Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun