Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 07:33 Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun