Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar