Skoðun

Heillaóskir á degi leikskólans

Fanný Heimisdóttir skrifar
Innviðir, stoðir og styttur, grunnurinn, hin raunverulegu verðmæti… Ég vinn í leikskóla; á hverjum degi er ég með fólki sem er skemmtilegt, uppátækjasamt, forvitið og kærleiksríkt.

Auknar áherslur á skóla sem lýðræðislegan vettvang með þátttöku foreldra og barna gera leikskólastarf áhugaverðara, flóknara og ánægjulegra.

Foreldraráðin fara með lögbundið umboð til að hafa umsögn um skólastarfið. Foreldrar hafa skyldur og vald til að láta sig varða. Á sama hátt höfum við bundið réttindi barna í lög. Lögleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna veitir okkur byr og nýja möguleika. Ég sé sóknarfæri og ætla áfram að vera til þjónustu reiðubúin.

Til hamingju með daginn leikskólafólk. Við tengjumst öll leikskólum á einhvern hátt þannig að allir geta tekið sinn hlut af hamingjuóskum dagsins og óskað áfram.

Ég finn það oní maga að ég vinn við að ávaxta auð. Ég er tannhjól í ævintýravél… Dagur leikskólans er alla daga.




Skoðun

Sjá meira


×