Vottorð um vammleysi? G. Svala Arnardóttir skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Undanfarið hefur átt sér stað sérkennileg umræða um aðalnámskrá grunnskóla. Sjálf hef ég kynnst námskránni vel þar sem ég er nýútskrifaður listgreinakennari frá Listaháskóla Íslands og námskráin og innihald hennar var hluti af meistaraprófsritgerð minni. Vert er að hafa í huga að námskráin er samin í kjölfar efnahagshruns á Íslandi og því eðlilegt að skólar eins og aðrar stofnanir samfélagsins skoði sína starfsemi í gagnrýnu ljósi og spyrji: er eitthvað sem hægt er að gera betur eða öðruvísi? Námskrár eiga að taka mið af breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu en ekki að vera stöðnuð plögg sem rykfalla í hillum. Námskráin er metnaðarfull tilraun til að nálgast þann þjóðfélagslega veruleika sem blasti við á Íslandi eftir hrun, ásamt því að vera fersk nálgun á þá strauma og stefnur sem gera sig gildandi í kennslufræði hjá helstu fræðimönnum samtímans. Þó að námskráin sé ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk þá eru þær áherslur sem þar eru settar fram mjög til bóta í öllu skólastarfi. Þessar áherslur miða t.d. að því að efla sjálfsmynd nemenda og gagnrýna hugsun, bæta samskipti og rækta lýðræðisvitund. Í námskránni er mikilvægt hlutverk listgreina undirstrikað. Listgreinar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að þroska þá eiginleika og hæfni sem eru þungamiðja námskrárinnar. Þeir þroskakostir sem listgreinakennsla býður verða seint ofmetnir.Innihald menntunar Við lifum á hraðfleygri upplýsingaöld og margir þeir sem fjalla um menntamál eru þeirrar skoðunar að það muni breyta mjög áherslum í menntamálum framtíðarinnar. Nemendur hafa í dag aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga á alnetinu. Þar geta þeir nálgast beinharðar staðreyndir og þekkingarmola sjálfir án aðstoðar kennara. Á netinu læra nemendur hins vegar ekki að þroska samskipti sín eða efla sjálfsmyndina. Siðgæði, skapandi hugsun og lýðræðisvitund verður heldur ekki endilega efld af langsetum við tölvuna. Þá er ég komin að þeim þyngdarpunkti sem ætti að einkenna umræðuna um námskrána, þ.e. spurninguna um innihald náms. Þessi mikilvæga spurning er svo sannarlega ekki ný af nálinni. Allt frá Forn-Grikkjum fram á okkar daga hafa menn velt fyrir sér eðli og tilgangi menntunar. Þessi spurning ætti að vera sá umræðugrundvöllur sem gengið er út frá þegar menn skiptast á skoðunum um námskrána og fleira sem tengist því, hvað kennt er í skólum og hvers vegna. Hvað vilja t.d. foreldrar að börn og ungmenni læri í skólum? Hverju vilja kennarar miðla og hvers vegna? Vilja menn að áherslan sé mest á fræðslu, þ.e. að námið byggi aðallega á því að miðla upplýsingum með tiltölulega hlutlausum hætti sem nemandinn síðan vinnur úr sjálfur? Eða á námið að taka meira mið af því að þroska einstaklinginn sem persónu. Að nemandinn læri aðferðir og nálgun til að bæta sjálfsmynd sína og samskipti. Á nemandinn að læra að hugsa með gagnrýnum skapandi hætti til að geta tekið sjálfur afstöðu til samfélagslegra fyrirbæra? Ýmsir erlendir og innlendir fræðimenn vilja meina að skólar okkar hafi einmitt ekki tekist á við mannræktarhlutverk sitt með afgerandi hætti. Páll Skúlason prófessor hefur fjallað um hina síungu menntaheimspekilegu spurningu um innihald náms. Í bók sinni „Ríkið og rökvísi stjórnmála“ (Rvk,2013) segir hann: „Eiginleg menntun felur í sér ræktun þeirra hæfileika sem gerir okkur kleift að þroskast sem skynjandi, hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri menn.“ Í krafti og anda þessara orða langar mig að lýsa eftir einlægari og sanngjarnari umræðu um námskrána nýju. Það er sérkennilegt að túlka hana sem einhvers konar kröfu á skólastjórnendur og kennara að þeir gefi nemendum sínum einkunn í framkomu eða siðferði. Það er einkennilegur útúrsnúningur að verið sé að biðja skólafólk um að gefa nemendum einhvers konar vottorð um vammleysi eða mínusa þá fyrir karakterbresti. Námskráin er þvert á móti hugsuð sem rammi og innblástur fyrir skólastjórnendur að forma sína eigin námskrá með lýðræðisvitund og mannræktarsjónarmið að leiðarljósi. Geta menn haft eitthvað á móti því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur átt sér stað sérkennileg umræða um aðalnámskrá grunnskóla. Sjálf hef ég kynnst námskránni vel þar sem ég er nýútskrifaður listgreinakennari frá Listaháskóla Íslands og námskráin og innihald hennar var hluti af meistaraprófsritgerð minni. Vert er að hafa í huga að námskráin er samin í kjölfar efnahagshruns á Íslandi og því eðlilegt að skólar eins og aðrar stofnanir samfélagsins skoði sína starfsemi í gagnrýnu ljósi og spyrji: er eitthvað sem hægt er að gera betur eða öðruvísi? Námskrár eiga að taka mið af breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu en ekki að vera stöðnuð plögg sem rykfalla í hillum. Námskráin er metnaðarfull tilraun til að nálgast þann þjóðfélagslega veruleika sem blasti við á Íslandi eftir hrun, ásamt því að vera fersk nálgun á þá strauma og stefnur sem gera sig gildandi í kennslufræði hjá helstu fræðimönnum samtímans. Þó að námskráin sé ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk þá eru þær áherslur sem þar eru settar fram mjög til bóta í öllu skólastarfi. Þessar áherslur miða t.d. að því að efla sjálfsmynd nemenda og gagnrýna hugsun, bæta samskipti og rækta lýðræðisvitund. Í námskránni er mikilvægt hlutverk listgreina undirstrikað. Listgreinar bjóða upp á ómetanleg tækifæri til að þroska þá eiginleika og hæfni sem eru þungamiðja námskrárinnar. Þeir þroskakostir sem listgreinakennsla býður verða seint ofmetnir.Innihald menntunar Við lifum á hraðfleygri upplýsingaöld og margir þeir sem fjalla um menntamál eru þeirrar skoðunar að það muni breyta mjög áherslum í menntamálum framtíðarinnar. Nemendur hafa í dag aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga á alnetinu. Þar geta þeir nálgast beinharðar staðreyndir og þekkingarmola sjálfir án aðstoðar kennara. Á netinu læra nemendur hins vegar ekki að þroska samskipti sín eða efla sjálfsmyndina. Siðgæði, skapandi hugsun og lýðræðisvitund verður heldur ekki endilega efld af langsetum við tölvuna. Þá er ég komin að þeim þyngdarpunkti sem ætti að einkenna umræðuna um námskrána, þ.e. spurninguna um innihald náms. Þessi mikilvæga spurning er svo sannarlega ekki ný af nálinni. Allt frá Forn-Grikkjum fram á okkar daga hafa menn velt fyrir sér eðli og tilgangi menntunar. Þessi spurning ætti að vera sá umræðugrundvöllur sem gengið er út frá þegar menn skiptast á skoðunum um námskrána og fleira sem tengist því, hvað kennt er í skólum og hvers vegna. Hvað vilja t.d. foreldrar að börn og ungmenni læri í skólum? Hverju vilja kennarar miðla og hvers vegna? Vilja menn að áherslan sé mest á fræðslu, þ.e. að námið byggi aðallega á því að miðla upplýsingum með tiltölulega hlutlausum hætti sem nemandinn síðan vinnur úr sjálfur? Eða á námið að taka meira mið af því að þroska einstaklinginn sem persónu. Að nemandinn læri aðferðir og nálgun til að bæta sjálfsmynd sína og samskipti. Á nemandinn að læra að hugsa með gagnrýnum skapandi hætti til að geta tekið sjálfur afstöðu til samfélagslegra fyrirbæra? Ýmsir erlendir og innlendir fræðimenn vilja meina að skólar okkar hafi einmitt ekki tekist á við mannræktarhlutverk sitt með afgerandi hætti. Páll Skúlason prófessor hefur fjallað um hina síungu menntaheimspekilegu spurningu um innihald náms. Í bók sinni „Ríkið og rökvísi stjórnmála“ (Rvk,2013) segir hann: „Eiginleg menntun felur í sér ræktun þeirra hæfileika sem gerir okkur kleift að þroskast sem skynjandi, hugsandi og skapandi verur og verða þar með meira manneskjur, ekki meiri menn.“ Í krafti og anda þessara orða langar mig að lýsa eftir einlægari og sanngjarnari umræðu um námskrána nýju. Það er sérkennilegt að túlka hana sem einhvers konar kröfu á skólastjórnendur og kennara að þeir gefi nemendum sínum einkunn í framkomu eða siðferði. Það er einkennilegur útúrsnúningur að verið sé að biðja skólafólk um að gefa nemendum einhvers konar vottorð um vammleysi eða mínusa þá fyrir karakterbresti. Námskráin er þvert á móti hugsuð sem rammi og innblástur fyrir skólastjórnendur að forma sína eigin námskrá með lýðræðisvitund og mannræktarsjónarmið að leiðarljósi. Geta menn haft eitthvað á móti því?
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun