Fleiri fréttir Hundalógik Sigurður Pálsson skrifar Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. 12.4.2012 06:00 Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson skrifar Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega." Ég stóð við hliðina á sóknarnefndarformanni norður í landi og ræddi við hann um stöðu kirkjunnar, um kirkjuhúsið og þróun kirkjumála. Hann færði í orð viðhorf fólks um allt land. Við eldhúsborð og í stofum hef ég heyrt svipaðar sögur fólks um kirkjuna. Þjóðkirkjan skiptir þau máli, en það er kirkjan þeirra, sóknarkirkjan og líf hennar, sem þau tala um af mestri elskusemi. 12.4.2012 06:00 Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta Árni Páll Árnason skrifar Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna. 12.4.2012 06:00 Verkefnið skuldastaða heimilanna Jón Lárusson skrifar Við stöndum einungis frammi fyrir verkefnum og þau er annaðhvort hægt að leysa eða ekki. Vandamál er því ekki til, nema verkefnið sé óleysanlegt og hafi áhrif á aðra þætti í kringum okkur. 12.4.2012 06:00 Kvótakerfi 2.0 Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. 12.4.2012 06:00 Hræðilegar virkjanir Sigurður Friðleifsson skrifar Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. 12.4.2012 06:00 Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill fara bandarísku leiðina til þess að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna. Markmiðið með þessum aðgerðum er að fara að lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007. Með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga. Bandaríska leiðin kallast „The Troubled Asset Relief Program" (TARP). Bandaríski TARP sjóðurinn var magnbundin íhlutun (e. quantitative easing) Seðlabanka Bandaríkjanna sem notuð var til þess að bjarga bandaríska húsnæðislánakerfinu, leysa úr vanda undirmálshúsnæðislána á fjármálamarkaði, og kaupa til baka yfirveðsett húsnæðislán einstaklinga af fjármálafyrirtækjum. 12.4.2012 06:00 Norðurslóðir, Ísland og Kína: Efnahagsleg tækifæri og pólitískt mikilvægi Egill Þór Níelsson skrifar Málefni norðurslóða hafa öðlast aukið vægi í alþjóðlegri umræðu samfara hnattrænum loftslagsbreytingum sem hafa áhrif á aðgengi að auðlindum og skipaumferð á svæðinu. Arktíska svæðið hefur verið kallað "seinasti nýmarkaðurinn“ (e. the last emerging market) vegna náttúruauðlinda þess, samhliða því að minnkandi ís á svæðinu getur gjörbylt sjóflutningamarkaði framtíðarinnar. Pólitískt mikilvægi norðurslóða hefur ekki verið meira frá dögum kalda stríðsins, en í dag einkennist pólitískt landslag svæðisins mest af stöðugleika og samvinnu á milli hagsmunaaðila. Norðurskautsráðið og Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna eru í forgrunni samvinnustjórnunar á norðurslóðum og alþjóðlegt samstarf við utanaðkomandi aðila, svo sem Kína, fer fram undir þeim formerkjum. En hvaða efnahagslegu tækifæri liggja á norðurslóðum, hví ætti Ísland að auka norðurslóðasamstarf sitt við Kína og hvernig má best tryggja framtíðarhagsmuni Íslands á svæðinu? 12.4.2012 06:00 Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun Oddný Harðardóttir skrifar Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. 12.4.2012 06:00 Að ausa fley með fingurbjörg – veikleikar núverandi stefnu um afnám hafta Árni Páll Árnason skrifar Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. 11.4.2012 06:00 Lán - og ólán Sighvatur Björgvinsson skrifar Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyldmennum en ekki getað borgað. 11.4.2012 06:00 Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Ástþór Magnússon skrifar Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. 10.4.2012 17:10 Opið bréf frá Falun Gong iðkendum Þórdís Hauksdóttir og Peder Giertsen skrifar Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002. 10.4.2012 14:00 Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason skrifar Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10.4.2012 06:00 Sjálfbært borgarskipulag Trausti Valsson skrifar Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. 10.4.2012 17:00 Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um "bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. 10.4.2012 13:00 Til stuðnings Sigurði Árna Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: 10.4.2012 11:00 Er sem sagt, sko? Jón Axel Egilsson skrifar Æskuvinir mínir voru skrítinn hópur og aldursmunur þess yngsta og elsta hátt í fjögur ár. Þegar einn þeirra elstu komst inn í MR og sagði okkur frá upphefðinni orðaði hann það svona: „Nú er ég kominn í menntaskóla, hættur að segja mér hlakkar til en segi mig hlakkar til.“ Þegar þetta féll í grýttan farveg hjá hópnum bætti hann við: „Maður á nefnilega að segja ég hlakka til.“ Þetta er ein besta kennslustund í íslensku sem ég hlaut um ævina. 10.4.2012 06:00 Öskjuhlíð, fólkvangur í miðri borg Sigríður Sigurðardóttir skrifar Reykjavíkurborg sótti um hjá Evrópusambandinu um að vera græn höfuðborg og komst í úrslit. Borgirnar sem verða fyrir valinu eru metnar út frá ýmsum hliðum borgarlífsins þ.m.t. grænum svæðum og þurfa að huga að sjálfbærni innan borgarmarkanna með tilliti til velferðar íbúa og varðveislu menningararfsins. Velferð er hluti af sjálfbærri hugsun og því mikilvægt að Reykjavíkurborg fari varlega þegar deiliskipulag er gert með græn svæði. 10.4.2012 06:00 Hugmynd að grænu hjarta í Reykjavík Björn B. Björnsson skrifar Margir Reykvíkingar eru á móti fyrirhugaðri hótelbyggingu við sunnanvert Ingólfstorg vegna þess skaða sem hún veldur á umhverfi miðborgarinnar: Við fáum minni sól á Ingólfstorg, Nasa verður rifið og risahótel kallar á aukna umferð um þennan viðkvæmasta blett borgarinnar á kostnað almannarýma og Alþingis. 10.4.2012 06:00 Við eigum brekku eftir Oddný G. Harðardóttir skrifar Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: "Við eigum brekku eftir.“ 10.4.2012 06:00 Brot úr sögu Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson skrifar Á næsta ári eru liðin 60 ár frá stofnun Neytendasamtakanna en þau eru þriðju elstu neytendasamtök í heiminum. Það var framsýnt fólk sem stóð að stofnun samtakanna á sínum tíma og að öðrum ólöstuðum fór Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur þar fremstur í flokki. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina haft afskipti af ótal málum sem varða hagsmuni neytenda og er hér tæpt á nokkrum þeirra. 7.4.2012 06:00 Ríki án þjóða Jón Ormur Halldórsson skrifar 5.4.2012 06:00 Auðlindir og almannahagur Ögmundur Jónasson skrifar Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur. 5.4.2012 06:00 Útgerðin getur lagt meira af mörkum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. 5.4.2012 06:00 Jöfnuður – markmið friðar Gunnar Hersveinn skrifar Allt sem við viljum er friður á jörð! Friðurinn stendur til boða – ef við viljum. Afl friðar er jöfnuður og gjafmildi. Afl ófriðar er græðgi og heimska. 5.4.2012 06:00 Hvað vill Ólafur Ragnar? Haukur Sigurðsson skrifar Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. 5.4.2012 06:00 Aprílgabb borgarfulltrúa Ólafur Baldursson skrifar Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ritaði pistil um nýjan Landspítala á bloggsíðu sína 3. apríl sl. Í pistlinum er að finna ýmsar rangfærslur og staðreyndavillur og virðist hann gera sér leik að því að taka tölur úr samhengi. Gísli Marteinn heldur því blákalt fram að til standi að byggja 290 þúsund fermetra spítala og að sameinaður spítali verði þrisvar sinnum stærri en núverandi byggingar við Hringbraut og í Fossvogi. 5.4.2012 06:00 Það er nefnilega vitlaust gefið Margrét Kristmannsdóttir skrifar Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. 5.4.2012 06:00 Opið bréf til velferðarráðherra Ómar Sigurvin skrifar Því miður er það svo að þrátt fyrir fagleg rök þá virðumst við læknar í nokkrum mæli mæta því viðhorfi að við höfum eitthvað út á samstarfsstéttir okkar að setja, þar sem við höfum vissar efasemdir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísanaheimild lyfjalaga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga athyglina frá innihaldinu, eins og sjá má á grein á pressan.is frá 23. mars sl. 5.4.2012 06:00 Að hugsa lengra en nefið nær Ásgerður Bergsdóttir og Katrín Hauksdóttir skrifar Úr öllum landshlutum berast kröfur til hins opinbera um uppbyggingu atvinnulífsins og aukna hagsæld íbúanna. Háværastir í þeim hópi eru þeir sem krefjast þess að stóriðjufyrirtækjum á borð við álbræðslur verði gert kleift að opna hér verksmiðjur með ýmis konar ívilnunum. 5.4.2012 06:00 Evrópusambandið reynir að stíga ölduna Kristján Vigfússon skrifar 5.4.2012 06:00 Lýðræðispopúlistinn Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til "popúlsins“, sem er latína fyrir "lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. 4.4.2012 10:00 Þreytandi klisjur og blekkjandi Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar Þegar þagga á niður í andófi, gera lítið úr því og þeim sem að því standa, er oft eins og tiltekin runa, vélræn upptalning á örfáum nöfnum og atburðum, komi upp í huga fólks. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi, Nelson Mandela — nafnalistanum er beinlínis kastað fram og honum ætlað að gera öllum ljóst að samanborið við þessar manneskjur sé andófsfólkið sem gagnrýnt er ómerkilegt, lítilvæglegt og ómarktakandi. Allt sem fjórmenningarnir ofangreindu eru ekki. 4.4.2012 06:00 Bændur eiga réttinn í Þjórsá Orri Vigfússon skrifar Í greinum sem forstjórar Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar skrifuðu í Fréttablaðið í nýliðinni viku gætir talsverðs misskilnings á laxafiskastofnum og vistkerfi þeirra í Þjórsá. Landsvirkjun á hvorugt. Fiskurinn og búsvæði hans er auðlind í eigu veiðiréttareigenda, lögvarin af stjórnarskrá landsins. Fyrir all löngu fékk Landsvirkjun leyfi til ýmissa aðgerða til að meiri arður kæmi úr raforkuframleiðslunni en greiddi fyrir það leyfi með gerð fiskistiga við Búða. Eftir stendur fiskurinn og vistkerfið í eigu bænda og landeigenda. Veiðifélag Þjórsár ber lögum samkvæmt ábyrgð á nýtingu fiskstofnanna í ánni og á að gæta hagsmuna veiðiréttareigenda við ána þar sem verndun til framtíðar er forgangsmál. 4.4.2012 06:00 Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu Steingrímur J. Sigfússon skrifar Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. 4.4.2012 06:00 Siðlaus rányrkja vegna stundargróða Herdís Þorvaldsdóttir skrifar Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. 4.4.2012 06:00 Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Oktavía Guðmundsdóttir skrifar Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. 4.4.2012 06:00 Ert þú upplýst/ur? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar Í Fréttablaðinu 31. janúar sl. birtist grein eftir Teit Guðmundsson „Okkur blæðir!“ þar sem hann talar um mikilvægi samtengdrar sjúkraskrár á landsvísu. Ég tel að samtengd sjúkraskrá myndi bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins til mikilla muna. En áður en að því kemur verður að ganga svo frá að farið sé að lögum um sjúkraskrár og að réttindi notenda þjónustunnar séu virt í hvívetna. 4.4.2012 06:00 Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. 4.4.2012 06:00 „Verðvernd“ er grín á kostnað neytenda Baldur Björnsson skrifar Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? 4.4.2012 06:00 Drómi hf. – innheimtu- fyrirtæki með ríkisábyrgð Björn Steinbekk Kristjánsson skrifar Drómi hf. er hlutafélag sem innheimtir lán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa Fjárfestingabankans og er að fullu í eigu slitastjórnar SPRON/Frjálsa fjárfestingabankans. Það sem gerir Dróma hf. frábrugðinn öðrum fjármálastofnunum er sá að Drómi hf. er í raun innheimtufyrirtæki sem hefur engan hag af því að vinna með eða þjónusta sína viðskiptavini þó forsvarsmenn Dróma hf. hafi reynt af veikum mætti að halda öðru fram. 4.4.2012 06:00 Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. 4.4.2012 05:00 Flaggskip þjóðkirkjunnar Sigurður Árni Þórðarson skrifar Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. 3.4.2012 06:00 Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. 3.4.2012 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Hundalógik Sigurður Pálsson skrifar Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri. 12.4.2012 06:00
Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson skrifar Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega." Ég stóð við hliðina á sóknarnefndarformanni norður í landi og ræddi við hann um stöðu kirkjunnar, um kirkjuhúsið og þróun kirkjumála. Hann færði í orð viðhorf fólks um allt land. Við eldhúsborð og í stofum hef ég heyrt svipaðar sögur fólks um kirkjuna. Þjóðkirkjan skiptir þau máli, en það er kirkjan þeirra, sóknarkirkjan og líf hennar, sem þau tala um af mestri elskusemi. 12.4.2012 06:00
Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta Árni Páll Árnason skrifar Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna. 12.4.2012 06:00
Verkefnið skuldastaða heimilanna Jón Lárusson skrifar Við stöndum einungis frammi fyrir verkefnum og þau er annaðhvort hægt að leysa eða ekki. Vandamál er því ekki til, nema verkefnið sé óleysanlegt og hafi áhrif á aðra þætti í kringum okkur. 12.4.2012 06:00
Kvótakerfi 2.0 Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar. 12.4.2012 06:00
Hræðilegar virkjanir Sigurður Friðleifsson skrifar Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar. 12.4.2012 06:00
Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill fara bandarísku leiðina til þess að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna. Markmiðið með þessum aðgerðum er að fara að lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007. Með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga. Bandaríska leiðin kallast „The Troubled Asset Relief Program" (TARP). Bandaríski TARP sjóðurinn var magnbundin íhlutun (e. quantitative easing) Seðlabanka Bandaríkjanna sem notuð var til þess að bjarga bandaríska húsnæðislánakerfinu, leysa úr vanda undirmálshúsnæðislána á fjármálamarkaði, og kaupa til baka yfirveðsett húsnæðislán einstaklinga af fjármálafyrirtækjum. 12.4.2012 06:00
Norðurslóðir, Ísland og Kína: Efnahagsleg tækifæri og pólitískt mikilvægi Egill Þór Níelsson skrifar Málefni norðurslóða hafa öðlast aukið vægi í alþjóðlegri umræðu samfara hnattrænum loftslagsbreytingum sem hafa áhrif á aðgengi að auðlindum og skipaumferð á svæðinu. Arktíska svæðið hefur verið kallað "seinasti nýmarkaðurinn“ (e. the last emerging market) vegna náttúruauðlinda þess, samhliða því að minnkandi ís á svæðinu getur gjörbylt sjóflutningamarkaði framtíðarinnar. Pólitískt mikilvægi norðurslóða hefur ekki verið meira frá dögum kalda stríðsins, en í dag einkennist pólitískt landslag svæðisins mest af stöðugleika og samvinnu á milli hagsmunaaðila. Norðurskautsráðið og Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna eru í forgrunni samvinnustjórnunar á norðurslóðum og alþjóðlegt samstarf við utanaðkomandi aðila, svo sem Kína, fer fram undir þeim formerkjum. En hvaða efnahagslegu tækifæri liggja á norðurslóðum, hví ætti Ísland að auka norðurslóðasamstarf sitt við Kína og hvernig má best tryggja framtíðarhagsmuni Íslands á svæðinu? 12.4.2012 06:00
Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun Oddný Harðardóttir skrifar Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. 12.4.2012 06:00
Að ausa fley með fingurbjörg – veikleikar núverandi stefnu um afnám hafta Árni Páll Árnason skrifar Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð. 11.4.2012 06:00
Lán - og ólán Sighvatur Björgvinsson skrifar Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyldmennum en ekki getað borgað. 11.4.2012 06:00
Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Ástþór Magnússon skrifar Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. 10.4.2012 17:10
Opið bréf frá Falun Gong iðkendum Þórdís Hauksdóttir og Peder Giertsen skrifar Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002. 10.4.2012 14:00
Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft Árni Páll Árnason skrifar Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist. 10.4.2012 06:00
Sjálfbært borgarskipulag Trausti Valsson skrifar Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar. 10.4.2012 17:00
Ábyrgðarkver Reimar Pétursson skrifar Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um "bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008. 10.4.2012 13:00
Til stuðnings Sigurði Árna Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að: 10.4.2012 11:00
Er sem sagt, sko? Jón Axel Egilsson skrifar Æskuvinir mínir voru skrítinn hópur og aldursmunur þess yngsta og elsta hátt í fjögur ár. Þegar einn þeirra elstu komst inn í MR og sagði okkur frá upphefðinni orðaði hann það svona: „Nú er ég kominn í menntaskóla, hættur að segja mér hlakkar til en segi mig hlakkar til.“ Þegar þetta féll í grýttan farveg hjá hópnum bætti hann við: „Maður á nefnilega að segja ég hlakka til.“ Þetta er ein besta kennslustund í íslensku sem ég hlaut um ævina. 10.4.2012 06:00
Öskjuhlíð, fólkvangur í miðri borg Sigríður Sigurðardóttir skrifar Reykjavíkurborg sótti um hjá Evrópusambandinu um að vera græn höfuðborg og komst í úrslit. Borgirnar sem verða fyrir valinu eru metnar út frá ýmsum hliðum borgarlífsins þ.m.t. grænum svæðum og þurfa að huga að sjálfbærni innan borgarmarkanna með tilliti til velferðar íbúa og varðveislu menningararfsins. Velferð er hluti af sjálfbærri hugsun og því mikilvægt að Reykjavíkurborg fari varlega þegar deiliskipulag er gert með græn svæði. 10.4.2012 06:00
Hugmynd að grænu hjarta í Reykjavík Björn B. Björnsson skrifar Margir Reykvíkingar eru á móti fyrirhugaðri hótelbyggingu við sunnanvert Ingólfstorg vegna þess skaða sem hún veldur á umhverfi miðborgarinnar: Við fáum minni sól á Ingólfstorg, Nasa verður rifið og risahótel kallar á aukna umferð um þennan viðkvæmasta blett borgarinnar á kostnað almannarýma og Alþingis. 10.4.2012 06:00
Við eigum brekku eftir Oddný G. Harðardóttir skrifar Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: "Við eigum brekku eftir.“ 10.4.2012 06:00
Brot úr sögu Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson skrifar Á næsta ári eru liðin 60 ár frá stofnun Neytendasamtakanna en þau eru þriðju elstu neytendasamtök í heiminum. Það var framsýnt fólk sem stóð að stofnun samtakanna á sínum tíma og að öðrum ólöstuðum fór Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur þar fremstur í flokki. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina haft afskipti af ótal málum sem varða hagsmuni neytenda og er hér tæpt á nokkrum þeirra. 7.4.2012 06:00
Auðlindir og almannahagur Ögmundur Jónasson skrifar Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur. 5.4.2012 06:00
Útgerðin getur lagt meira af mörkum Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði. 5.4.2012 06:00
Jöfnuður – markmið friðar Gunnar Hersveinn skrifar Allt sem við viljum er friður á jörð! Friðurinn stendur til boða – ef við viljum. Afl friðar er jöfnuður og gjafmildi. Afl ófriðar er græðgi og heimska. 5.4.2012 06:00
Hvað vill Ólafur Ragnar? Haukur Sigurðsson skrifar Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. 5.4.2012 06:00
Aprílgabb borgarfulltrúa Ólafur Baldursson skrifar Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi ritaði pistil um nýjan Landspítala á bloggsíðu sína 3. apríl sl. Í pistlinum er að finna ýmsar rangfærslur og staðreyndavillur og virðist hann gera sér leik að því að taka tölur úr samhengi. Gísli Marteinn heldur því blákalt fram að til standi að byggja 290 þúsund fermetra spítala og að sameinaður spítali verði þrisvar sinnum stærri en núverandi byggingar við Hringbraut og í Fossvogi. 5.4.2012 06:00
Það er nefnilega vitlaust gefið Margrét Kristmannsdóttir skrifar Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. 5.4.2012 06:00
Opið bréf til velferðarráðherra Ómar Sigurvin skrifar Því miður er það svo að þrátt fyrir fagleg rök þá virðumst við læknar í nokkrum mæli mæta því viðhorfi að við höfum eitthvað út á samstarfsstéttir okkar að setja, þar sem við höfum vissar efasemdir um gæði frumvarps yðar um breytingar á ávísanaheimild lyfjalaga. Fagleg rök víkja fyrir tilfinningaríkum skrifum sem draga athyglina frá innihaldinu, eins og sjá má á grein á pressan.is frá 23. mars sl. 5.4.2012 06:00
Að hugsa lengra en nefið nær Ásgerður Bergsdóttir og Katrín Hauksdóttir skrifar Úr öllum landshlutum berast kröfur til hins opinbera um uppbyggingu atvinnulífsins og aukna hagsæld íbúanna. Háværastir í þeim hópi eru þeir sem krefjast þess að stóriðjufyrirtækjum á borð við álbræðslur verði gert kleift að opna hér verksmiðjur með ýmis konar ívilnunum. 5.4.2012 06:00
Lýðræðispopúlistinn Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til "popúlsins“, sem er latína fyrir "lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning. 4.4.2012 10:00
Þreytandi klisjur og blekkjandi Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson skrifar Þegar þagga á niður í andófi, gera lítið úr því og þeim sem að því standa, er oft eins og tiltekin runa, vélræn upptalning á örfáum nöfnum og atburðum, komi upp í huga fólks. Rosa Parks, Martin Luther King, Mahatma Gandhi, Nelson Mandela — nafnalistanum er beinlínis kastað fram og honum ætlað að gera öllum ljóst að samanborið við þessar manneskjur sé andófsfólkið sem gagnrýnt er ómerkilegt, lítilvæglegt og ómarktakandi. Allt sem fjórmenningarnir ofangreindu eru ekki. 4.4.2012 06:00
Bændur eiga réttinn í Þjórsá Orri Vigfússon skrifar Í greinum sem forstjórar Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar skrifuðu í Fréttablaðið í nýliðinni viku gætir talsverðs misskilnings á laxafiskastofnum og vistkerfi þeirra í Þjórsá. Landsvirkjun á hvorugt. Fiskurinn og búsvæði hans er auðlind í eigu veiðiréttareigenda, lögvarin af stjórnarskrá landsins. Fyrir all löngu fékk Landsvirkjun leyfi til ýmissa aðgerða til að meiri arður kæmi úr raforkuframleiðslunni en greiddi fyrir það leyfi með gerð fiskistiga við Búða. Eftir stendur fiskurinn og vistkerfið í eigu bænda og landeigenda. Veiðifélag Þjórsár ber lögum samkvæmt ábyrgð á nýtingu fiskstofnanna í ánni og á að gæta hagsmuna veiðiréttareigenda við ána þar sem verndun til framtíðar er forgangsmál. 4.4.2012 06:00
Ferðaþjónustan á fljúgandi siglingu Steingrímur J. Sigfússon skrifar Eftir efnahagsáföllin miklu árið 2008 hefur reynt á hefðbundnar gjaldeyrisskapandi greinar landsins, raunhagkerfið íslenska, sem stóð eftir þegar bólan sprakk. 4.4.2012 06:00
Siðlaus rányrkja vegna stundargróða Herdís Þorvaldsdóttir skrifar Útflutningsaðilar lambakjöts hvetja nú bændur til að fjölga fénu um allt að helming vegna þess að síðan krónan féll þarf ekki að borga tugi milljóna með útflutningnum, eins og gert var í áratugi. Einhverjar gjaldeyristekjur skapast, sem fara þó fljótt aftur úr landi, því mikinn gjaldeyri þarf til framleiðslu á þessum afurðum: áburð, rúlluplast, vélar, eldsneyti, lyf o.s.frv. Kostnaðurinn við að framleiða þetta kjöt er miklu meiri en það sem fæst fyrir afurðirnar. 4.4.2012 06:00
Opinber stuðningur til fráskilinna foreldra Oktavía Guðmundsdóttir skrifar Árið 2010 voru lögskilnaðir 563 og sama ár urðu sambúðarslit 594. Lögskilnaðirnir snertu 641 barn en í sambúðarslitum var 371 barn. 4.4.2012 06:00
Ert þú upplýst/ur? Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar Í Fréttablaðinu 31. janúar sl. birtist grein eftir Teit Guðmundsson „Okkur blæðir!“ þar sem hann talar um mikilvægi samtengdrar sjúkraskrár á landsvísu. Ég tel að samtengd sjúkraskrá myndi bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins til mikilla muna. En áður en að því kemur verður að ganga svo frá að farið sé að lögum um sjúkraskrár og að réttindi notenda þjónustunnar séu virt í hvívetna. 4.4.2012 06:00
Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. 4.4.2012 06:00
„Verðvernd“ er grín á kostnað neytenda Baldur Björnsson skrifar Hefur þú, lesandi góður, einhvern tímann lagt á þig kostnað og fyrirhöfn til að fá endurgreidda nokkra hundraðkalla vegna fullyrðinga um „verðvernd“? 4.4.2012 06:00
Drómi hf. – innheimtu- fyrirtæki með ríkisábyrgð Björn Steinbekk Kristjánsson skrifar Drómi hf. er hlutafélag sem innheimtir lán sem voru í eigu SPRON og Frjálsa Fjárfestingabankans og er að fullu í eigu slitastjórnar SPRON/Frjálsa fjárfestingabankans. Það sem gerir Dróma hf. frábrugðinn öðrum fjármálastofnunum er sá að Drómi hf. er í raun innheimtufyrirtæki sem hefur engan hag af því að vinna með eða þjónusta sína viðskiptavini þó forsvarsmenn Dróma hf. hafi reynt af veikum mætti að halda öðru fram. 4.4.2012 06:00
Mannréttindaráðherra hunsar lög Einar Steingrímsson skrifar Haustið 2009 flúði Mohammed Lo, tvítugur maður, frá Máritaníu. Þar hafði hann verið þræll frá blautu barnsbeini, enda sonur þræla og þar með „réttmæt“ eign húsbóndans sem hafði þrælkað foreldrana alla ævi þeirra. Það var skömmu eftir lát móður sinnar sem Mohammed flúði, en faðirinn lést fáum árum áður; hvorugt naut nokkurn tíma læknisþjónustu. Fyrir utan systur sína, sem samtímis flúði til Senegal, þekkti Mohammed ekkert fólk nema nokkra samþræla sína. 4.4.2012 05:00
Flaggskip þjóðkirkjunnar Sigurður Árni Þórðarson skrifar Í aðdraganda biskupskjörs var ég spurður um fyrstu verkefni í starfi ef ég yrði kjörinn biskup. Af þremur forgangsverkefnum er varða ungt fólk, fjármál og starfsfólk tel ég að mikilvægasta verkefnið varði æsku þjóðarinnar. 3.4.2012 06:00
Af fordómum í garð Hjálpræðishersins Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar Hjálpræðisherinn var varla kominn til Reykjavíkur um aldamótin þarsíðustu, meðlimir hans höfðu varla byrjað samkomuhald þegar út kom smárit í Reykjavík þar sem höfundur valdi að hæðast að trúargjörningum þeirra. Þar mátti lesa setningar eins og: „Sálma sína syngja þeir og spila með mjög mikilli léttúð.“ Á Akureyri gekk andófið svo langt að einni herkonu var troðið ofan í kartöflusekk og átti að henda henni í sjóinn. 3.4.2012 06:00