu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hún heyrir til undantekninga en þetta mál er nokkuð flókið eins og skipulagsmál gjarnan eru. Í fyrsta lagi eru húsin þegar friðuð. Öll timburhúsin við Ingólfstorg og Vallarstræti eru friðuð sökum aldurs eins og kveðið er á um í lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Það er eitt og sér í raun fullnægjandi og friðlýsing felur ekki í sér meiri húsvernd. Þar að auki er Reykjavíkurborg hlynnt friðun eldri húsa sem lýsir sér m.a. í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30. Þar kemur fram að á miðborgarsvæðinu innan Hringbrautar er hverfisvernd sem tekur m.a. til byggðaheilda. Með hverfisvernd er átt við að borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að vernda sérkenni eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja án þess að um friðun sé að ræða samkvæmt öðrum lögum.Ekkert samráð Nýtt deiliskipulag hefur verið gert fyrir Landsímareitinn á grunni vinningstillögu úr alþjóðlegri arkitektasamkeppni. Þar kemur fram að ekkert timburhús á reitnum verður rifið eða fjarlægt en samkvæmt eldra skipulagi áttu öll húsin við Vallarstræti að víkja. Reykjavíkurborg hefur þar með tryggt að öll gömlu timburhúsin munu standa áfram sem hluti af þeirri sögulegu byggð sem rammar inn Ingólfstorg. Í öðru lagi var margt óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls hjá Minjastofnun Íslands. Húsafriðunarnefnd, sem er stofnuninni til ráðgjafar, sneri t.d. við sínum fyrri samþykktum þar sem ekki var talin ástæða til að friðlýsa umrædd hús. Í lögum um menningarminjar segir þó að fyrri ákvarðanir nefndarinnar skuli halda gildi sínu. Þá hafði Minjastofnun ekkert samráð við Reykjavíkurborg þrátt fyrir að vera það skylt. Að lokum má nefna að það er álitamál hvort fundur húsafriðunarnefndar hafi verið löglegur þegar ákvörðun var tekin um að mæla með friðlýsingu húsanna. Það er óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins. Þess vegna gerir Reykjavíkurborg athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu þessara húsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að gera athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa gömlu timburhúsin umhverfis Ingólfstorg. Það er eðlilegt að einhverjir séu undrandi vegna þessa og því nauðsynlegt að útskýra afstöðu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hún heyrir til undantekninga en þetta mál er nokkuð flókið eins og skipulagsmál gjarnan eru. Í fyrsta lagi eru húsin þegar friðuð. Öll timburhúsin við Ingólfstorg og Vallarstræti eru friðuð sökum aldurs eins og kveðið er á um í lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Það er eitt og sér í raun fullnægjandi og friðlýsing felur ekki í sér meiri húsvernd. Þar að auki er Reykjavíkurborg hlynnt friðun eldri húsa sem lýsir sér m.a. í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30. Þar kemur fram að á miðborgarsvæðinu innan Hringbrautar er hverfisvernd sem tekur m.a. til byggðaheilda. Með hverfisvernd er átt við að borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að vernda sérkenni eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja án þess að um friðun sé að ræða samkvæmt öðrum lögum.Ekkert samráð Nýtt deiliskipulag hefur verið gert fyrir Landsímareitinn á grunni vinningstillögu úr alþjóðlegri arkitektasamkeppni. Þar kemur fram að ekkert timburhús á reitnum verður rifið eða fjarlægt en samkvæmt eldra skipulagi áttu öll húsin við Vallarstræti að víkja. Reykjavíkurborg hefur þar með tryggt að öll gömlu timburhúsin munu standa áfram sem hluti af þeirri sögulegu byggð sem rammar inn Ingólfstorg. Í öðru lagi var margt óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls hjá Minjastofnun Íslands. Húsafriðunarnefnd, sem er stofnuninni til ráðgjafar, sneri t.d. við sínum fyrri samþykktum þar sem ekki var talin ástæða til að friðlýsa umrædd hús. Í lögum um menningarminjar segir þó að fyrri ákvarðanir nefndarinnar skuli halda gildi sínu. Þá hafði Minjastofnun ekkert samráð við Reykjavíkurborg þrátt fyrir að vera það skylt. Að lokum má nefna að það er álitamál hvort fundur húsafriðunarnefndar hafi verið löglegur þegar ákvörðun var tekin um að mæla með friðlýsingu húsanna. Það er óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins. Þess vegna gerir Reykjavíkurborg athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu þessara húsa.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar