Helför á Íslandi? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 13. apríl 2012 06:00 Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera í tísku að líkja umdeildum málum á Íslandi við skelfilegustu myrkraverk mannkynssögunnar. Sumir þeirra sem andmæltu málarekstrinum gegn Geir H. Haarde kölluðu landsdómsmálið „pólitísk sýndarréttarhöld“. Til dæmis bar Þorsteinn Pálsson landsdómsmálið saman við réttarhöldin yfir Búkharín í Sovétríkjunum, en Búkharín var líflátinn eftir að hafa nauðugur játað á sig fjarstæðukenndar sakir. Þá líkti sóknarpresturinn Þórhallur Heimisson tillögum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um bann við trúboði í skólum við sovéska skoðanakúgun. Biskup Íslands tók í sama streng og sagði tilburði yfirvalda í Reykjavík „minna óhugnanlega á Sovétið sáluga“. Vart þarf að taka fram að svona málflutningur er ótrúleg vanvirðing við fórnarlömb alræðisstjórnarinnar í Sovétríkjunum, fólk sem var ofsótt og drepið fyrir skoðanir sínar. Vitleysan virðist engan endi ætla að taka því síðustu daga hefur lágkúran keyrt um þverbak. Það var viðbúið að útgerðarmenn myndu tryllast vegna frumvarpa Steingríms J. Sigfússonar um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sú er yfirleitt raunin þegar reynt er að hrófla við kvótakerfinu. En að forkólfar útgerðarinnar skuli nú stíga fram og voga sér að líkja breytingunum á fiskveiðistjórnunarkerfinu við helför nasista, það er hreinlega ógeðslegt. Á vefsíðu Morgunblaðsins þann 26. mars er vitnað í Berg Kristinsson, formann Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum. Þar lýsir hann áhyggjum sínum yfir því að hækkun veiðigjalds breyti landsbyggðinni í „hálfgert gettó“ og vísar sérstaklega til bókarinnar Öreigarnir í Lódz eftir Steve Sem-Sandberg. Sú bók lýsir því hvernig nasistar lokuðu gyðinga inni í gettói, drápu þá og svívirtu. Þann 29. mars birtist grein á vefsíðunni Eyjafréttir.is þar sem Kastljósi var líkt við áróðursmálaráðuneyti Göbbels vegna umfjöllunar þess um Samherja. Að lokum er vert að rifja upp viðtal sem tekið var við Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóra LÍÚ, síðastliðið sumar. Þar líkir hann íslenskum útgerðarmönnum við gyðinga í Þýskalandi nasismans. Þessar samlíkingar hljóta að misbjóða öllu heiðvirðu fólki, hvort sem það er hlynnt breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eður ei. Það er óskiljanlegt að fullorðnir menn skuli tala með þessum hætti. Íslenskum útgerðarmönnum er vorkunn að eiga svona talsmenn.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun