Trúmál í skólum Örn Bárður Jónsson skrifar 10. febrúar 2014 00:00 Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Halldór 22.03.2025 Halldór Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Sjá meira
Nýlega vakti athygli mína grein í stórblaðinu New York Times um skólamál í Þýskalandi. Þar segir meðal annars: Í fyrsta sinn bjóða þýskir skólar nú upp á kennslu um íslam handa nemendum í fyrstu bekkjum grunnskóla þar sem kennarar á vegum ríkisins fræða úr námsbókum sem til þess eru sérstaklega ritaðar. Þannig reyna opinberir aðilar að aðlaga hinn stóra minnihlutahóp sem múslímar eru og hamla gegn áhrifum róttækra trúarhugmynda. (Þýð. höf.) Þjóðverjum er líklega ljóst að trúin er stærri hluti af lífi fólks en oft er talið hér á landi. Trúin verður ekki rekin inn í réttir prívatlífsins, inn á vettvang einkamála og þaðan af síður einangruð í gettóum sértrúar eða sektarianisma. Trúin skal rædd á hinum opinbera vettvangi. Þannig virðast Þjóðverjar hugsa. Námskrá skóla í Hesse leggur að jöfnu fræðslu um íslam og kennslu í siðaboðskap mótmælenda og kaþólskra. Með þessu vill ríkið stuðla að skilningi nemenda á trúarhefðum hverra annarra og „bólusetja“ þá fyrir öfgafengnum skoðunum á sama tíma og trú hvers og eins er viðurkennd af ríkinu. Í þýsku stjórnarskránni er foreldrum tryggður rétturinn til þess að börn þeirra fái fræðslu í þeirri trú sem fjölskyldan játar. Hér á landi er langstærstur hluti barna skírður ár hvert til kristinnar trúar og þau börn ættu að fá fræðslu um sína trú – feimnislaust og af fullri einurð og án afsakana kennara – og þá með biblíusögum, sálmasöng, bænum og öllu sem tilheyrir. Börn annarrar trúar ættu að sjálfsögðu að hafa sama rétt. Við getum án efa lært af þeim sem eru lengra komin í umræðunni um þátt trúar í menningunni og mikilvægi trúarbragða við mótun gildagrunns einstaklinga og þjóða.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar