Um aðalnámskrá og úrtölur Hilmar Hilmarsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í grein Henrys Alexanders Henryssonar í Fréttablaðinu 31. janúar er því haldið fram að ýmsir þeir sem látið hafa í sér heyra um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla hafi takmarkaðan skilning á lykilhugtökum í námskránni. Mér finnst ég hafa ástæðu til að taka þessa sneið til mín. Ástæðan er sú að þann 22. janúar var eitt og annað haft eftir mér um námsmat og einkunnagjöf eins og því er lýst í námskránni. Vissulega var sú umfjöllun takmörkuð. Mig langar í þessu greinarkorni til að skýra eilítið betur viðhorf mín til námskrárinnar þótt til þess þyrfti lengra mál en hér er pláss fyrir. Ég hygg að það sé rétt hjá Henry að engum hafi dottið í hug að nemendur yrðu flokkaðir siðferðilega hæfir eða óhæfir í grunnskólum. En að halda því fram að hvergi sé ýjað að slíku í námskránni er að mínu viti hæpið. Á bls. 55 í aðalnámskránni segir m.a.: „Vissa þætti í menntun í grunnskóla er erfitt að meta. Dæmi um slíka þætti eru siðgæði og siðferðileg viðhorf, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, borgaravitund, sjálfbærni og heilbrigði. Skólar skulu sjálfir móta leiðir til að meta slíka þætti….“ Ég skil þetta þannig að skólar skuli móta leiðir til að meta siðgæði og siðferðileg viðhorf nemenda. Kannski má bera mér á brýn takmarkaðan skilning á þessari málsgrein en með tilliti til þess sem áður sagði, að það hafi trúlega aldrei verið ætlun eins eða neins að flokka nemendur eftir siðferði þá held ég að nær sé áfellast þá, sem senda frá sér þessu lík fyrirmæli til grunnskólanna, fyrir takmarkaða nákvæmni í orðavali. Önnur dæmi mætti nefna þar sem gert virðist ráð fyrir að þættir sem telja verður persónuleikabundna, s.s. sjálfsmynd, eigi að vera viðfang námsmats í grunnskólum. Eyða verður öllum vafa um að einkunnir eða annars konar vitnisburðir fyrir þess háttar rati ekki inn á útskriftarskírteini. En síst af öllu vil ég gerast úrtölumaður þess að skólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að efla borgaravitund og styrkja sjálfsmynd nemenda sinna og kenna þeim sæmilega siði.Marki skýra og færa leið Ég, líkt og allt annað skólafólk sem ég hef rætt við um hina nýju námskrá, fagna þeirri áherslubreytingu sem í henni er að finna og kristallast í hugmyndinni um framsetningu hæfniviðmiða og ég þykist hafa talsverðan skilning á því að hæfnin sé ofin úr þekkingu og leikni. Ég tel hins vegar að útfærsla þessara hugmynda sé ekki sem skyldi (og hugtakanotkun reyndar ekki heldur) og ég tel að námskráin gegni ekki vel því hlutverki sem lýst er í henni sjálfri og er m.a. að tryggja samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu sameiginlegrar menntastefnu. (bls. 11). Til dæmis er sú þekking sem stefnt er að einatt fremur flausturslega skilgreind. Hugmyndin á bakvið fjórskiptan einkunnakvarða er líka illa rökstudd en þar með er svo sem ekki sagt að hún sé slæm. Þá má nefna að hæfni sem lýst er og sagt að nemendur eigi að geta náð er á köflum svo stórfengleg að höfundum getur varla verið sjálfrátt. Þegar stjórnvöld senda frá sér aðalnámskrá sem ætlað er að stýra námi og stuðla að sem bestri menntun barna í skyldunámi er afar brýnt að þau segi það sem þau meina og meini það sem þau segja. Hugtakanotkun verður að vera markviss og vafaatriði eins fá og kostur er. Markmið og hugmyndir verða að vera í samræmi við þann vettvang þar sem útfærsla þeirra á sér stað og þann tíma sem til ráðstöfunar er. Aðalnámskrá má nefnilega ekki bara vera skólapólitískt manífestó – hún verður líka að marka kennurum skýra og færa leið við skipulagningu daglegs skólastarfs. Því miður er erfitt að halda því fram að fyrirliggjandi aðalnámskrá uppfylli þær kröfur nægilega vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Sjá meira
Í grein Henrys Alexanders Henryssonar í Fréttablaðinu 31. janúar er því haldið fram að ýmsir þeir sem látið hafa í sér heyra um nýja aðalnámskrá fyrir grunnskóla hafi takmarkaðan skilning á lykilhugtökum í námskránni. Mér finnst ég hafa ástæðu til að taka þessa sneið til mín. Ástæðan er sú að þann 22. janúar var eitt og annað haft eftir mér um námsmat og einkunnagjöf eins og því er lýst í námskránni. Vissulega var sú umfjöllun takmörkuð. Mig langar í þessu greinarkorni til að skýra eilítið betur viðhorf mín til námskrárinnar þótt til þess þyrfti lengra mál en hér er pláss fyrir. Ég hygg að það sé rétt hjá Henry að engum hafi dottið í hug að nemendur yrðu flokkaðir siðferðilega hæfir eða óhæfir í grunnskólum. En að halda því fram að hvergi sé ýjað að slíku í námskránni er að mínu viti hæpið. Á bls. 55 í aðalnámskránni segir m.a.: „Vissa þætti í menntun í grunnskóla er erfitt að meta. Dæmi um slíka þætti eru siðgæði og siðferðileg viðhorf, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, borgaravitund, sjálfbærni og heilbrigði. Skólar skulu sjálfir móta leiðir til að meta slíka þætti….“ Ég skil þetta þannig að skólar skuli móta leiðir til að meta siðgæði og siðferðileg viðhorf nemenda. Kannski má bera mér á brýn takmarkaðan skilning á þessari málsgrein en með tilliti til þess sem áður sagði, að það hafi trúlega aldrei verið ætlun eins eða neins að flokka nemendur eftir siðferði þá held ég að nær sé áfellast þá, sem senda frá sér þessu lík fyrirmæli til grunnskólanna, fyrir takmarkaða nákvæmni í orðavali. Önnur dæmi mætti nefna þar sem gert virðist ráð fyrir að þættir sem telja verður persónuleikabundna, s.s. sjálfsmynd, eigi að vera viðfang námsmats í grunnskólum. Eyða verður öllum vafa um að einkunnir eða annars konar vitnisburðir fyrir þess háttar rati ekki inn á útskriftarskírteini. En síst af öllu vil ég gerast úrtölumaður þess að skólar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að efla borgaravitund og styrkja sjálfsmynd nemenda sinna og kenna þeim sæmilega siði.Marki skýra og færa leið Ég, líkt og allt annað skólafólk sem ég hef rætt við um hina nýju námskrá, fagna þeirri áherslubreytingu sem í henni er að finna og kristallast í hugmyndinni um framsetningu hæfniviðmiða og ég þykist hafa talsverðan skilning á því að hæfnin sé ofin úr þekkingu og leikni. Ég tel hins vegar að útfærsla þessara hugmynda sé ekki sem skyldi (og hugtakanotkun reyndar ekki heldur) og ég tel að námskráin gegni ekki vel því hlutverki sem lýst er í henni sjálfri og er m.a. að tryggja samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu sameiginlegrar menntastefnu. (bls. 11). Til dæmis er sú þekking sem stefnt er að einatt fremur flausturslega skilgreind. Hugmyndin á bakvið fjórskiptan einkunnakvarða er líka illa rökstudd en þar með er svo sem ekki sagt að hún sé slæm. Þá má nefna að hæfni sem lýst er og sagt að nemendur eigi að geta náð er á köflum svo stórfengleg að höfundum getur varla verið sjálfrátt. Þegar stjórnvöld senda frá sér aðalnámskrá sem ætlað er að stýra námi og stuðla að sem bestri menntun barna í skyldunámi er afar brýnt að þau segi það sem þau meina og meini það sem þau segja. Hugtakanotkun verður að vera markviss og vafaatriði eins fá og kostur er. Markmið og hugmyndir verða að vera í samræmi við þann vettvang þar sem útfærsla þeirra á sér stað og þann tíma sem til ráðstöfunar er. Aðalnámskrá má nefnilega ekki bara vera skólapólitískt manífestó – hún verður líka að marka kennurum skýra og færa leið við skipulagningu daglegs skólastarfs. Því miður er erfitt að halda því fram að fyrirliggjandi aðalnámskrá uppfylli þær kröfur nægilega vel.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar