Er barnið þitt öruggt í skólanum? Gísli Níls Einarsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gunnar 02.05.15 Gunnar Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í fyrra voru um 90.000 börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins eða um 28% þjóðarinnar. Undanfarin ár hafa brunar í skólum verið fátíðir en samt sem áður er mikilvægt að huga vel að eldvörnum þar því foreldrar og forráðamenn verða að geta treyst því að öllum almennum kröfum um eldvarnir sé fylgt í skólum landsins. Fæstir vita hins vegar hvaða kröfur eru gerðar á þessu sviði. Samkvæmt lögum um brunavarnir bera eigendur og forráðamenn skólanna, þ.e. sveitarfélögin, ríkið og einkaaðilar, ábyrgð á að öllum lögum og reglugerðum sé fullnægt, brunavarnir séu virkar og reglubundið eftirlit sé með þeim. Til dæmis skal sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi vera til staðar í öllum leikskólum og grunnskólum frá 1.-4. bekk þar sem eru 10 eða fleiri börn. Sömuleiðis í öllum grunnskólum frá 5. bekk og upp úr ásamt öllum framhaldsskólum þar sem fólksfjöldi er yfir 50 manns. Í hverjum skóla á að vera til viðbragðs- og rýmingaráætlun og halda skal brunaæfingu a.m.k. einu sinni á ári. Tilgangurinn með henni er að þjálfa starfsfólk og nemendur skólanna í að fara eftir áætlunum og um leið tryggja betur öryggi þeirra ef eldur kæmi upp. Forsvarsmönnum skóla ber að sinna reglubundnu eftirliti með eldvörnum í hverjum mánuði og svo ítarlegri skoðun árlega. Sjá þarf til þess að flóttaleiðir séu greiðfærar, hægt sé að opna flóttadyr og björgunarop innan frá án lykils eða verkfæra, útljós (exit-ljós) logi stöðugt, slökkvitæki, eldvarnarteppi og brunaslöngur séu aðgengileg og slökkvitæki yfirfarin árlega. Jafnframt að brunaviðvörunarkerfi séu í lagi, ruslsöfnun innan sem utan húss sé í lágmarki og allt óþarfa rusl fjarlægt strax. Stjórnendur skóla og foreldrar geta nálgast frekari upplýsingar um skipulag og leiðbeiningar um „Eigið eldvarnareftirlit“ í stofnunum og fyrirtækjum á heimasíðu VÍS undir forvörnum fyrirtækja (vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/brunavarnir). Mikilvægt er að starfsfólk skóla sé þjálfað í notkun slökkvibúnaðar, svo sem handslökkvitækja, á þriggja ára fresti hið minnsta. Ef ekki er kunnátta til að meðhöndla slökkvitæki á réttan hátt veita þau falskt öryggi. Samkvæmt tölfræði VÍS úr yfir 2.000 heimsóknum á vinnustaði hefur starfsfólk ekki fengið viðeigandi þjálfun í notkun slökkvitækja í 70% tilfella. Til að viðhalda og efla eldvarnir í skólum landsins er nauðsynlegt að eigendur og stjórnendur skólanna stuðli að góðu samstarfi og samvinnu við eldvarnareftirlit viðkomandi sveitarfélags. Það sé gert með reglubundnum eldvarnarúttektum, aðstoð við uppsetningu og framkvæmd á eigin eftirliti og brunaæfingum. Þá þurfa foreldrar og foreldrafélög að vera meðvituð um hvaða eldvarnir eiga að vera til staðar svo öryggi barna og ungmenna í skólum landsins sé sem best tryggt.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun