Getur faðmlag fallið undir sjálfbærni? Dýrleif Skjóldal skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd erum við að vinna að nýrri skólanámskrá. Hún á að taka mið af lögum og reglugerðum, aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Í aðalnámskrá er kveðið á um að vinna skuli með svokallaða grunnþætti náms, sem eru: Læsi í víðum skilningi Sjálfbærni Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti Sköpun Einkunnarorð okkar skóla eru: Umhverfi – Umhyggja – Uppgötvun. Einnig er Álfaborg svonefndur „Grænfánaskóli“, þ.e. hefur fengið viðurkenningu Landverndar og FEE (Foundation for Environmental Education) fyrir að vera skóli á grænni grein. Það segir sig sjálft að þegar vinna þarf svona plagg í dagsins önn þá þarf að vera hægt að tengja það vinnunni. Því ákváðum við að nota þennan vetur í að vinna út frá einkunnarorðum okkar og tengja þau við grunnþættina og skrá niður á blað, hvernig hvert verkefni sem við förum í með börnunum, tengist þeim. Við ákváðum jafnframt að skipta árinu niður í tímabil þannig að í haust beindum við athyglinni að umhverfinu og nú að loknum jólum og fram undir páska beinist athygli okkar að umhyggjunni. Í vor og sumar verður það svo uppgötvunin sem fær athygli okkar. Þáttur barnanna er misjafn eftir aldri en þau eru höfð með í ráðum um val verkefnanna og útfærslu á þeim. Foreldrar hafa fengið kynningu á því hvað við erum að gera og munu, þegar samantekt á verkefnunum hefst, verða með í ráðum. Í ljós kom í haust að árleg verkefni eins og t.d. berjaferð, sultugerð, gönguferðir ýmiss konar, söfnun á laufum í haustlitum, þekking á eigin fjölskyldu og húsum, falla ákaflega vel að umhverfisþættinum og öllum grunnþáttunum. Það sem kannski var snúnara var að skoða hvort kynning á sjálfum sér, lita-, stafa- og tölustafaþekking gæti fallið að umhverfi og grunnþáttum? Þá þarf maður að velta því fyrir sér hvað fellur undir orðið umhverfi? Þarf einstaklingurinn ekki líka að vera læs á umhverfi sitt? Er sú grunnþekking að þekkja sjálfan sig, liti, stafi og tölur ekki fyrsta skrefið á þeirri braut? Það teljum við og því má segja að grunnþátturinn læsi í víðum skilningi smelli þar eins og flís við rass. Suma grunnþætti menntunar er auðvelt að sjá út úr verkefnunum en aðrir eru okkur ekki eins tamir. Sjálfbærni er einn af þeim sem starfsfólki, foreldrum og börnum er framandi. Hvað er það og er það eitthvað sem börn í leikskóla þurfa að læra? Sjálfbær þróun er nýlegt hugtak sem hvílir á þremur stoðum, efnahags-, félags- og umhverfisstoð (ég sé alltaf fyrir mér tertufat með þrem fótum sem mamma átti) og má segja að gangi út á það að við högum gerðum okkar í dag þannig að þær skemmi sem minnst möguleika fólks í framtíðinni. Ef einn eða tvo fætur vantar undir fatið þá hallar það og tertan getur runnið af og allt fer í klessu. Ef allir fæturnir eru brotnir af þá er tertufatið sannarlega ekki tilkomumikið og þá kakan ekki eins girnileg og hún ætti að vera, þ.e. hún sómir sér ekki á borðinu. Í sjálfu sér er ekki erfitt að vinna með hugtökin sjálfbærni og umhverfi. Ein af stoðunum í sjálfbærninni tengist umhverfinu beint. Við í leikskólanum höfum í raun gert það í öll þau ár sem leikskólinn hefur verið starfandi en að gera hugtakið tamt og sjá það í verkum okkar er það sem verkefni okkar gengur út á. Þegar við tínum lauf í haustlitum erum við ekki að ganga á trén og möguleika þeirra til að lifa af. Við erum heldur ekki að flytja inn föndurgerðarefni um langan veg þar sem farartæki sem flytja það menga og spilla möguleikum framtíðar barna til að lifa í hreinu landi/veröld, né að eyða fjármunum í að kaupa það! En hvernig tengjum við hugtökin sjálfbærni og umhyggju? Það er m.a verkefnið núna. Fyrir utan það að sýna leikskólabörnunum okkar umhyggju í daglegum störfum og námi þeirra þá er það líka okkar verkefni að kenna þeim að sýna umhyggju. Umhyggju gagnvart sjálfu sér, öðrum og öðru. Er faðmlag/knús sjálfbært? Hmm…Efnahagsstoðin laskast ekkert við það, það mengar ekki eða skemmir og það bætir samfélög. Það er mikilvægt fyrir eigin velferð og annarra. Já, ég myndi segja það. Faðmlag/knús er sjálfbært! Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert og þann dag erum við hvött til að vekja athygli á leikskólanum og starfi hans. Þann dag ætlum við í Álfaborg að sýna og selja brot af afrakstri vinnu okkar með umhyggju í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Við völdum að beina umhyggju okkar einnig yfir hnöttinn. Við viljum styrkja börn sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibylnum sem gekk yfir Filippseyjar í haust. Með umhyggju fyrir öðrum í huga hafa fæðst listaverk og innblásturinn að þeim höfum við sótt til einnar fremstu listakonu Filippseyja, Pacitu Abad (1946-2004) „konu litanna“ eins og hún var kölluð í listaheiminum. Sjá nánar á http://www.pacitaabad.com Það eru spennandi dagar fram undan en það má að vísu segja um alla daga í leikskóla. Þar er allt að gerast, allir eru með og enginn dagur eins. Fyrir hönd okkar í Álfaborg býð ég ykkur velkomin í Safnasafnið þann 6. febrúar kl.15-17 eða föstudaginn 7. feb. kl. 14-16. Dilla (Dýrleif Skjóldal leikskólakennari) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Í leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströnd erum við að vinna að nýrri skólanámskrá. Hún á að taka mið af lögum og reglugerðum, aðalnámskrá og skólastefnu sveitarfélagsins. Í aðalnámskrá er kveðið á um að vinna skuli með svokallaða grunnþætti náms, sem eru: Læsi í víðum skilningi Sjálfbærni Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti Sköpun Einkunnarorð okkar skóla eru: Umhverfi – Umhyggja – Uppgötvun. Einnig er Álfaborg svonefndur „Grænfánaskóli“, þ.e. hefur fengið viðurkenningu Landverndar og FEE (Foundation for Environmental Education) fyrir að vera skóli á grænni grein. Það segir sig sjálft að þegar vinna þarf svona plagg í dagsins önn þá þarf að vera hægt að tengja það vinnunni. Því ákváðum við að nota þennan vetur í að vinna út frá einkunnarorðum okkar og tengja þau við grunnþættina og skrá niður á blað, hvernig hvert verkefni sem við förum í með börnunum, tengist þeim. Við ákváðum jafnframt að skipta árinu niður í tímabil þannig að í haust beindum við athyglinni að umhverfinu og nú að loknum jólum og fram undir páska beinist athygli okkar að umhyggjunni. Í vor og sumar verður það svo uppgötvunin sem fær athygli okkar. Þáttur barnanna er misjafn eftir aldri en þau eru höfð með í ráðum um val verkefnanna og útfærslu á þeim. Foreldrar hafa fengið kynningu á því hvað við erum að gera og munu, þegar samantekt á verkefnunum hefst, verða með í ráðum. Í ljós kom í haust að árleg verkefni eins og t.d. berjaferð, sultugerð, gönguferðir ýmiss konar, söfnun á laufum í haustlitum, þekking á eigin fjölskyldu og húsum, falla ákaflega vel að umhverfisþættinum og öllum grunnþáttunum. Það sem kannski var snúnara var að skoða hvort kynning á sjálfum sér, lita-, stafa- og tölustafaþekking gæti fallið að umhverfi og grunnþáttum? Þá þarf maður að velta því fyrir sér hvað fellur undir orðið umhverfi? Þarf einstaklingurinn ekki líka að vera læs á umhverfi sitt? Er sú grunnþekking að þekkja sjálfan sig, liti, stafi og tölur ekki fyrsta skrefið á þeirri braut? Það teljum við og því má segja að grunnþátturinn læsi í víðum skilningi smelli þar eins og flís við rass. Suma grunnþætti menntunar er auðvelt að sjá út úr verkefnunum en aðrir eru okkur ekki eins tamir. Sjálfbærni er einn af þeim sem starfsfólki, foreldrum og börnum er framandi. Hvað er það og er það eitthvað sem börn í leikskóla þurfa að læra? Sjálfbær þróun er nýlegt hugtak sem hvílir á þremur stoðum, efnahags-, félags- og umhverfisstoð (ég sé alltaf fyrir mér tertufat með þrem fótum sem mamma átti) og má segja að gangi út á það að við högum gerðum okkar í dag þannig að þær skemmi sem minnst möguleika fólks í framtíðinni. Ef einn eða tvo fætur vantar undir fatið þá hallar það og tertan getur runnið af og allt fer í klessu. Ef allir fæturnir eru brotnir af þá er tertufatið sannarlega ekki tilkomumikið og þá kakan ekki eins girnileg og hún ætti að vera, þ.e. hún sómir sér ekki á borðinu. Í sjálfu sér er ekki erfitt að vinna með hugtökin sjálfbærni og umhverfi. Ein af stoðunum í sjálfbærninni tengist umhverfinu beint. Við í leikskólanum höfum í raun gert það í öll þau ár sem leikskólinn hefur verið starfandi en að gera hugtakið tamt og sjá það í verkum okkar er það sem verkefni okkar gengur út á. Þegar við tínum lauf í haustlitum erum við ekki að ganga á trén og möguleika þeirra til að lifa af. Við erum heldur ekki að flytja inn föndurgerðarefni um langan veg þar sem farartæki sem flytja það menga og spilla möguleikum framtíðar barna til að lifa í hreinu landi/veröld, né að eyða fjármunum í að kaupa það! En hvernig tengjum við hugtökin sjálfbærni og umhyggju? Það er m.a verkefnið núna. Fyrir utan það að sýna leikskólabörnunum okkar umhyggju í daglegum störfum og námi þeirra þá er það líka okkar verkefni að kenna þeim að sýna umhyggju. Umhyggju gagnvart sjálfu sér, öðrum og öðru. Er faðmlag/knús sjálfbært? Hmm…Efnahagsstoðin laskast ekkert við það, það mengar ekki eða skemmir og það bætir samfélög. Það er mikilvægt fyrir eigin velferð og annarra. Já, ég myndi segja það. Faðmlag/knús er sjálfbært! Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert og þann dag erum við hvött til að vekja athygli á leikskólanum og starfi hans. Þann dag ætlum við í Álfaborg að sýna og selja brot af afrakstri vinnu okkar með umhyggju í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Við völdum að beina umhyggju okkar einnig yfir hnöttinn. Við viljum styrkja börn sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibylnum sem gekk yfir Filippseyjar í haust. Með umhyggju fyrir öðrum í huga hafa fæðst listaverk og innblásturinn að þeim höfum við sótt til einnar fremstu listakonu Filippseyja, Pacitu Abad (1946-2004) „konu litanna“ eins og hún var kölluð í listaheiminum. Sjá nánar á http://www.pacitaabad.com Það eru spennandi dagar fram undan en það má að vísu segja um alla daga í leikskóla. Þar er allt að gerast, allir eru með og enginn dagur eins. Fyrir hönd okkar í Álfaborg býð ég ykkur velkomin í Safnasafnið þann 6. febrúar kl.15-17 eða föstudaginn 7. feb. kl. 14-16. Dilla (Dýrleif Skjóldal leikskólakennari)
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar