Eyðing stúlkubarna í Kína Jóhann Ág. Sigurðsson og Linn Getz skrifar 17. apríl 2012 06:00 Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskyldur í Austur-Asíu, einkum Kína og Indlandi, vilja gjarnan eignast syni. Þar er sonur talinn vera æskilegri kostur en dóttir til að viðhalda nafni ættarinnar, tryggja afkomu og umönnun fjölskyldunnar og foreldra í ellinni. Í kjölfar pólitískra ákvarðana kínverskra yfirvalda árið 1978 um það að hver fjölskylda mætti bara eignast eitt barn, fór strax að bera á breyttu kynjahlutfall drengja og stúlkna. Við eðlilegan gang náttúrunnar á þetta hlutfall að vera um 103 til 107 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum. Þetta hlutfall hefur nú brenglast verulega í Kína og Indlandi síðustu tvo áratugina og fer nú að nálgast 120 fæddir drengir á móti 100 fæddum stúlkum (15-20% munur). Í fyrstu faraldsfræðilegu rannsóknum um þessi mál var talað um týndu stúlkubörnin eða „the missing girls“ og leitað skýringa á þróuninni. Nú er talið víst að hátæknin, einkum ómskoðun snemma í meðgöngu sé markvisst notuð til að greina kyn fóstursins og síðan tekin ákvörðun um fóstureyðingu í kjölfar kyngreiningar. Á ensku er þessi kynjahreinsun nefnd „female infanticide“, eða „sexicide“. Í umfangsmikilli rannsókn sem birtist í hinu virta vísindatímariti BMJ árið 2009 (Zhu WX, Lu L, Hesketh T BMJ 2009) drógu höfundar þá ályktun að í Kína árið 2005 hefði fjöldi karla undir tvítugu verið 32 milljónir umfram fjölda kvenna og að ástandið ætti eftir að versna. Svipuð þróun á sér stað í Indlandi. Þessi gífurlegi fjöldi ungra karla umfram konur hefur síðan leitt til alvarlega félagslegra vandamála. Karlar eiga erfitt með að finna sér maka og konur eru gerðar að söluvöru. Sumar þeirra eru meira að segja óskráðar í manntali. Annarri tengdri glæpastarfsemi vex auk þess fiskur um hrygg. Stjórnmálamenn, heilbrigðisstéttir og tækniiðnaðurinn um allan heim taka þátt í þessum kynjahreinsunum. Árið 2007 birtum við ásamt Anna Luise Kirkengen, prófessor í Ósló, leiðara í Læknablaðinu með fyrirsögninni „Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna“ (2007;93:506-7). Við vöktum athygli á þessari þróun og bentum á að við erum öll samábyrg. Þar skoruðum við á læknastétt, heilbrigðisyfirvöld og aðra forystumenn íslensku þjóðarinnar að stíga varlega til jarðar í samvinnu við Kína og Indland á sviði fósturgreininga. Jafnframt ber forystumönnum velferðarmála að nota öll tækifæri til að vekja athygli á þeim vanda sem fylgir kynjahreinsun með eyðingu stúlkubarna. Í tilefni af komu kínverskra yfirvalda hingað til lands er þessi áskorun hér með endurtekin.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar