Mennska Guðrún Hannesdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. Og einn daginn blasa afleiðingarnar við allra augum og vekja hrylling og hryggð um heimsbyggðina. Ég er hér að tala um hina hörmulegu atburði sem urðu í Útey síðastliðið sumar, fjöldamorðin í Útey. Málið er talið einstakt og grafalvarlegt og einn mjög mikilvægur þáttur þess virðist brýn þörf á að úrskurða hvort morðinginn sé ósakhæfur eða ekki. Hvort hann sé haldinn ofsóknargeðklofa eða sakhæfur á við hvern venjulegan mann, mig og þig. Já – menn líta á málið sem einstakt og grafalvarlegt eins og stundum vill verða. Skýringin á því er auðvitað sú hvað við sjáum það skýrt og afmarkað í umgjörð sinni. Vettvangurinn er lítil falleg eyja í friðsömu ríki, fórnarlömbin eru flest ungmenni sem aldrei hafa gert flugu mein, og allir skynja að með þeim hverfa draumar og vonir eins og dögg fyrir sólu. Önnur ódæði á margfalt stærri skala tala ekki svona skýrt og skelfilega til okkar þó eðli þeirra sé hið sama. Ég er að tala um árásir og stríð hervelda heimsins og bandalaga þeirra. Enda er sú mynd margbrotin og ekkert auðveldara en að villa mönnum sýn og fela heildarmyndina í moldviðri áróðurs, lyga og brotakenndra, misvísandi frétta sem er þyrlað upp þegar nauðsyn er talin á að fara í stríð. Það er létt verk að vekja fólki ótta við yfirvofandi ógn, en skjótast svo inn í skuggaveröld hinnar lífseigu, kaldhömruðu realpólitíkur og telja fólki trú um að það sé í góðu lagi að kasta siðferðilegum rökum út í ystu myrkur (tímabundið) og láta sig örlög þeirra sem lenda í skotlínunni engu skipta til að ná tilætluðum árangri. Það er hafist handa á kunnuglegan hátt; búin er til skýr mynd af óvininum, gerð áætlun um hvernig best megi koma honum fyrir kattarnef, útveguð nýjustu og bestu tæki og tól og metið síðan á forsendum eigin ágætis og óskeikulleika hvenær skuli láta til skarar skríða. En nú bregður svo við að málið er ekki lengur skýrt einstakt og grafalvarlegt. Það er enginn sem stillir fókusinn og margir eru þeir sem sjá sér engan hag í því. Enginn er í sjónmáli til að telja líkin af nákvæmni, telja og tíunda öll örkumlin og sálarmorðin. Og enginn tiltækur eða kallaður til að skera úr um sakhæfi eða skort á sakhæfi árásaraðila í gjörningaveðrinu sem umlykur slíka atburði. Það er líkast til mörgum enn minnisstætt á hvaða hátt Norðmenn brugðust við óhæfuverkunum á Útey. Í stað þess að fallast hendur í örvæntingu eða skríða í skjól samsæriskenninga og haturs, leituðu þeir að innri styrk þjóðarinnar með ótrúlega eftirminnilegum og fallegum hætti, kölluðu eftir siðferðisþreki fjöldans og fundu það þrek. Ýmis teikn eru nú á lofti, teikn sem með bjartsýni má túlka sem vaxandi styrk alþýðu manna og merki þess að „vor“ sé í vændum á alþjóðavettvangi. Við höfum séð margar arabaþjóðir losna úr viðjum óttans og segja vopnlausar ofureflinu stríð á hendur í von um betra og réttlátara líf. Við höfum séð ungt fólk á Vesturlöndum losna úr viðjum aðgerðaleysis og sljóleika og heimta að fá að taka þátt í réttlátri skiptingu heimsins gæða. Við höfum séð marga opna augun fyrir því virðingarleysi sem viðgengist hefur í umgengni okkar við náttúruna og marga opna augun fyrir þörfinni á að safna liði til að vinna að betri heimi öllum til handa áður en það er orðið of seint. En við höfum of lengi vanrækt að stíga skrefið til fulls, skilgreina og segja útlæg úr mannlegu samfélagi þau öfl sem sóa, myrða og eyðileggja í tilgangsleysi og byrja svo upp á nýtt á næstu styrjöld, eyðingu og sóun eins og ekkert hafi í skorist. Það geta engir nema við sjálf ákveðið hvort slíkt athæfi er saknæmt eða ekki. Og það er komið að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Maður einn vinnur að því árum saman að koma sér upp hugmyndafræði. Hann vinnur að því að sjá sér út óvini og byggja upp í huga sér mynd af óþverralegu og háskalegu innræti þeirra. Vinnur að því árum saman að smíða áætlun um hvernig best sé að koma þeim fyrir kattarnef. Vinnur að því að útvega sér þjálfun, nýjustu tól og tæki til að árangurinn verði sem bestur. Metur síðan á eigin forsendum, með eigin upphöfnu sjálfsmynd að leiðarljósi, hvenær rétta stundin sé runnin upp og lætur til skarar skríða. Og einn daginn blasa afleiðingarnar við allra augum og vekja hrylling og hryggð um heimsbyggðina. Ég er hér að tala um hina hörmulegu atburði sem urðu í Útey síðastliðið sumar, fjöldamorðin í Útey. Málið er talið einstakt og grafalvarlegt og einn mjög mikilvægur þáttur þess virðist brýn þörf á að úrskurða hvort morðinginn sé ósakhæfur eða ekki. Hvort hann sé haldinn ofsóknargeðklofa eða sakhæfur á við hvern venjulegan mann, mig og þig. Já – menn líta á málið sem einstakt og grafalvarlegt eins og stundum vill verða. Skýringin á því er auðvitað sú hvað við sjáum það skýrt og afmarkað í umgjörð sinni. Vettvangurinn er lítil falleg eyja í friðsömu ríki, fórnarlömbin eru flest ungmenni sem aldrei hafa gert flugu mein, og allir skynja að með þeim hverfa draumar og vonir eins og dögg fyrir sólu. Önnur ódæði á margfalt stærri skala tala ekki svona skýrt og skelfilega til okkar þó eðli þeirra sé hið sama. Ég er að tala um árásir og stríð hervelda heimsins og bandalaga þeirra. Enda er sú mynd margbrotin og ekkert auðveldara en að villa mönnum sýn og fela heildarmyndina í moldviðri áróðurs, lyga og brotakenndra, misvísandi frétta sem er þyrlað upp þegar nauðsyn er talin á að fara í stríð. Það er létt verk að vekja fólki ótta við yfirvofandi ógn, en skjótast svo inn í skuggaveröld hinnar lífseigu, kaldhömruðu realpólitíkur og telja fólki trú um að það sé í góðu lagi að kasta siðferðilegum rökum út í ystu myrkur (tímabundið) og láta sig örlög þeirra sem lenda í skotlínunni engu skipta til að ná tilætluðum árangri. Það er hafist handa á kunnuglegan hátt; búin er til skýr mynd af óvininum, gerð áætlun um hvernig best megi koma honum fyrir kattarnef, útveguð nýjustu og bestu tæki og tól og metið síðan á forsendum eigin ágætis og óskeikulleika hvenær skuli láta til skarar skríða. En nú bregður svo við að málið er ekki lengur skýrt einstakt og grafalvarlegt. Það er enginn sem stillir fókusinn og margir eru þeir sem sjá sér engan hag í því. Enginn er í sjónmáli til að telja líkin af nákvæmni, telja og tíunda öll örkumlin og sálarmorðin. Og enginn tiltækur eða kallaður til að skera úr um sakhæfi eða skort á sakhæfi árásaraðila í gjörningaveðrinu sem umlykur slíka atburði. Það er líkast til mörgum enn minnisstætt á hvaða hátt Norðmenn brugðust við óhæfuverkunum á Útey. Í stað þess að fallast hendur í örvæntingu eða skríða í skjól samsæriskenninga og haturs, leituðu þeir að innri styrk þjóðarinnar með ótrúlega eftirminnilegum og fallegum hætti, kölluðu eftir siðferðisþreki fjöldans og fundu það þrek. Ýmis teikn eru nú á lofti, teikn sem með bjartsýni má túlka sem vaxandi styrk alþýðu manna og merki þess að „vor“ sé í vændum á alþjóðavettvangi. Við höfum séð margar arabaþjóðir losna úr viðjum óttans og segja vopnlausar ofureflinu stríð á hendur í von um betra og réttlátara líf. Við höfum séð ungt fólk á Vesturlöndum losna úr viðjum aðgerðaleysis og sljóleika og heimta að fá að taka þátt í réttlátri skiptingu heimsins gæða. Við höfum séð marga opna augun fyrir því virðingarleysi sem viðgengist hefur í umgengni okkar við náttúruna og marga opna augun fyrir þörfinni á að safna liði til að vinna að betri heimi öllum til handa áður en það er orðið of seint. En við höfum of lengi vanrækt að stíga skrefið til fulls, skilgreina og segja útlæg úr mannlegu samfélagi þau öfl sem sóa, myrða og eyðileggja í tilgangsleysi og byrja svo upp á nýtt á næstu styrjöld, eyðingu og sóun eins og ekkert hafi í skorist. Það geta engir nema við sjálf ákveðið hvort slíkt athæfi er saknæmt eða ekki. Og það er komið að því.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun