Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 14. apríl 2012 06:00 Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu:Heildartekjur heimilis eru 700.000 kr. í þessu dæmi.Öll lán eru jafngreiðslulán og höfuðstóll lækkar við hver mánaðamót.Lán gætu boðið upp á endurskoðun á 5 ára fresti v/ breytilegrar greiðslugetu heimilis.Lengri lánagreiðslur eru sambærilegar og leigutekjur.Sjóðurinn verður kominn í hagnað á níunda ári eða fyrr, miðað við núverandi verðbólgumarkmið 2,5%. Í þessum tillögum Hægri grænna, flokks fólksins, töldum við eðlilegt að miða við lengsta flokkinn RIKB 31 sem eru lengstu óverðtryggðu ríkisskuldabréfin til 31 árs, en vextir á honum eru um +/- 7,40% plús 0,25% álag fyrir rekstrarkostnað sjóðsins. Þessi viðmiðunarflokkur er notaður á allar tímalengdir en leyfa uppgreiðslu gegn gjaldi. Einnig mætti nota lægri vexti fyrir þá sem þurfa félagslega aðstoð, en ef aðilar ákveða að greiða upp lánið í félagslega kerfinu og eignast íbúðina að lokum þá sé greitt sérstakt álag sem er þá endurgreiðsla til ríkisins fyrir aðstoðina. Kaupverð bréfanna til fjármálastofnana verður meðalverð síðustu 200 söludaga á markaði á öllum flokkum. Til þess að geta komið þessu í kring verður að leyfa með lögum uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána og uppgreiðslugjald verður að afnema hjá bönkunum. Einnig verður að fella niður stimpilgjöld á þessum eignatilfærslum. Taka skal fram að fjármálastofnanir tapa ekki á þessum viðskiptum, en reiðuféð sem þær fá inn verður lagt inn í Seðlabanka Íslands. Lítil hætta er á að verðbólga aukist þar sem flutningi fjármagns verður beint til fjármálastofnana, en lántakendur sitja eftir með lægri, lengri, viðráðanlegri og óverðtryggð húsnæðislán. Auknu peningamagni í umferð verður stýrt með aukinni bindiskyldu lánastofna, eða eins og þarf til, til þess að fjármálakerfið sé í jafnvægi. Í framhaldinu verður síðan þessum nýju óverðtryggðu húsnæðislánum pakkað inn með verðbréfun (e. securitization) og seld aftur til lánastofnana þ.e. lífeyrissjóða, banka, tryggingarfélaga og annarra fjárfesta. Lánið frá Seðlabanka Íslands til Afskriftasjóðs verðtryggðra húsnæðislána yrði verðtryggt og bæri 0,01% fasta vexti, en verðtryggingin á þessu magnbundna íhlutunarláni til sjóðsins hefur þann hvata fyrir ríkið að halda verðbólgu niðri, og þar með er ríkinu veitt nauðsynlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Tekjur sjóðsins eru vaxtamismunurinn 7,64%, en til þess að afla Afskriftasjóði verðtryggðra húsnæðislána frekari tekna í byrjun, fengi sjóðurinn greiðslur í gegnum fjármagnsfærslugjald. Ganga hugmyndir flokksins út á að taka hóflegt gjald af fjármagnsfærslum lögaðila, eins og á kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að gjaldið sé 0,33% af hverjum viðskiptum með hlutabréf og skuldabréf en 0,033% á afleiðuviðskiptum. 3% fjármagnsfærslugjald yrði sett á gjaldeyrisviðskipti. Það er sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bera mesta ábyrgð á vandanum sem myndaðist við hrunið tækju þannig þátt í að leysa hann. Bónusinn er sá að fjármagnsfærslugjaldið dregur einnig úr áhættusækni lögaðila og áhættusömum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að fjármálastofnanir hafi raskað hegðun neytenda með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtrygging húsnæðislána stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Bandaríska leiðin er heillavænlegust til þess að leiðrétta það óréttlæti sem mögulega ólögleg verðtryggð húsnæðislán hafa kostað íslensk heimili og almenning í landinu. Þar sem þessi leið hefur virkað mjög vel í Bandaríkjunum er ekki annars að vænta en að hún geri það einnig á Íslandi, með tilheyrandi hagvexti og betri lífsskilyrðum almennings sem mundi myndast í kjölfarið. Stöðugleiki í efnahagstjórn er takmarkið og hallalaus fjárlög nauðsynleg. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Við megum heldur ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Ef þessar hugmyndir mínar ganga eftir, fá íslenskar fjölskyldur langþráð fjármálaöryggi sem þeim ber og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eins og ég rakti í fyrri grein minni um að fara bandarísku leiðina sem lausn á skuldavanda heimilanna m.a. með því að lengja í lánum er hægt að fara milliveginn í þessum efnum og bjóða lengstu óverðtryggðu húsnæðislánin til 75 ára, sem gætu verið í boði hjá fyrirhuguðum Afskriftasjóð verðtryggðra húsnæðislána. Sjá töflu:Heildartekjur heimilis eru 700.000 kr. í þessu dæmi.Öll lán eru jafngreiðslulán og höfuðstóll lækkar við hver mánaðamót.Lán gætu boðið upp á endurskoðun á 5 ára fresti v/ breytilegrar greiðslugetu heimilis.Lengri lánagreiðslur eru sambærilegar og leigutekjur.Sjóðurinn verður kominn í hagnað á níunda ári eða fyrr, miðað við núverandi verðbólgumarkmið 2,5%. Í þessum tillögum Hægri grænna, flokks fólksins, töldum við eðlilegt að miða við lengsta flokkinn RIKB 31 sem eru lengstu óverðtryggðu ríkisskuldabréfin til 31 árs, en vextir á honum eru um +/- 7,40% plús 0,25% álag fyrir rekstrarkostnað sjóðsins. Þessi viðmiðunarflokkur er notaður á allar tímalengdir en leyfa uppgreiðslu gegn gjaldi. Einnig mætti nota lægri vexti fyrir þá sem þurfa félagslega aðstoð, en ef aðilar ákveða að greiða upp lánið í félagslega kerfinu og eignast íbúðina að lokum þá sé greitt sérstakt álag sem er þá endurgreiðsla til ríkisins fyrir aðstoðina. Kaupverð bréfanna til fjármálastofnana verður meðalverð síðustu 200 söludaga á markaði á öllum flokkum. Til þess að geta komið þessu í kring verður að leyfa með lögum uppgreiðslu verðtryggðra húsnæðislána og uppgreiðslugjald verður að afnema hjá bönkunum. Einnig verður að fella niður stimpilgjöld á þessum eignatilfærslum. Taka skal fram að fjármálastofnanir tapa ekki á þessum viðskiptum, en reiðuféð sem þær fá inn verður lagt inn í Seðlabanka Íslands. Lítil hætta er á að verðbólga aukist þar sem flutningi fjármagns verður beint til fjármálastofnana, en lántakendur sitja eftir með lægri, lengri, viðráðanlegri og óverðtryggð húsnæðislán. Auknu peningamagni í umferð verður stýrt með aukinni bindiskyldu lánastofna, eða eins og þarf til, til þess að fjármálakerfið sé í jafnvægi. Í framhaldinu verður síðan þessum nýju óverðtryggðu húsnæðislánum pakkað inn með verðbréfun (e. securitization) og seld aftur til lánastofnana þ.e. lífeyrissjóða, banka, tryggingarfélaga og annarra fjárfesta. Lánið frá Seðlabanka Íslands til Afskriftasjóðs verðtryggðra húsnæðislána yrði verðtryggt og bæri 0,01% fasta vexti, en verðtryggingin á þessu magnbundna íhlutunarláni til sjóðsins hefur þann hvata fyrir ríkið að halda verðbólgu niðri, og þar með er ríkinu veitt nauðsynlegt aðhald í ríkisútgjöldum. Tekjur sjóðsins eru vaxtamismunurinn 7,64%, en til þess að afla Afskriftasjóði verðtryggðra húsnæðislána frekari tekna í byrjun, fengi sjóðurinn greiðslur í gegnum fjármagnsfærslugjald. Ganga hugmyndir flokksins út á að taka hóflegt gjald af fjármagnsfærslum lögaðila, eins og á kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að gjaldið sé 0,33% af hverjum viðskiptum með hlutabréf og skuldabréf en 0,033% á afleiðuviðskiptum. 3% fjármagnsfærslugjald yrði sett á gjaldeyrisviðskipti. Það er sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bera mesta ábyrgð á vandanum sem myndaðist við hrunið tækju þannig þátt í að leysa hann. Bónusinn er sá að fjármagnsfærslugjaldið dregur einnig úr áhættusækni lögaðila og áhættusömum viðskiptum banka og fjármálastofnana. Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að fjármálastofnanir hafi raskað hegðun neytenda með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtrygging húsnæðislána stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Bandaríska leiðin er heillavænlegust til þess að leiðrétta það óréttlæti sem mögulega ólögleg verðtryggð húsnæðislán hafa kostað íslensk heimili og almenning í landinu. Þar sem þessi leið hefur virkað mjög vel í Bandaríkjunum er ekki annars að vænta en að hún geri það einnig á Íslandi, með tilheyrandi hagvexti og betri lífsskilyrðum almennings sem mundi myndast í kjölfarið. Stöðugleiki í efnahagstjórn er takmarkið og hallalaus fjárlög nauðsynleg. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Við megum heldur ekki gleyma því að fólkið í landinu horfir til okkar sem bjóðum okkur fram til stjórnmálastarfa – með von um betri framtíð. Okkar skylda er að rísa undir þeim væntingum. Stuðla að betri framtíð, betri lífskjörum, hugsa í lausnum. En ekki leggja stein í götu alls sem til framfara horfir. Efnahagslífið er einn vefur og starfsskilyrði atvinnulífs og lífskjör fólksins eru samofin. Hernaður stjórnvalda gegn heimilum og atvinnulífi landsins er hernaður gegn lífskjörum þjóðarinnar. Ef þessar hugmyndir mínar ganga eftir, fá íslenskar fjölskyldur langþráð fjármálaöryggi sem þeim ber og er það skylda íslenskra stjórnmálamanna að koma þessum málum í örugga höfn.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar