Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar