Opið bréf til sjávarútvegsráðherra Atli Hermannsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágæti sjávarútvegsráðherra, þú sagðist í viðtali nýlega vera sannfærður um að sátt myndi nást um fiskveiðimálin og að þið mynduð lenda málinu eins og þú orðaðir það. Gangi það eftir verður um magalendingu að ræða, því frumvörpin eru í hrópandi andstöðu við loforð stjórnarþingmanna fyrir síðustu kosningar. Í stað 15% fyrningar er farið í þveröfuga átt og nýtingarsamningur gerður við útgerðarmenn til 20 ára. Þá er hann uppsegjanlegur eftir fimm ár og verði það einhvern tíma gert er alltaf 15 ára uppsagnartími. Þetta á við um 93,4% af heildaraflamarki þjóðarinnar. Það litla sem eftir stendur er ætlað í leigupott. Því verður sem næst engu bætt í pottakerfið frá því sem nú er — heldur aðeins látið duga að hræra lítillega í nöfnum þeirra. Þá er loforð stjórnarflokkanna um frjálsar handfæraveiðar hvergi að finna. Þá er heldur engu bætt við strandveiðarnar – svo menn geti áfram verið vissir um að deyja frekar af þeim en lifa. Því er ekkert að finna sem stuðlað getur að aukinni verndun grunnslóða með notkun umhverfisvænni veiðarfæra. Ekki er heldur gert ráð fyrir aðskilnaði veiða og vinnslu eða stakt orð um að öllum bol- og botnfiski skuli landað á opna fiskmarkaði. Þá er ákvæðið um 40/60% skiptingu heimilda þegar þorskafli fer yfir 202 þúsund tonn hrein móðgun við allt hugsandi fólk. Væri reglan nú þegar í gildi hefði aðeins tvisvar reynt á hana síðastliðin 20 ár. Og þrátt fyrir afar hagstæð skilyrði í hafinu um þessar mundir og hækkun á stofnvísitölu þorsks, munu ægitök LÍÚ á Hafrannsóknastofnun og röng nýtingarstefna koma í veg fyrir að á skiptinguna reyni svo einhverju skipti. Með þinglýstum 20 ára nýtingarsamningi verður mikil breyting, því með honum fær útgerðin það staðfest að auðlindin sé í raun hennar séreign hvað sem stjórnarskráin kann að segja. Í dag mega erlendir ríkisborgarar eiga allt að 49,9% í íslenskum útgerðum í gegnum sjóði og hlutdeildarfélög. En vegna ákvæðis í fiskveiðilögunum frá árinu 1990, sem segir að aflaheimildum sé aðeins úthlutað til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt, þá höfum við aðeins eitt staðfest dæmi um erlenda fjárfestingu í íslenskri útgerð. En með þinglýstum nýtingarsamningi verða íslensk útgerðarfyrirtæki fyrst áhugaverð fjárfesting. Og það ótrúlega er að margir þeir þingmenn sem hvað harðast ganga gegn ESB-aðild af ótta við erlenda skipaflota munu með einkanýtingarsamningi þessum gera útgerðarmönnum kleift að opna erlendum fjárfestum beinan aðgang að auðlindinni. Kvótaþing á að endurvekja í umsjá Fiskistofu. En kvótaþing starfaði í þrjú ár og var lagt niður árið 2001 vegna þess að ekki þótti verjandi að ríkisstofnun hefði milligöngu og aðstoðaði útgerðarmenn við sölu á óveiddum fiski — sem samkvæmt 1. grein fiskveiðistjórnarlaganna er sameign þjóðarinnar. En sérfræðingar í orðhengilshætti munu finna lausn á því. Þá er svo búið um hnútana að umræðan er látin snúast um hagnað af makrílveiðum, veiðileyfagjald og þann mikla hagnað sem myndaðist hjá útgerðinni við fall krónunnar 2008. Umræðan um fiskveiðikerfið er því á hreinum villigötum og látin fyrst og síðast snúast um skattamál. Vegna þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru á stjórnaskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs er afar mikilvægt að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synji væntanlegum lögunum staðfestingar og vísi þeim í þjóðaratkvæði. Bréf númer 5.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun