Mannauður í skólastofum landsins, kjör kennara G. Svala Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Launamál kennara eru mikið í deiglunni þessa dagana. Framhaldsskólakennarar vilja leiðrétta laun sín sem komin eru úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem þau ættu að vera í. Það er dapurleg staðreynd að kennarar virðast vera læstir í tannhjóli tilgangsleysis, einhverskonar tómarúmi í launabaráttu sinni. Þeir setja fram eðlilegar launakröfur sem eru hundsaðar og þurfa þá að grípa til verkfallsaðgerða sem auðvitað bitna sárlega á nemendum. Þá virðist allur fagurgalinn sem stjórnvöld grípa til á tyllidögum vera eins og hjáróma timburmenn í fjarska. Þá er ekki verið að undirstrika mikilvægi menntunar fyrir börn og ungmenni landsins eða að mæra hlutverk kennarans. Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig stendur á þessu viðhorfi og því tvöfalda siðgæði sem menn hafa komið sér upp varðandi umræðuna um menntamál. Af hverju eru stjórnvöld að tala um mikilvægi menntunar um leið og þau undirstrika svo með aðgerðum sínum að þau meti vinnu kennara ekki mikils? Það sem venjulega er tíundað í umræðunni er, að það séu einfaldlega ekki til peningar. Það hafa alltaf ríkt gríðarleg blankheit í íslensku samfélagi þegar kemur að launum kennara. Það er alltaf slæmt efnahagsástand sem kemur í veg fyrir að kennarar njóti sannmælis eða eitthvert það ástand sem þeir, eins og reyndar fleiri hópar, eiga að taka ábyrgð á með því að stilla kröfum sínum í hóf. Þeir eiga að bíða betri tíma sem lætur á sér standa. Ef peningaástæðan er dregin frá umræðunni um laun kennara, hvað stendur þá eftir sem skýring á umræddu ástandi?Viðhorfsvandi? Getur verið að hér sé að hluta til um viðhorfsvanda að ræða? Gildismatið hér á landi virðist stundum vera um of vilhallt mikilfenglegum verkfræðilegum áætlunum, stórvirkum vinnuvélum, lögfræðilegu valdapoti, hátimbruðu viðskiptalífi, braski og bralli sem gefur eyri strax í dag. Áherslurnar í samfélaginu eru ekki á nógu húmanískum nótum. Það tilheyrir ekki íslenskri stórmennsku að leggja t.d. áherslu á kennslu. Kennsla er, þegar rétt er á spilum haldið, aðhlynning að börnum og ungmennum til framtíðar. Þar er verið að leiðbeina og veita innblástur og þegar best lætur tendra þá neista sem lifa með nemendum ævilangt. Þar er lögð áhersla á að ná fram hæfileikum hvers og eins og rækta þá eiginleika sem eiga nýtast sem best í lífi og starfi. Þetta starf er í dag háð því að fólk útvegi sér fimm ára sérmenntun sem er það sama og hjá mörgum öðrum háskólastéttum. Samt sem áður hvarflar að manni að kennarastarfið sé á Íslandi álitið framhald af gamla húsmæðrahlutverkinu. Nauðsynlegt, samt ósýnilegt, undursamlegt, samt sjálfsagt. Yljar um hjartarætur en samt fótum troðið við hvert tækifæri og ekki þessi virði að borga fyrir það sómasamleg laun. Þessi störf eiga að þrífast af sjálfu sér og launin eiga að felast í því hversu göfug þau eru. Þessu er öfugt farið á Norðurlöndum og í mörgum Evrópuríkjum þar sem kjör kennara eru mun betri en á Íslandi. Virðingin fyrir starfinu er einfaldlega meiri. Skyldi hluti skýringarinnar vera sú staðreynd að þessi lönd eiga sér lengri háskólahefðir í húmanískum fræðum? Að þegar við vorum að mjaka okkur út úr torfbæjunum þá sátu margir Evrópubúar á háskólabekk að nema t.d. heimspeki og samræðulist? Kannski hafa þessar aldagömlu háskólahefðir alið af sér annað verðmætamat en það sem ríkir á Íslandi. Einn angi skýringarinnar er hugsanlega sá að smæð landsins, fámenni og nýlendukúgun hafi ýtt undir minnimáttarkennd sem birtist í endalausum stórmennskudraumum. Í slíkum órum vill kjarninn gleymast. Hann er oftar en ekki fólginn í því smáa sem er í raun það stóra. Með því að rækta það verða mennirnir miklir. Það þarf að rækta mannauðinn í samfélaginu sjálfu. Hvar liggur sá auður ef ekki í skólum landsins. Er þessi þjóðarauður vanræktur í íslensku samfélagi með því að gera lítið úr störfum kennara? Það er nöturleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Launamál kennara eru mikið í deiglunni þessa dagana. Framhaldsskólakennarar vilja leiðrétta laun sín sem komin eru úr öllu samhengi við þann raunveruleika sem þau ættu að vera í. Það er dapurleg staðreynd að kennarar virðast vera læstir í tannhjóli tilgangsleysis, einhverskonar tómarúmi í launabaráttu sinni. Þeir setja fram eðlilegar launakröfur sem eru hundsaðar og þurfa þá að grípa til verkfallsaðgerða sem auðvitað bitna sárlega á nemendum. Þá virðist allur fagurgalinn sem stjórnvöld grípa til á tyllidögum vera eins og hjáróma timburmenn í fjarska. Þá er ekki verið að undirstrika mikilvægi menntunar fyrir börn og ungmenni landsins eða að mæra hlutverk kennarans. Það er eðlilegt að menn spyrji sig hvernig stendur á þessu viðhorfi og því tvöfalda siðgæði sem menn hafa komið sér upp varðandi umræðuna um menntamál. Af hverju eru stjórnvöld að tala um mikilvægi menntunar um leið og þau undirstrika svo með aðgerðum sínum að þau meti vinnu kennara ekki mikils? Það sem venjulega er tíundað í umræðunni er, að það séu einfaldlega ekki til peningar. Það hafa alltaf ríkt gríðarleg blankheit í íslensku samfélagi þegar kemur að launum kennara. Það er alltaf slæmt efnahagsástand sem kemur í veg fyrir að kennarar njóti sannmælis eða eitthvert það ástand sem þeir, eins og reyndar fleiri hópar, eiga að taka ábyrgð á með því að stilla kröfum sínum í hóf. Þeir eiga að bíða betri tíma sem lætur á sér standa. Ef peningaástæðan er dregin frá umræðunni um laun kennara, hvað stendur þá eftir sem skýring á umræddu ástandi?Viðhorfsvandi? Getur verið að hér sé að hluta til um viðhorfsvanda að ræða? Gildismatið hér á landi virðist stundum vera um of vilhallt mikilfenglegum verkfræðilegum áætlunum, stórvirkum vinnuvélum, lögfræðilegu valdapoti, hátimbruðu viðskiptalífi, braski og bralli sem gefur eyri strax í dag. Áherslurnar í samfélaginu eru ekki á nógu húmanískum nótum. Það tilheyrir ekki íslenskri stórmennsku að leggja t.d. áherslu á kennslu. Kennsla er, þegar rétt er á spilum haldið, aðhlynning að börnum og ungmennum til framtíðar. Þar er verið að leiðbeina og veita innblástur og þegar best lætur tendra þá neista sem lifa með nemendum ævilangt. Þar er lögð áhersla á að ná fram hæfileikum hvers og eins og rækta þá eiginleika sem eiga nýtast sem best í lífi og starfi. Þetta starf er í dag háð því að fólk útvegi sér fimm ára sérmenntun sem er það sama og hjá mörgum öðrum háskólastéttum. Samt sem áður hvarflar að manni að kennarastarfið sé á Íslandi álitið framhald af gamla húsmæðrahlutverkinu. Nauðsynlegt, samt ósýnilegt, undursamlegt, samt sjálfsagt. Yljar um hjartarætur en samt fótum troðið við hvert tækifæri og ekki þessi virði að borga fyrir það sómasamleg laun. Þessi störf eiga að þrífast af sjálfu sér og launin eiga að felast í því hversu göfug þau eru. Þessu er öfugt farið á Norðurlöndum og í mörgum Evrópuríkjum þar sem kjör kennara eru mun betri en á Íslandi. Virðingin fyrir starfinu er einfaldlega meiri. Skyldi hluti skýringarinnar vera sú staðreynd að þessi lönd eiga sér lengri háskólahefðir í húmanískum fræðum? Að þegar við vorum að mjaka okkur út úr torfbæjunum þá sátu margir Evrópubúar á háskólabekk að nema t.d. heimspeki og samræðulist? Kannski hafa þessar aldagömlu háskólahefðir alið af sér annað verðmætamat en það sem ríkir á Íslandi. Einn angi skýringarinnar er hugsanlega sá að smæð landsins, fámenni og nýlendukúgun hafi ýtt undir minnimáttarkennd sem birtist í endalausum stórmennskudraumum. Í slíkum órum vill kjarninn gleymast. Hann er oftar en ekki fólginn í því smáa sem er í raun það stóra. Með því að rækta það verða mennirnir miklir. Það þarf að rækta mannauðinn í samfélaginu sjálfu. Hvar liggur sá auður ef ekki í skólum landsins. Er þessi þjóðarauður vanræktur í íslensku samfélagi með því að gera lítið úr störfum kennara? Það er nöturleg niðurstaða.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun