Náttúrugæði af mannavöldum Björn Guðbrandur Jónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst ber að nefna að GFF áorkar litlu án þess að eiga samstarf við ólíka aðila í samfélaginu. Í viðleitni sinni til að búa til uppgræðslufarvegi fyrir lífræn úrgangsefni hafa samtökin í gegnum tíðina leitað til ýmissa stofnana, sveitarfélaga o.fl. sem lögsögu hafa. Þar reynist áhugi afar misjafn á málefninu. Þótt í verkefnum GFF sé unnið með þúsundir rúmmetra af lífrænum efnum árlega er það ekki nema brot af því sem til fellur í Landnámi Ingólfs. Að því leyti mætti árangurinn vera meiri. Hins vegar stendur árangurinn af sjálfri notkun efnanna undir væntingum og gott betur. Kemur það ekki á óvart, eðli máls samkvæmt geyma lífræn úrgangsefni flest þau efni sem gróðurríkið þarf á að halda sér til vaxtar og viðhalds.Áætlanir um vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi Um þessar mundir er unnið að áætlunum um nýja hætti við meðferð úrgangs af höfuðborgarsvæðinu. Þar er áhersla lögð á vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi og því ætlað hlutverk sem eldsneyti. Metan er nú þegar unnið í smáum stíl, er notað á farartæki og reynist að sögn vel. Það er skilningur GFF að metanvinnsla framtíðarinnar muni eiga sér stað úr flokkuðum lífrænum úrgangi, í lokuðum kerfum, eins og víða tíðkast orðið erlendis, en gasið verði ekki sogað upp úr ruslahaugum eins og hingað til. GFF fagnar því ef næst að búa til farveg þar sem lífrænn úrgangur nýtist markvisst með þessum hætti. Slíkt getur orðið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Í ofangreindri vinnslu situr þó alltaf eftir fast efni eða e.k. botnleðja sem ekki gefur af sér meira metan. Þessi massi verður óhjákvæmilega til í miklu magni og er efni sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Af 100 tonnum sem sett eru til metanframleiðslu verða eftir allt að 85 tonn af afgangsefni (háð því hvaða aðferð er notuð). Hafa þarf rækilega í huga að þessir umfangsmiklu afgangar eru í raun happafengur til að lífga við örfoka land. GFF vill koma því á framfæri á meðan mál eru enn á teikniborðinu, að við hönnun, staðarval og annan undirbúning á nútímalegri metanvinnslu úr lífrænum úrgangi sé gert ráð fyrir að þetta afgangsefni verði notað til uppgræðslu. Eftir talsverðu er að slægjast því um er að ræða þúsundir tonna árlega.Vistvangur Er þá komið að megininntaki þessara skrifa, þ.e. um möguleika þess í nútímanum að framkalla náttúrugæði af mannavöldum. Um of og of lengi hefur maðurinn verið í því hlutverki að míga í brunninn og éta útsæðið í samskiptum sínum við náttúruna. Tímabært er, og lífsnauðsynlegt, að feta aðrar brautir. Vistvangur er hugtak sem hefur verið í deiglunni hjá GFF undanfarin ár. GFF sér fyrir sér að vistvangur væri afmarkað, frátekið svæði, í umsjón viðkomandi sveitarfélaga þar sem lífræn úrgangsefni væru notuð til að gæða land frjósemi. Á vistvangi yrði markvisst unnið með þessi efni til að kalla fram vistlegt umhverfi. Þar yrðu til náttúrugæði af mannavöldum. Þar yrði til umhverfi sem þegar fram í sækir hefur aðdráttarafl til frístundaútivistar, en einnig gæti á vistvangi orðið til ræktarland, t.d. matjurtagarðar til afnota fyrir almenning. Á vistvangi yrðu einnig til áhugaverð viðfangsefni fyrir æskulýð úr þéttbýli, skólaæskuna við nám í útiskóla eða ungmenni við sumarstörf. Náttúrugæði af mannavöldum eru ekki alveg framandi hér á Íslandi. Helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins er Heiðmörk, gróðurvin sem framsýnt fólk lagði drög að með gróðursetningum og uppgræðslu strax um miðja síðustu öld. Gunnlaugsskógur í Gunnarsholti á Rangárvöllum er annað dæmi, og kannski okkar best varðveitta leyndarmál um náttúrugæði af mannavöldum. Staðurinn dregur nafn sitt af fyrsta landgræðslustjóranum (sem þá var embætti sandgræðslustjóra), Gunnlaugi Kristmundssyni. Landgræðslan og starfsmenn hennar hófust þar handa við sáningu, áburðargjöf og trjáplöntun á 4. áratug síðustu aldar í örfoka sand og síðan hefur verið hent í svæðið áburði öðru hverju eins og Landgræðslumenn komast að orði. Árangurinn má sjá í dag, áratugum seinna, vistlegan skóg með mikið aðdráttarafl, sannkallaðan unaðsreit. Við getum gert meira af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst ber að nefna að GFF áorkar litlu án þess að eiga samstarf við ólíka aðila í samfélaginu. Í viðleitni sinni til að búa til uppgræðslufarvegi fyrir lífræn úrgangsefni hafa samtökin í gegnum tíðina leitað til ýmissa stofnana, sveitarfélaga o.fl. sem lögsögu hafa. Þar reynist áhugi afar misjafn á málefninu. Þótt í verkefnum GFF sé unnið með þúsundir rúmmetra af lífrænum efnum árlega er það ekki nema brot af því sem til fellur í Landnámi Ingólfs. Að því leyti mætti árangurinn vera meiri. Hins vegar stendur árangurinn af sjálfri notkun efnanna undir væntingum og gott betur. Kemur það ekki á óvart, eðli máls samkvæmt geyma lífræn úrgangsefni flest þau efni sem gróðurríkið þarf á að halda sér til vaxtar og viðhalds.Áætlanir um vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi Um þessar mundir er unnið að áætlunum um nýja hætti við meðferð úrgangs af höfuðborgarsvæðinu. Þar er áhersla lögð á vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi og því ætlað hlutverk sem eldsneyti. Metan er nú þegar unnið í smáum stíl, er notað á farartæki og reynist að sögn vel. Það er skilningur GFF að metanvinnsla framtíðarinnar muni eiga sér stað úr flokkuðum lífrænum úrgangi, í lokuðum kerfum, eins og víða tíðkast orðið erlendis, en gasið verði ekki sogað upp úr ruslahaugum eins og hingað til. GFF fagnar því ef næst að búa til farveg þar sem lífrænn úrgangur nýtist markvisst með þessum hætti. Slíkt getur orðið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Í ofangreindri vinnslu situr þó alltaf eftir fast efni eða e.k. botnleðja sem ekki gefur af sér meira metan. Þessi massi verður óhjákvæmilega til í miklu magni og er efni sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Af 100 tonnum sem sett eru til metanframleiðslu verða eftir allt að 85 tonn af afgangsefni (háð því hvaða aðferð er notuð). Hafa þarf rækilega í huga að þessir umfangsmiklu afgangar eru í raun happafengur til að lífga við örfoka land. GFF vill koma því á framfæri á meðan mál eru enn á teikniborðinu, að við hönnun, staðarval og annan undirbúning á nútímalegri metanvinnslu úr lífrænum úrgangi sé gert ráð fyrir að þetta afgangsefni verði notað til uppgræðslu. Eftir talsverðu er að slægjast því um er að ræða þúsundir tonna árlega.Vistvangur Er þá komið að megininntaki þessara skrifa, þ.e. um möguleika þess í nútímanum að framkalla náttúrugæði af mannavöldum. Um of og of lengi hefur maðurinn verið í því hlutverki að míga í brunninn og éta útsæðið í samskiptum sínum við náttúruna. Tímabært er, og lífsnauðsynlegt, að feta aðrar brautir. Vistvangur er hugtak sem hefur verið í deiglunni hjá GFF undanfarin ár. GFF sér fyrir sér að vistvangur væri afmarkað, frátekið svæði, í umsjón viðkomandi sveitarfélaga þar sem lífræn úrgangsefni væru notuð til að gæða land frjósemi. Á vistvangi yrði markvisst unnið með þessi efni til að kalla fram vistlegt umhverfi. Þar yrðu til náttúrugæði af mannavöldum. Þar yrði til umhverfi sem þegar fram í sækir hefur aðdráttarafl til frístundaútivistar, en einnig gæti á vistvangi orðið til ræktarland, t.d. matjurtagarðar til afnota fyrir almenning. Á vistvangi yrðu einnig til áhugaverð viðfangsefni fyrir æskulýð úr þéttbýli, skólaæskuna við nám í útiskóla eða ungmenni við sumarstörf. Náttúrugæði af mannavöldum eru ekki alveg framandi hér á Íslandi. Helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins er Heiðmörk, gróðurvin sem framsýnt fólk lagði drög að með gróðursetningum og uppgræðslu strax um miðja síðustu öld. Gunnlaugsskógur í Gunnarsholti á Rangárvöllum er annað dæmi, og kannski okkar best varðveitta leyndarmál um náttúrugæði af mannavöldum. Staðurinn dregur nafn sitt af fyrsta landgræðslustjóranum (sem þá var embætti sandgræðslustjóra), Gunnlaugi Kristmundssyni. Landgræðslan og starfsmenn hennar hófust þar handa við sáningu, áburðargjöf og trjáplöntun á 4. áratug síðustu aldar í örfoka sand og síðan hefur verið hent í svæðið áburði öðru hverju eins og Landgræðslumenn komast að orði. Árangurinn má sjá í dag, áratugum seinna, vistlegan skóg með mikið aðdráttarafl, sannkallaðan unaðsreit. Við getum gert meira af slíku.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun