Heimili eða fjárfesting Erlendur Geirdal skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestum er kunnugt ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á landinu. Alltof lítið framboð er á íbúðum til leigu og leiguverðið hefur hækkað með aukinni eftirspurn. Verð á flestum nauðsynjum er einnig hátt en laun eru hins vegar lág því þau hafa ekki fylgt verðlagsþróun. Því hafa margar fjölskyldur ekki efni á því að leigja sér mannsæmandi húsnæði og hírast í of litlum íbúðum og jafnvel ósamþykktum kytrum í atvinnuhúsnæði. Hér á landi hefur séreignarstefna ríkt í húsnæðismálum þar sem gert er ráð fyrir að fjölskyldur festi sparifé sitt í steinsteypu og skuldsetji sig til að eignast húsnæði. Í kjölfar hrunsins er mun erfiðara að fá lán og flest ungt fólk hefur því litla möguleika á því að kaupa sér húsnæði af eigin rammleik vegna þess að það getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð. Þegar fjölskyldur geta ekki eignast eigin íbúð á Íslandi búa þær flestar við óöryggi í húsnæðismálum. Örum búferlaflutningum, vegna þess að ekki fást íbúðir til langtímaleigu, fylgja óþægindi og álag á fjölskyldurnar svo sem þegar næsta leiguíbúð er í öðru skólahverfi og börnin þurfa að kynnast nýjum félögum og aðlagast nýjum skólum. Húsnæðisleigumarkaður hefur aldrei náð að þroskast hér á landi í líkingu við það sem er annars staðar á Norðurlöndum og víða í Evrópu. Líklegt er að það sé vegna hinnar miklu og einhliða áherslu á séreignarstefnuna.Sumir vilja leigja – óháð efnahag Margt ungt fólk vill eiga þess kost að búa með fjölskyldu sinni til lengri eða skemmri tíma að eigin vali í húsnæði þar sem það greiðir aðeins leigu en þarf ekki að fjárfesta í húsnæðinu. Það vill geta valið um að nota peninga sína til ferðalaga eða hvers annars sem það kýs sér í stað fjárfestingar. Það ætti að sjálfsögðu að bjóðast hér eins og víðast annars staðar. En til þess að slíkir valkostir geti boðist á Íslandi er brýnt að hér verði til alvöruleigumarkaður með eðlilegu framboði á leiguhúsnæði. Ljóst er að hér duga markaðsöflin ein ekki frekar en hjá öðrum þjóðum til að leysa málin og að opinberir aðilar þurfa að koma þar að. Því er ástæða til að fagna áformum Reykjavíkurborgar um stórátak í byggingu leiguhúsnæðis í samvinnu við ýmis félagasamtök. Einnig ber að fagna nýlegri samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um að bærinn hefji undirbúning að byggingu húsnæðis í bænum þar sem boðnar verða hagkvæmar íbúðir til leigu á almennum og félagslegum markaði. Það er löngu tímabært að fjölskyldur sem það kjósa, geti búið sér öruggt heimili til lengri tíma á Íslandi án þess að þurfa endilega að fjárfesta í húsnæði.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar