Náttúrugæði af mannavöldum Björn Guðbrandur Jónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst ber að nefna að GFF áorkar litlu án þess að eiga samstarf við ólíka aðila í samfélaginu. Í viðleitni sinni til að búa til uppgræðslufarvegi fyrir lífræn úrgangsefni hafa samtökin í gegnum tíðina leitað til ýmissa stofnana, sveitarfélaga o.fl. sem lögsögu hafa. Þar reynist áhugi afar misjafn á málefninu. Þótt í verkefnum GFF sé unnið með þúsundir rúmmetra af lífrænum efnum árlega er það ekki nema brot af því sem til fellur í Landnámi Ingólfs. Að því leyti mætti árangurinn vera meiri. Hins vegar stendur árangurinn af sjálfri notkun efnanna undir væntingum og gott betur. Kemur það ekki á óvart, eðli máls samkvæmt geyma lífræn úrgangsefni flest þau efni sem gróðurríkið þarf á að halda sér til vaxtar og viðhalds.Áætlanir um vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi Um þessar mundir er unnið að áætlunum um nýja hætti við meðferð úrgangs af höfuðborgarsvæðinu. Þar er áhersla lögð á vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi og því ætlað hlutverk sem eldsneyti. Metan er nú þegar unnið í smáum stíl, er notað á farartæki og reynist að sögn vel. Það er skilningur GFF að metanvinnsla framtíðarinnar muni eiga sér stað úr flokkuðum lífrænum úrgangi, í lokuðum kerfum, eins og víða tíðkast orðið erlendis, en gasið verði ekki sogað upp úr ruslahaugum eins og hingað til. GFF fagnar því ef næst að búa til farveg þar sem lífrænn úrgangur nýtist markvisst með þessum hætti. Slíkt getur orðið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Í ofangreindri vinnslu situr þó alltaf eftir fast efni eða e.k. botnleðja sem ekki gefur af sér meira metan. Þessi massi verður óhjákvæmilega til í miklu magni og er efni sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Af 100 tonnum sem sett eru til metanframleiðslu verða eftir allt að 85 tonn af afgangsefni (háð því hvaða aðferð er notuð). Hafa þarf rækilega í huga að þessir umfangsmiklu afgangar eru í raun happafengur til að lífga við örfoka land. GFF vill koma því á framfæri á meðan mál eru enn á teikniborðinu, að við hönnun, staðarval og annan undirbúning á nútímalegri metanvinnslu úr lífrænum úrgangi sé gert ráð fyrir að þetta afgangsefni verði notað til uppgræðslu. Eftir talsverðu er að slægjast því um er að ræða þúsundir tonna árlega.Vistvangur Er þá komið að megininntaki þessara skrifa, þ.e. um möguleika þess í nútímanum að framkalla náttúrugæði af mannavöldum. Um of og of lengi hefur maðurinn verið í því hlutverki að míga í brunninn og éta útsæðið í samskiptum sínum við náttúruna. Tímabært er, og lífsnauðsynlegt, að feta aðrar brautir. Vistvangur er hugtak sem hefur verið í deiglunni hjá GFF undanfarin ár. GFF sér fyrir sér að vistvangur væri afmarkað, frátekið svæði, í umsjón viðkomandi sveitarfélaga þar sem lífræn úrgangsefni væru notuð til að gæða land frjósemi. Á vistvangi yrði markvisst unnið með þessi efni til að kalla fram vistlegt umhverfi. Þar yrðu til náttúrugæði af mannavöldum. Þar yrði til umhverfi sem þegar fram í sækir hefur aðdráttarafl til frístundaútivistar, en einnig gæti á vistvangi orðið til ræktarland, t.d. matjurtagarðar til afnota fyrir almenning. Á vistvangi yrðu einnig til áhugaverð viðfangsefni fyrir æskulýð úr þéttbýli, skólaæskuna við nám í útiskóla eða ungmenni við sumarstörf. Náttúrugæði af mannavöldum eru ekki alveg framandi hér á Íslandi. Helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins er Heiðmörk, gróðurvin sem framsýnt fólk lagði drög að með gróðursetningum og uppgræðslu strax um miðja síðustu öld. Gunnlaugsskógur í Gunnarsholti á Rangárvöllum er annað dæmi, og kannski okkar best varðveitta leyndarmál um náttúrugæði af mannavöldum. Staðurinn dregur nafn sitt af fyrsta landgræðslustjóranum (sem þá var embætti sandgræðslustjóra), Gunnlaugi Kristmundssyni. Landgræðslan og starfsmenn hennar hófust þar handa við sáningu, áburðargjöf og trjáplöntun á 4. áratug síðustu aldar í örfoka sand og síðan hefur verið hent í svæðið áburði öðru hverju eins og Landgræðslumenn komast að orði. Árangurinn má sjá í dag, áratugum seinna, vistlegan skóg með mikið aðdráttarafl, sannkallaðan unaðsreit. Við getum gert meira af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í apríl eru liðin 15 ár frá stofnun samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF). Samtökin vinna í anda sjálfbærrar þróunar og eru trú sinni upphaflegu köllun um að nýta lífræn úrgangsefni til uppgræðslu á örfoka landi hér á suðvesturhorninu. Þegar hér er komið sögu hjá GFF er ástæða til að staldra við, kanna árangur og hvernig sú reynsla sem samtökin hafa aflað getur gagnast við stefnumótun, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst ber að nefna að GFF áorkar litlu án þess að eiga samstarf við ólíka aðila í samfélaginu. Í viðleitni sinni til að búa til uppgræðslufarvegi fyrir lífræn úrgangsefni hafa samtökin í gegnum tíðina leitað til ýmissa stofnana, sveitarfélaga o.fl. sem lögsögu hafa. Þar reynist áhugi afar misjafn á málefninu. Þótt í verkefnum GFF sé unnið með þúsundir rúmmetra af lífrænum efnum árlega er það ekki nema brot af því sem til fellur í Landnámi Ingólfs. Að því leyti mætti árangurinn vera meiri. Hins vegar stendur árangurinn af sjálfri notkun efnanna undir væntingum og gott betur. Kemur það ekki á óvart, eðli máls samkvæmt geyma lífræn úrgangsefni flest þau efni sem gróðurríkið þarf á að halda sér til vaxtar og viðhalds.Áætlanir um vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi Um þessar mundir er unnið að áætlunum um nýja hætti við meðferð úrgangs af höfuðborgarsvæðinu. Þar er áhersla lögð á vinnslu á metangasi úr lífrænum úrgangi og því ætlað hlutverk sem eldsneyti. Metan er nú þegar unnið í smáum stíl, er notað á farartæki og reynist að sögn vel. Það er skilningur GFF að metanvinnsla framtíðarinnar muni eiga sér stað úr flokkuðum lífrænum úrgangi, í lokuðum kerfum, eins og víða tíðkast orðið erlendis, en gasið verði ekki sogað upp úr ruslahaugum eins og hingað til. GFF fagnar því ef næst að búa til farveg þar sem lífrænn úrgangur nýtist markvisst með þessum hætti. Slíkt getur orðið gæfuspor fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Í ofangreindri vinnslu situr þó alltaf eftir fast efni eða e.k. botnleðja sem ekki gefur af sér meira metan. Þessi massi verður óhjákvæmilega til í miklu magni og er efni sem þarf að ráðstafa á einhvern hátt. Af 100 tonnum sem sett eru til metanframleiðslu verða eftir allt að 85 tonn af afgangsefni (háð því hvaða aðferð er notuð). Hafa þarf rækilega í huga að þessir umfangsmiklu afgangar eru í raun happafengur til að lífga við örfoka land. GFF vill koma því á framfæri á meðan mál eru enn á teikniborðinu, að við hönnun, staðarval og annan undirbúning á nútímalegri metanvinnslu úr lífrænum úrgangi sé gert ráð fyrir að þetta afgangsefni verði notað til uppgræðslu. Eftir talsverðu er að slægjast því um er að ræða þúsundir tonna árlega.Vistvangur Er þá komið að megininntaki þessara skrifa, þ.e. um möguleika þess í nútímanum að framkalla náttúrugæði af mannavöldum. Um of og of lengi hefur maðurinn verið í því hlutverki að míga í brunninn og éta útsæðið í samskiptum sínum við náttúruna. Tímabært er, og lífsnauðsynlegt, að feta aðrar brautir. Vistvangur er hugtak sem hefur verið í deiglunni hjá GFF undanfarin ár. GFF sér fyrir sér að vistvangur væri afmarkað, frátekið svæði, í umsjón viðkomandi sveitarfélaga þar sem lífræn úrgangsefni væru notuð til að gæða land frjósemi. Á vistvangi yrði markvisst unnið með þessi efni til að kalla fram vistlegt umhverfi. Þar yrðu til náttúrugæði af mannavöldum. Þar yrði til umhverfi sem þegar fram í sækir hefur aðdráttarafl til frístundaútivistar, en einnig gæti á vistvangi orðið til ræktarland, t.d. matjurtagarðar til afnota fyrir almenning. Á vistvangi yrðu einnig til áhugaverð viðfangsefni fyrir æskulýð úr þéttbýli, skólaæskuna við nám í útiskóla eða ungmenni við sumarstörf. Náttúrugæði af mannavöldum eru ekki alveg framandi hér á Íslandi. Helsta útivistarparadís höfuðborgarsvæðisins er Heiðmörk, gróðurvin sem framsýnt fólk lagði drög að með gróðursetningum og uppgræðslu strax um miðja síðustu öld. Gunnlaugsskógur í Gunnarsholti á Rangárvöllum er annað dæmi, og kannski okkar best varðveitta leyndarmál um náttúrugæði af mannavöldum. Staðurinn dregur nafn sitt af fyrsta landgræðslustjóranum (sem þá var embætti sandgræðslustjóra), Gunnlaugi Kristmundssyni. Landgræðslan og starfsmenn hennar hófust þar handa við sáningu, áburðargjöf og trjáplöntun á 4. áratug síðustu aldar í örfoka sand og síðan hefur verið hent í svæðið áburði öðru hverju eins og Landgræðslumenn komast að orði. Árangurinn má sjá í dag, áratugum seinna, vistlegan skóg með mikið aðdráttarafl, sannkallaðan unaðsreit. Við getum gert meira af slíku.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar