Grein sem er í alvörunni ekki um peninga Haraldur F. Gíslason skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Á þessum degi árið 1950 stofnuðu nokkrir frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á þessum 64 árum hafa leikskólakennarar áunnið sér virðingu samfélagsins. Það hafa þeir gert með að því vinna af fagmennsku og alúð að uppeldi og menntun yngstu nemenda skólakerfisins. Leikskólakennarar hafa barist fyrir að menntun þeirra standi jafnfætis menntun kennara á öðrum skólastigum. Viðurkenning á því að menntun yngri barna er ekki síður mikilvæg en þeirra sem eldri eru hefur náðst. Leikskólakennarar hafa öðlast skilning samfélagsins á því að lengi býr að fyrstu gerð og góður grunnur mun fylgja einstaklingum á jákvæðan hátt út lífið. Í dag er svo komið að ekki er hægt að hugsa sér skólakerfið án leikskólastigsins. Leikskólakennarar eru mikilvægur þáttur í grunnstoðum þess samfélags sem við höfum mótað. Leikskólastigið hefur þróast mjög hratt á undaförnum áratugum. Leikskólum hefur fjölgað mjög mikið og nær öll börn tveggja til sex ára stunda nám í leikskóla. Í leikskólanum fögnum við fjölbreytileikanum og reynum allt sem við getum til að mæta hverjum og einum á þeim stað sem þeir eru staddir. Námsleið leikskólans er í gegnum leikinn. Sú námsleið var vanmetin mjög lengi en núna sjást mörg dæmi þess að nám í gegnum leik er að ryðja sér til rúms víðar en í leikskólum. Skólakerfi eiga að vera í sífelldri þróun. Verkefni samfélagsins á næstu árum verður að fjölga leikskólakennurum svo um munar. Það verður ekki gert nema leikskólakennarastarfið verði samkeppnisfært við önnur sérfræðistörf á vinnumarkaði. Ég hef ekki nefnt peninga einu orði í þessari stuttu grein eða svona næstum því. Til hamingju með daginn.
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar