Hamingja handa þér! Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 06:00 Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Segja má að Íslendingar hafi skyndilega orðið ein hamingjusamasta þjóð heims kringum 1995 þegar rannsóknir birtust þess efnis. Viðbrögðin hér voru á mjög skeptískum nótum, sem von var enda notum við mikið af þunglyndislyfjum. Á Alþjóðlega hamingjudeginum, 20. mars næstkomandi, ætlar Dr. Ruut Veenhoven, frumkvöðull í hamingjurannsóknum, að koma til landsins og segja okkur hvers vegna við mælumst svona há. Hann ætlar að fræða okkur um hvað einkennir þau samfélög þar sem flestir mælast hamingjusamir en hann hefur í áratugi verið að safna gögnum um hamingju hinna ólíkustu samfélaga og heldur utan um tölfræðibankann „The World database of happiness“ sem er staðsettur í Hollandi. Veenhoven er félagssálfræðingur og heldur því fram að umhverfið skipti meira máli en við höldum um það hvort við höfum aðstæður eða tækifæri til að geta verið hamingjusöm. Hann heldur því jafnvel fram að hægt sé að skýra 75% af hamingju okkar eða óhamingju eftir samfélagsgerðinni sem við tilheyrum. Rannsóknir hans hafa m.a. sýnt að hamingjusamir lifa lengur, eru heilsubetri, virkari í einkalífinu og tilbúnari til þátttöku í samfélagsverkefnum. Að þeir eru í betri hjónaböndum og eru síður frá vinnu vegna veikinda. Dr. Ruut ritstýrir tímaritinu „The Journal of Happiness Studies“ sem hann stofnaði og er aðgengilegt á Landsbókasafni Íslands og í dag er heil rannsóknardeild í Erasmus University of Rotterdam að rannsaka hamingjuna og byggir á verkum Ruuts Veenhoven. Hann vill beina því til stjórnvalda, stjórnenda og til skólayfirvalda að það sé á þeirra ábyrgð að skapa aðstæður þar sem einstaklingar hafa forsendur til að geta orðið hamingjusamir. Hann heldur því fram að fjárhagslegur ávinningur sé fyrir fyrirtæki og samfélög að hamingja sé sem víðtækust. Rannsóknir hans hafa verið innblástur fyrir marga leiðtoga heimsins og Sameinuðu þjóðirnar eru að hvetja leiðtoga til að styðjast ekki bara við hagvöxt heldur einnig hamingju- og velferðarmælingar til að meta framþróun. Annað sem skýrir hamingjuna skv. Veenhoven eru erfðir, lærð hegðun, eigin viðhorf og ákvarðanir, heppni og félagsleg staða og í þessari röð. Við ráðum vissulega engu varðandi erfðamengið, getum stundum haft áhrif á félagslega stöðu og við getum tamið okkur að horfa jákvætt fram á veginn. Ótti, streita og einmanaleiki hafa neikvæð áhrif á heilsu og hamingju. Það sem helst fer saman við það að upplifa sig hamingjusaman skv. rannsóknum er það að vera ekki mikið einn, vera í uppbyggilegum samskiptum, temja sér þakklæti og velvild til samferðamanna, hafa skuldbindingu, tilgang og ástríðu fyrir því sem maður gerir og temja sér heilbrigða lífshætti. Taktu frá Alþjóðlega hamingjudaginn 20. mars. Málþing verður þá haldið Dr. Ruut Veenhoven til heiðurs í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14-16. Þar munu einnig verða kynntar niðurstöður íslenskra fræðimanna á mælingum á hamingjunni og er aðgangur ókeypis. Höfundur er stofnandi félags um jákvæða sálfræði og er í undirbúningshópi fyrir Alþjóðlega hamingjudaginn.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar