Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar