Nýtt upphaf – virkilega? Jónas Jónasson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. Nýjasta yfirklórið er að finna í auglýsingum Húsasmiðjunnar um nýtt upphaf á íslenskum byggingavörumarkaði. Þar er látið eins og enginn sé gærdagurinn, bara ný hamingja sem blasi við með „sameiningu” við danska fyrirtækið Bygma. Húsasmiðjan var eitt af þessum fyrirtækjum sem fyrrum eigendur mjólkuðu miskunnarlaust, veðsettu upp í rjáfur og renndu með í stórsvigi kringum skattinn. Eftir hrunið tók Landsbankinn Húsasmiðjuna yfir og kom henni síðan á framfæri lífeyrisþega í gegnum Framtakssjóðinn. Milljarða króna skuldir voru felldar niður og þeim breytt í hlutafé svo fyrirtækið yrði söluvænlegra. Húsasmiðjan var rekin með miklu tapi en skorti samt ekki fé. Meðan á því lúxuslífi stóð voru stjórnendur fyrirtækisins staðnir að samkeppnislagabrotum. Von er á risavaxinni sekt fyrir athæfið. Íslenskir neytendur eru síður en svo að upplifa nýtt upphaf á byggingavörumarkaði, ekki frekar en í viðskiptum við banka, tryggingafélög eða olíufélög. Eina nýja upphafið er hjá hinum danska eiganda Húsasmiðjunnar. Bygma eignaðist Húsasmiðjuna með yfirtöku málamyndaskulda og fékk sérkjör sem erlendur fjárfestir. Bygma þarf ekki að bera kostnaðinn af uppbyggingu Húsasmiðjunnar út um allt land síðasta áratuginn. Þann kostnað bera kröfuhafar og eigendur Landsbankans, ásamt eigendum lífeyrissjóðanna (sem sagt við Íslendingar). Græðlingurinn sem sprettur upp í sjálfumglöðum auglýsingum Húsasmiðjunnar er í raun þyrnóttur kaktus fyrir neytendur jafnt sem eigendur Landsbankans. En ef lygin er endurtekin nógu oft þá fer hún að hljóma sem sannleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Um þessar mundir keppast mörg hrunfyrirtækin við að skapa sér nýja fortíð. Bankarnir og tryggingafélögin auglýsa eins og hrunið hafi aldrei átt sér stað. Meira að segja olíufélögin eru „saklaus”. Þetta minnir á bíl sem kemur af réttingaverkstæði eftir að hafa verið keyrður í klessu. En tjónabíll verður alltaf tjónabíll þó hann fái nýtt lakk. Nýjasta yfirklórið er að finna í auglýsingum Húsasmiðjunnar um nýtt upphaf á íslenskum byggingavörumarkaði. Þar er látið eins og enginn sé gærdagurinn, bara ný hamingja sem blasi við með „sameiningu” við danska fyrirtækið Bygma. Húsasmiðjan var eitt af þessum fyrirtækjum sem fyrrum eigendur mjólkuðu miskunnarlaust, veðsettu upp í rjáfur og renndu með í stórsvigi kringum skattinn. Eftir hrunið tók Landsbankinn Húsasmiðjuna yfir og kom henni síðan á framfæri lífeyrisþega í gegnum Framtakssjóðinn. Milljarða króna skuldir voru felldar niður og þeim breytt í hlutafé svo fyrirtækið yrði söluvænlegra. Húsasmiðjan var rekin með miklu tapi en skorti samt ekki fé. Meðan á því lúxuslífi stóð voru stjórnendur fyrirtækisins staðnir að samkeppnislagabrotum. Von er á risavaxinni sekt fyrir athæfið. Íslenskir neytendur eru síður en svo að upplifa nýtt upphaf á byggingavörumarkaði, ekki frekar en í viðskiptum við banka, tryggingafélög eða olíufélög. Eina nýja upphafið er hjá hinum danska eiganda Húsasmiðjunnar. Bygma eignaðist Húsasmiðjuna með yfirtöku málamyndaskulda og fékk sérkjör sem erlendur fjárfestir. Bygma þarf ekki að bera kostnaðinn af uppbyggingu Húsasmiðjunnar út um allt land síðasta áratuginn. Þann kostnað bera kröfuhafar og eigendur Landsbankans, ásamt eigendum lífeyrissjóðanna (sem sagt við Íslendingar). Græðlingurinn sem sprettur upp í sjálfumglöðum auglýsingum Húsasmiðjunnar er í raun þyrnóttur kaktus fyrir neytendur jafnt sem eigendur Landsbankans. En ef lygin er endurtekin nógu oft þá fer hún að hljóma sem sannleikur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar