Húsafriðun við Ingólfstorg Páll Hjaltason skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að gera athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa gömlu timburhúsin umhverfis Ingólfstorg. Það er eðlilegt að einhverjir séu undrandi vegna þessa og því nauðsynlegt að útskýra afstöðu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hún heyrir til undantekninga en þetta mál er nokkuð flókið eins og skipulagsmál gjarnan eru. Í fyrsta lagi eru húsin þegar friðuð. Öll timburhúsin við Ingólfstorg og Vallarstræti eru friðuð sökum aldurs eins og kveðið er á um í lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Það er eitt og sér í raun fullnægjandi og friðlýsing felur ekki í sér meiri húsvernd. Þar að auki er Reykjavíkurborg hlynnt friðun eldri húsa sem lýsir sér m.a. í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30. Þar kemur fram að á miðborgarsvæðinu innan Hringbrautar er hverfisvernd sem tekur m.a. til byggðaheilda. Með hverfisvernd er átt við að borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að vernda sérkenni eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja án þess að um friðun sé að ræða samkvæmt öðrum lögum.Ekkert samráð Nýtt deiliskipulag hefur verið gert fyrir Landsímareitinn á grunni vinningstillögu úr alþjóðlegri arkitektasamkeppni. Þar kemur fram að ekkert timburhús á reitnum verður rifið eða fjarlægt en samkvæmt eldra skipulagi áttu öll húsin við Vallarstræti að víkja. Reykjavíkurborg hefur þar með tryggt að öll gömlu timburhúsin munu standa áfram sem hluti af þeirri sögulegu byggð sem rammar inn Ingólfstorg. Í öðru lagi var margt óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls hjá Minjastofnun Íslands. Húsafriðunarnefnd, sem er stofnuninni til ráðgjafar, sneri t.d. við sínum fyrri samþykktum þar sem ekki var talin ástæða til að friðlýsa umrædd hús. Í lögum um menningarminjar segir þó að fyrri ákvarðanir nefndarinnar skuli halda gildi sínu. Þá hafði Minjastofnun ekkert samráð við Reykjavíkurborg þrátt fyrir að vera það skylt. Að lokum má nefna að það er álitamál hvort fundur húsafriðunarnefndar hafi verið löglegur þegar ákvörðun var tekin um að mæla með friðlýsingu húsanna. Það er óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins. Þess vegna gerir Reykjavíkurborg athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu þessara húsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur verið gagnrýnd fyrir að gera athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um að friðlýsa gömlu timburhúsin umhverfis Ingólfstorg. Það er eðlilegt að einhverjir séu undrandi vegna þessa og því nauðsynlegt að útskýra afstöðu skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Hún heyrir til undantekninga en þetta mál er nokkuð flókið eins og skipulagsmál gjarnan eru. Í fyrsta lagi eru húsin þegar friðuð. Öll timburhúsin við Ingólfstorg og Vallarstræti eru friðuð sökum aldurs eins og kveðið er á um í lögum um menningarminjar nr. 80/2012. Það er eitt og sér í raun fullnægjandi og friðlýsing felur ekki í sér meiri húsvernd. Þar að auki er Reykjavíkurborg hlynnt friðun eldri húsa sem lýsir sér m.a. í samþykktu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-30. Þar kemur fram að á miðborgarsvæðinu innan Hringbrautar er hverfisvernd sem tekur m.a. til byggðaheilda. Með hverfisvernd er átt við að borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að vernda sérkenni eldri byggðar eða annarra menningarsögulegra minja án þess að um friðun sé að ræða samkvæmt öðrum lögum.Ekkert samráð Nýtt deiliskipulag hefur verið gert fyrir Landsímareitinn á grunni vinningstillögu úr alþjóðlegri arkitektasamkeppni. Þar kemur fram að ekkert timburhús á reitnum verður rifið eða fjarlægt en samkvæmt eldra skipulagi áttu öll húsin við Vallarstræti að víkja. Reykjavíkurborg hefur þar með tryggt að öll gömlu timburhúsin munu standa áfram sem hluti af þeirri sögulegu byggð sem rammar inn Ingólfstorg. Í öðru lagi var margt óeðlilegt við afgreiðslu þessa máls hjá Minjastofnun Íslands. Húsafriðunarnefnd, sem er stofnuninni til ráðgjafar, sneri t.d. við sínum fyrri samþykktum þar sem ekki var talin ástæða til að friðlýsa umrædd hús. Í lögum um menningarminjar segir þó að fyrri ákvarðanir nefndarinnar skuli halda gildi sínu. Þá hafði Minjastofnun ekkert samráð við Reykjavíkurborg þrátt fyrir að vera það skylt. Að lokum má nefna að það er álitamál hvort fundur húsafriðunarnefndar hafi verið löglegur þegar ákvörðun var tekin um að mæla með friðlýsingu húsanna. Það er óþolandi fyrir skipulagsyfirvald sveitarfélags að búa við óstöðuga og óþarfa stjórnsýslu af hálfu stofnana ríkisins. Þess vegna gerir Reykjavíkurborg athugasemdir við áform Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu þessara húsa.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun