Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis 20. apríl 2012 09:30 Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar