Stjórnskipun Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins í þingræðisríki? Hver á að gæta hagsmuna almennings í þingræðisríki og tryggja að ríkisvaldið skerði ekki eigur almennings? Engin umræða hefur verið um ábyrgð Alþingis á Hruninu. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um bæði tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrárfrumvarpi og um einstök álitaefni tengd tillögunum. Auk spurningar um afstöðu til stjórnarskrárfrumvarpsins er lagt til að spurt verði: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði“; síðan á kjósandi að taka afstöðu til fimm atriða: 1) um náttúruauðlindir í þjóðareign, 2) þjóðkirkjuna, 3) persónukjör þingmanna; 4) jöfnun atkvæðisréttar; og 5) um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ætlunin er því að spyrja kjósendur tvisvar um ofangreind fimm atriði, en um þau er einnig fjallað í tillögunni að stjórnarskrárfrumvarpinu. Stjórnarskrárgjafinn Alþingi stofnaði til núverandi umræðu um stjórnarskrárbreytingar í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í frumvarpi til laga um stjórnlagaþing segir m.a.: „Ástæður þess að hugmyndir um stjórnlagaþing hafa verið endurvaktar má einkum rekja til víðtækrar þjóðfélagsumræðu um nauðsyn þess að endurskoða grundvöll íslenska stjórnkerfisins í kjölfar bankahrunsins sl. haust og þeirra áfalla sem íslenska efnahagskerfið hefur orðið fyrir.“ Með þingsályktunartillögunni er Alþingi ekki að einbeita sér að því sem lagt var af stað með í upphafi. Alþingi er ekki að óska eftir áliti þjóðarinnar með opnum hætti um undirstöðuatriði í stjórnskipuninni og takmarkar það aðkomu hennar að mótun nýrrar stjórnarskrár. Þjóðin á einungis að fá að segja já eða nei við tillögum stjórnlagaráðs til stjórnarskrár, sem er ekki val á milli valkosta sem lúta að grundvelli stjórnkerfisins. Af hverju spyr Alþingi ekki þjóðina með opnum hætti um grundvöll stjórnkerfisins, um þingræðið, um stöðu framkvæmdarvaldsins og forseta Íslands? Er það ekki nægt verkefni? Er það ekki þjóðarinnar að segja til um hver staða þjóðhöfðingja hennar eigi að vera? Til hvers á að spyrja um stöðu þjóðkirkjunnar? Tengist hún orsökum Hrunsins? Með þingsályktunartillögunni á samfélagsumræðan á örskömmum tíma að fjalla um ólík og mikilvæg álitaefni. Það mun ekki leiða til upplýstrar umræðu. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s. 46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Í þessum orðum felst að Alþingi og ríkisstjórn hafi brugðist þjóðinni með geigvænlegum afleiðingum. Enginn atburður frá lýðveldisstofnun hefur ógnað sjálfstæði þjóðarinnar jafnmikið og Hrunið. Hvernig má það vera að grundvallarstofnanir stjórnskipunarinnar hafi skort burði og þor til að fyrirbyggja hrun fjármálakerfisins? Íslenskt stjórnkerfi brást þjóðinni og í þingræðisríki ber þingið ábyrgð á stjórnkerfinu. Að halda öðru fram væri afneitun á þingræðinu. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman réð ekki við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið sem var einkavætt í helmingaskiptum með ótrúlega ósvífnum hætti gagnvart þjóðinni. Við búum enn við sama stjórnkerfi. Á Íslandi er þingræðið foringja- og ráðherraræði, þar sem meirihluti Alþingis felur leiðtogum sínum að stjórna framkvæmdarvaldinu (ráðherrar). Að ætla þinginu síðan líka eftirlit með framkvæmdarvaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn hafa hvorki eftirlit með foringjum sínum né veita þeim aðhald, þeir fylgja þeim að málum. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta og skortur á lýðræði, úrelt kosningafyrirkomulag og úrelt flokkakerfi hefur leitt til stjórnkerfis sem er veikt og skortir burði og þor til að taka á helstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Veikleiki íslensks stjórnkerfis felst í alltof mikilli samþjöppun valds hjá Alþingi og í sjúku klíkusamfélagi. Að benda á smæð samfélagsins er villandi einföldun. Klíkusamfélagið er stofnanavætt í flokksræðinu og fjórflokkakerfinu. Flokksræðið hefur haft ótrúleg áhrif á Íslandi; menningu og sjálfsmynd landsmanna. Það hefur verið hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna sig við stjórnmálaflokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu en ekki hinn frjálsi markaður enda var Ísland fátækara en nágrannalöndin. Flokkarnir réðu öllu, allt frá ráðningum húsvarða við skóla landsins og upp úr. Þessi menning er enn til staðar í pólitískum embættisveitingum. Til dæmis hefur verið bent á að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi hvorki pólitískt bakland í flokkakerfinu né eigi sér þar málsvara. Stjórnarskrárbreytingar eiga að vinna gegn ofangreindum veikleikum en ekki magna. Það er einungis hægt með takmörkun valds og aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það er meira lýðræði ef landsmenn kysu bæði handhafa framkvæmdarvalds (forseta) og til Alþingis, í stað þess að kjósa eingöngu til Alþingis. Kjósa ætti samtímis svo forseti og Alþingi yrðu samstiga við stjórn landsins, en forseti færi með stjórnarmyndunarumboð. Með aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu virkara, og sjálfstæði og frumkvæði Alþingis myndi eflast. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir stjórnarathöfnum er gagnsæi og mun skýrari ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar á að leita ráða hjá þjóðinni með beinum hætti um þessi grundvallaratriði stjórnkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hver ber ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins í þingræðisríki? Hver á að gæta hagsmuna almennings í þingræðisríki og tryggja að ríkisvaldið skerði ekki eigur almennings? Engin umræða hefur verið um ábyrgð Alþingis á Hruninu. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um bæði tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrárfrumvarpi og um einstök álitaefni tengd tillögunum. Auk spurningar um afstöðu til stjórnarskrárfrumvarpsins er lagt til að spurt verði: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði“; síðan á kjósandi að taka afstöðu til fimm atriða: 1) um náttúruauðlindir í þjóðareign, 2) þjóðkirkjuna, 3) persónukjör þingmanna; 4) jöfnun atkvæðisréttar; og 5) um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ætlunin er því að spyrja kjósendur tvisvar um ofangreind fimm atriði, en um þau er einnig fjallað í tillögunni að stjórnarskrárfrumvarpinu. Stjórnarskrárgjafinn Alþingi stofnaði til núverandi umræðu um stjórnarskrárbreytingar í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í frumvarpi til laga um stjórnlagaþing segir m.a.: „Ástæður þess að hugmyndir um stjórnlagaþing hafa verið endurvaktar má einkum rekja til víðtækrar þjóðfélagsumræðu um nauðsyn þess að endurskoða grundvöll íslenska stjórnkerfisins í kjölfar bankahrunsins sl. haust og þeirra áfalla sem íslenska efnahagskerfið hefur orðið fyrir.“ Með þingsályktunartillögunni er Alþingi ekki að einbeita sér að því sem lagt var af stað með í upphafi. Alþingi er ekki að óska eftir áliti þjóðarinnar með opnum hætti um undirstöðuatriði í stjórnskipuninni og takmarkar það aðkomu hennar að mótun nýrrar stjórnarskrár. Þjóðin á einungis að fá að segja já eða nei við tillögum stjórnlagaráðs til stjórnarskrár, sem er ekki val á milli valkosta sem lúta að grundvelli stjórnkerfisins. Af hverju spyr Alþingi ekki þjóðina með opnum hætti um grundvöll stjórnkerfisins, um þingræðið, um stöðu framkvæmdarvaldsins og forseta Íslands? Er það ekki nægt verkefni? Er það ekki þjóðarinnar að segja til um hver staða þjóðhöfðingja hennar eigi að vera? Til hvers á að spyrja um stöðu þjóðkirkjunnar? Tengist hún orsökum Hrunsins? Með þingsályktunartillögunni á samfélagsumræðan á örskömmum tíma að fjalla um ólík og mikilvæg álitaefni. Það mun ekki leiða til upplýstrar umræðu. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s. 46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Í þessum orðum felst að Alþingi og ríkisstjórn hafi brugðist þjóðinni með geigvænlegum afleiðingum. Enginn atburður frá lýðveldisstofnun hefur ógnað sjálfstæði þjóðarinnar jafnmikið og Hrunið. Hvernig má það vera að grundvallarstofnanir stjórnskipunarinnar hafi skort burði og þor til að fyrirbyggja hrun fjármálakerfisins? Íslenskt stjórnkerfi brást þjóðinni og í þingræðisríki ber þingið ábyrgð á stjórnkerfinu. Að halda öðru fram væri afneitun á þingræðinu. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman réð ekki við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið sem var einkavætt í helmingaskiptum með ótrúlega ósvífnum hætti gagnvart þjóðinni. Við búum enn við sama stjórnkerfi. Á Íslandi er þingræðið foringja- og ráðherraræði, þar sem meirihluti Alþingis felur leiðtogum sínum að stjórna framkvæmdarvaldinu (ráðherrar). Að ætla þinginu síðan líka eftirlit með framkvæmdarvaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn hafa hvorki eftirlit með foringjum sínum né veita þeim aðhald, þeir fylgja þeim að málum. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þetta og skortur á lýðræði, úrelt kosningafyrirkomulag og úrelt flokkakerfi hefur leitt til stjórnkerfis sem er veikt og skortir burði og þor til að taka á helstu hagsmunamálum þjóðarinnar. Veikleiki íslensks stjórnkerfis felst í alltof mikilli samþjöppun valds hjá Alþingi og í sjúku klíkusamfélagi. Að benda á smæð samfélagsins er villandi einföldun. Klíkusamfélagið er stofnanavætt í flokksræðinu og fjórflokkakerfinu. Flokksræðið hefur haft ótrúleg áhrif á Íslandi; menningu og sjálfsmynd landsmanna. Það hefur verið hluti af persónulýsingu Íslendingsins að kenna sig við stjórnmálaflokk. Á tímum helmingaskiptahagkerfisins sáu flokkarnir um skiptin í samfélaginu en ekki hinn frjálsi markaður enda var Ísland fátækara en nágrannalöndin. Flokkarnir réðu öllu, allt frá ráðningum húsvarða við skóla landsins og upp úr. Þessi menning er enn til staðar í pólitískum embættisveitingum. Til dæmis hefur verið bent á að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi hvorki pólitískt bakland í flokkakerfinu né eigi sér þar málsvara. Stjórnarskrárbreytingar eiga að vinna gegn ofangreindum veikleikum en ekki magna. Það er einungis hægt með takmörkun valds og aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það er meira lýðræði ef landsmenn kysu bæði handhafa framkvæmdarvalds (forseta) og til Alþingis, í stað þess að kjósa eingöngu til Alþingis. Kjósa ætti samtímis svo forseti og Alþingi yrðu samstiga við stjórn landsins, en forseti færi með stjórnarmyndunarumboð. Með aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdarvaldinu virkara, og sjálfstæði og frumkvæði Alþingis myndi eflast. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir stjórnarathöfnum er gagnsæi og mun skýrari ábyrgð á stjórnkerfi ríkisins. Við endurskoðun stjórnarskrárinnar á að leita ráða hjá þjóðinni með beinum hætti um þessi grundvallaratriði stjórnkerfisins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar