Skoðun

Veljum Þorgerði í 3.- 4. sætið

Stuðningsmenn skrifar
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, býður sig fram í 3.- 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fram fer næstu helgi, dagana 7.- 8. febrúar.

Við undirrituð teljum Þorgerði vera frábæran kost fyrir borgarbúa.

Hún er fylgin sér, hefur yfirsýn yfir málefni, er skapandi og sýnir frumkvæði í verkum sínum. Hún hefur sýnt það og sannað að þau verkefni sem hún tekur að sér leggur hún mikinn metnað í. Má þar til dæmis vitna til þess mikla uppgangs sem nú er í Fimleikasambandi Íslands en Þorgerður gegnir nú formennsku sambandsins.

Þorgerður hefur góða þekkingu á verkalýðsmálum þar sem hún var um árabil formaður kennarafélags Reykjavíkur og er einnig mjög tengd inn í málefni verkmenntastétta og heilbrigðiskerfisins. Með það að leiðarljósi er henni vel treystandi til þess að hafa góða yfirsýn yfir mikilvæga þætti í lífi og tilveru borgarbúa; menntamál, íþróttastarf og verkmenntun hvort sem er innan fræðslusviðs, félags- eða heilbrigðisþjónustunnar.

Við viljum því hvetja þig, samfylkingarfélagi góður til að velja Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur á lista þeirra sem þú treystir best til að vinna að þessum málum á komandi kjörtímabili.

Elna Katrín Jónsdóttir, fyrverandi varaformaður KÍ og sérfræðingur í málefnum framhaldsskólakennara

Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands

Hörður J. Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands

Jónína Rós Guðmundsdóttir, deildarstjóri Norðlingaskóla

Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar




Skoðun

Sjá meira


×