Óverðtryggð eða verðtryggð lán? Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:39 Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta ákvörðun margra á lífsleiðinni er kaup á íbúðarhúsnæði. Grundvallarbreytingar á því lánakerfi sem í boði er leiða af sér mikla óvissu sem gerir þessa ákvörðun töluvert snúna. Hvað gerist nú þegar nefnd um afnám verðtryggingar hefur skilað sínum tillögum? Sjálfsagt mun óvissan setja íbúðarkaup margra á ís um sinn. Hvaða áhrif mun þessi óvissa hafa t.d. á fasteignaverð? Ef löng verðtryggð lán heyra sögunni til þá munu eflaust eignir með slíkum lánum áhvílandi verða vinsælar til yfirtöku á næstu misserum. Minni eignir ættu að seljast nokkuð hratt en hætt er við að stóru eignirnar sitji eftir. Ástæðan er sú að það verður mun erfiðara fyrir lántakendur að standast greiðslumat vegna óverðtryggðra lána.Greiðslubyrði Lánveitendur vilja fá endurgreitt, sem er eðlilegt. Þeir vilja fá vexti og þar að auki hámarka líkurnar á að höfuðstóllinn haldi í við verðlag. Þess vegna munu bankar og aðrir lánveitendur, að öllu óbreyttu, hækka vexti á óverðtryggðum lánum ef verðbólgan eykst. Það er jú endurskoðunarákvæði í flestum lánasamningum á nokkurra ára fresti. Greiðslubyrðin yrði þá mun þyngri á óverðtryggðu lánunum til að byrja með í samanburði við verðtryggðu lánin. Aftur á móti sér fólk höfuðstólinn lækka hraðar á óverðtryggðu lánunum því það borgar lánin hraðar niður. Það er að segja, ef það stenst greiðslumat og fær lán yfirhöfuð.Óverðtryggt vs. verðtryggt Vextir eru háir á Íslandi, bæði verðtryggðir og óverðtryggðir. Margir hafa bent á að vextir þurfi að lækka svo lántakar standi undir endurgreiðslum af íbúðarlánum til lengri tíma. Það gæti hæglega gerst ef verðtryggð lán heyra sögunni til.Lægri vextir Ef greiðslubyrði íbúðarlána þyngist almennt, þá má gera ráð fyrir að greiðslugeta verði ekki til staðar eða a.m.k. mun minni en áður. Markaðurinn þarf því að ná nýju jafnvægi, sem getur annars vegar átt sér stað með lækkun á fasteignaverði eða hins vegar með lægri vöxtum. Þar sem verð á íbúðarhúsnæði lækkar treglega, þá er ólíklegt að jafnvægi náist þannig nema á mjög löngum tíma. Hinn möguleikinn er að Seðlabankinn beiti sér og lækki vexti. Sú vaxtalækkun gæti átt sér stað á tiltölulega stuttum tíma ef aðstæður og vilji eru fyrir hendi. Þar af leiðandi er mun líklegra að lægra vaxtastig leiði til nýs jafnvægis á markaði með íbúðarhúsnæði, fremur en lægra fasteignaverð.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun