Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar