Húsnæði takk Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 7. febrúar 2014 06:00 Það eru nokkur atriði sem koma upp í hugann þegar talað er um að lifa „sómasamlegu“ lífi. Helst þá að eiga heimili og ofan í sig að borða. Þetta eru grundvallaratriði, ekki hvort virkja eigi í Þjórsárverum, eða hvort eigi að breyta klukkunni, byggja nýjan spítala og margt, margt fleira. Í mörg ár hefur leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verið á leið til, já helvítis, fólk er í dag að borga morð fjár fyrir íbúðir eða jafnvel herbergi sem eru varla hæf til búsetu. Sumir, eins og t.d. ég, neyðast til að flytja frá fjölskyldu og vinum, út fyrir borgina til að fá húsnæði. Á meðan tala einhverjir þingmenn, verkalýðsforkólfar og fleira hæstvirt fólk um vandann, sem það sjálft á svo sannarlega ekki við að stríða. Talar og talar. Ekkert gerist. Félagsmálaráðherra skipar vinnuhóp til að ræða málið og koma með tillögur – hvenær? Ég skil ekki af hverju hæstvirtur ráðherra skipar ekki hóp til að koma með bráðaúrræði og gefur honum skilafrest í eina viku. Það þarf að gera eitthvað, það þarf ekki bara að tala um hlutina, framkvæmda er þörf.Ekki með á nótunum Ef ég væri þingmaður, þá myndi ég skammast mín. Já, skammast mín. Að mistakast í svona grundvallaratriðum og kannski það sem verra er að sjá ekki hverslags vanda við er að etja, bendir til þess að þingmenn okkar séu ekki með á nótunum eða sé bara sama. Þeir eiga jú væntanlega allir heimili? Svo má spyrja hver munurinn er á eign í peningum og eign í formi fasteignar? Ef ég á 30 milljónir og lána þær, þá hef ég ekki leyfi til að fara fram á okurvexti, það eru lög gegn því. En ef ég á 30 milljóna króna íbúð, hef ég þá rétt á því að setja okurvexti á þá eign og leigja á uppsprengdu verði. Það má alveg spyrja sig að því hver eðlileg framlegð sé að slíkri eign. Það er óvíða þannig í löndum sem við berum okkur saman við að fólk borgi hærra hlutfall tekna sinna í húsnæði, sérstaklega ef það er að leigja, því það fólk er oft lágtekjufólk. Það er eflaust tilkomið af því að við erum ekki með þingmenn, borgarfulltrúa, verkalýðsforkólfa eða ráðherra sem skilja alvöru málsins og vilja virkilega leggja sitt á vogarskálarnar. Ég myndi lofa þeim þingmanni sem kæmi daglega upp í pontu og vekti athygli á þessum vanda, mitt atkvæði. Sá þingmaður væri maður sem forgangsraðaði rétt og skildi þau grundvallarmannréttindi sem felast í því að hafa þak yfir höfuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það eru nokkur atriði sem koma upp í hugann þegar talað er um að lifa „sómasamlegu“ lífi. Helst þá að eiga heimili og ofan í sig að borða. Þetta eru grundvallaratriði, ekki hvort virkja eigi í Þjórsárverum, eða hvort eigi að breyta klukkunni, byggja nýjan spítala og margt, margt fleira. Í mörg ár hefur leigumarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verið á leið til, já helvítis, fólk er í dag að borga morð fjár fyrir íbúðir eða jafnvel herbergi sem eru varla hæf til búsetu. Sumir, eins og t.d. ég, neyðast til að flytja frá fjölskyldu og vinum, út fyrir borgina til að fá húsnæði. Á meðan tala einhverjir þingmenn, verkalýðsforkólfar og fleira hæstvirt fólk um vandann, sem það sjálft á svo sannarlega ekki við að stríða. Talar og talar. Ekkert gerist. Félagsmálaráðherra skipar vinnuhóp til að ræða málið og koma með tillögur – hvenær? Ég skil ekki af hverju hæstvirtur ráðherra skipar ekki hóp til að koma með bráðaúrræði og gefur honum skilafrest í eina viku. Það þarf að gera eitthvað, það þarf ekki bara að tala um hlutina, framkvæmda er þörf.Ekki með á nótunum Ef ég væri þingmaður, þá myndi ég skammast mín. Já, skammast mín. Að mistakast í svona grundvallaratriðum og kannski það sem verra er að sjá ekki hverslags vanda við er að etja, bendir til þess að þingmenn okkar séu ekki með á nótunum eða sé bara sama. Þeir eiga jú væntanlega allir heimili? Svo má spyrja hver munurinn er á eign í peningum og eign í formi fasteignar? Ef ég á 30 milljónir og lána þær, þá hef ég ekki leyfi til að fara fram á okurvexti, það eru lög gegn því. En ef ég á 30 milljóna króna íbúð, hef ég þá rétt á því að setja okurvexti á þá eign og leigja á uppsprengdu verði. Það má alveg spyrja sig að því hver eðlileg framlegð sé að slíkri eign. Það er óvíða þannig í löndum sem við berum okkur saman við að fólk borgi hærra hlutfall tekna sinna í húsnæði, sérstaklega ef það er að leigja, því það fólk er oft lágtekjufólk. Það er eflaust tilkomið af því að við erum ekki með þingmenn, borgarfulltrúa, verkalýðsforkólfa eða ráðherra sem skilja alvöru málsins og vilja virkilega leggja sitt á vogarskálarnar. Ég myndi lofa þeim þingmanni sem kæmi daglega upp í pontu og vekti athygli á þessum vanda, mitt atkvæði. Sá þingmaður væri maður sem forgangsraðaði rétt og skildi þau grundvallarmannréttindi sem felast í því að hafa þak yfir höfuðið.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar