Árangur okkar allra Ármann Kr. Ólafsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Framundan eru bjartir tímar í Kópavogi og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem blasa við. Kópavogur er það sveitarfélag sem undanfarin ár hefur haft mesta fólksfjölgun, meðal annars vegna þess að hróður sveitarfélagsins meðal landsmanna hefur borist hratt út. Samkvæmt könnunum, bæði innlendum og alþjóðlegum, eru grunnskólar Kópavogs í hópi þeirra fremstu og biðlistar á okkar góðu leikskóla að styttast. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er til fyrirmyndar og óhætt að segja að hún sé sú besta á landinu. Tækifærin innan grunnskólanna felast meðal annars í því að auka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra og að tryggja aðkomu foreldra að faglegum þáttum í rekstri þeirra. Við viljum auka valfrelsi í leikskólamálum þannig að fjölbreytt flóra hinna mismunandi áherslna í leikskólafræðum fái að njóta sín. Þar er valfrelsi lykilorðið. Kópavogur er sannkallaður íþróttabær. Öflugt íþróttalíf er besta forvarnarúrræðið. Seint verður þakkað öllum þeim hundruðum fagaðila og foreldra sem undir þessu mikilvæga starfi standa. Hin glæsilegu íþróttamannvirki bæjarins, undir faglegri stjórn íþróttafélaganna, eru einungis grunnur þessa mikilvæga starfs. Aðalatriðið er samt fjölbreytnin og hinn sanni íþróttaandi sem skila mun okkar glæsilegu ungmennum inn í framtíðina. Á næstu misserum verða svæði skipulögð undir nýja íbúðabyggð í Kópavogi. Þar gefst okkur dýrmætt tækifæri til að vera í fararbroddi varðandi ódýrari húsnæðisúrræði fyrir ungt fólk, þá sem eru að leita eftir nýjum húsnæðiskosti sem og ódýrari úrræði fyrir eldri borgara. Með fjölgun íbúa og nýrra atvinnutækifæra í bænum skapast svigrúm til lækkunar á skuldum bæjarsjóðs og skattalækkana, heimilum bæjarins til góða. Það sem skiptir öllu máli er að sérhver Kópavogsbúi geti verið stoltur af sínu bæjarfélagi. Við munum hugsa inn á við og hlúa að hverfum bæjarins. Árangurinn er okkur öllum í hag og við erum að uppskera. Á morgun, laugardag, göngum við að kjörborði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og kjósum okkur forystu fyrir næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Ég legg stoltur og óhikað fram verk mín sem bæjarstjóri og óska eftir umboði til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sigurs í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru bjartir tímar í Kópavogi og mikilvægt að nýta þau tækifæri sem blasa við. Kópavogur er það sveitarfélag sem undanfarin ár hefur haft mesta fólksfjölgun, meðal annars vegna þess að hróður sveitarfélagsins meðal landsmanna hefur borist hratt út. Samkvæmt könnunum, bæði innlendum og alþjóðlegum, eru grunnskólar Kópavogs í hópi þeirra fremstu og biðlistar á okkar góðu leikskóla að styttast. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er til fyrirmyndar og óhætt að segja að hún sé sú besta á landinu. Tækifærin innan grunnskólanna felast meðal annars í því að auka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra og að tryggja aðkomu foreldra að faglegum þáttum í rekstri þeirra. Við viljum auka valfrelsi í leikskólamálum þannig að fjölbreytt flóra hinna mismunandi áherslna í leikskólafræðum fái að njóta sín. Þar er valfrelsi lykilorðið. Kópavogur er sannkallaður íþróttabær. Öflugt íþróttalíf er besta forvarnarúrræðið. Seint verður þakkað öllum þeim hundruðum fagaðila og foreldra sem undir þessu mikilvæga starfi standa. Hin glæsilegu íþróttamannvirki bæjarins, undir faglegri stjórn íþróttafélaganna, eru einungis grunnur þessa mikilvæga starfs. Aðalatriðið er samt fjölbreytnin og hinn sanni íþróttaandi sem skila mun okkar glæsilegu ungmennum inn í framtíðina. Á næstu misserum verða svæði skipulögð undir nýja íbúðabyggð í Kópavogi. Þar gefst okkur dýrmætt tækifæri til að vera í fararbroddi varðandi ódýrari húsnæðisúrræði fyrir ungt fólk, þá sem eru að leita eftir nýjum húsnæðiskosti sem og ódýrari úrræði fyrir eldri borgara. Með fjölgun íbúa og nýrra atvinnutækifæra í bænum skapast svigrúm til lækkunar á skuldum bæjarsjóðs og skattalækkana, heimilum bæjarins til góða. Það sem skiptir öllu máli er að sérhver Kópavogsbúi geti verið stoltur af sínu bæjarfélagi. Við munum hugsa inn á við og hlúa að hverfum bæjarins. Árangurinn er okkur öllum í hag og við erum að uppskera. Á morgun, laugardag, göngum við að kjörborði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og kjósum okkur forystu fyrir næstu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar. Ég legg stoltur og óhikað fram verk mín sem bæjarstjóri og óska eftir umboði til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi til sigurs í vor.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar