Eftirlitið upp á borðið Brynhildur Pétursdóttir skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ferðalangar í Danmörku hafa ef til vill tekið eftir því að úttektir heilbrigðisfulltrúa hanga til sýnis á veitingastöðum og kaffihúsum. Danir telja nefnilega að niðurstöður eftirlitsaðila séu ekki einkamál seljenda og eftirlitsins og Neytendasamtökin eru á sömu skoðun. Leiða má líkur að því að opinbert og gagnsætt eftirlit auki traust og tiltrú neytenda á eftirlitskerfinu auk þess sem það veitir fyrirtækjunum mikilvægt aðhald. Samtökin hafa því ítrekað sent erindi á stjórnvöld og krafist þess að svokallað broskarlakerfi verði tekið upp hér á landi.Út á hvað gengur kerfið? Danir innleiddu broskarlakerfið (smiley-ordning) árið 2001 en það gengur í stuttu máli út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa. Eftir hverja úttekt hjá fyrirtæki sem selur matvæli (veitingahús, bakarí, pylsuvagnar, mötuneyti, kaffihús o.s.frv.) eru niðurstöður eftirlitsins hengdar upp á áberandi stað þannig að neytendur geti kynnt sér niðurstöðuna. Þá eru allar skýrslur aðgengilegar á heimasíðunni findsmiley.dk. Danir lögðu mikla áherslu á að skilaboðin til neytenda væru einföld og skiljanleg og var því tekin sú ákvörðun að gefa „einkunnir“ í formi broskarla. Allir skilja jú muninn á broskarli með breitt bros og samsvarandi karli með skeifu.Ánægja með kerfið Fyrirtæki sem fá bestu úttekt fjórum sinnum í röð fá svokallaðan úrvalsbroskarl eða „elite smiley“ eins og Danir kalla það. Þessi fyrirtæki fá færri eftirlitsheimsóknir þar sem þau þykja hafa sýnt að þau séu traustsins verð. Úrvalsfyrirtækin mega þó ekki sofna á verðinum því þau geta eftir sem áður átt von á skyndiúttektum. Innleiðing kerfisins hefur gengið mjög vel í Danmörku þrátt fyrir að fyrirtæki og heilbrigðisfulltrúar hafi haft nokkrar efasemdir í fyrstu. Þekking danskra neytenda á kerfinu er líka mjög mikil enda hafa þarlend stjórnvöld lagt áherslu á að kynna það vel.Íslensk stjórnvöld ítrekað hvött til dáða Vorið 2009 sendu Neytendasamtökin öllum ráðherrum í nýrri ríkisstjórn helstu áherslur samtakanna en í þeim var m.a. lögð til innleiðing broskarlakerfis. Í febrúar 2011 sendu samtökin síðan erindi á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og hvöttu hann til að innleiða kerfið og í janúar síðastliðnum var erindið ítrekað. Neytendasamtökin hafa enn engin svör fengið þótt rúmt ár sé liðið síðan fyrra erindið var póstlagt en í því var sérstaklega kallað eftir afstöðu stjórnvalda.Málið á dagsskrá Siv Friðleifsdóttir hefur nú fyrst alþingismanna lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um upptöku broskarlakerfis og fagna Neytendasamtökin þessu framtaki. Samtökin skora á alþingismenn að leggja málinu lið enda er eðlilegt að úttektir eftirlitsstofnana sem varða heilbrigði og öryggi neytenda séu aðgengilegar. Finna má ítarlegri upplýsingar um broskarlakerfið á www.ns.is undir „Matvæli“.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar