Hófleg og hentug viðbygging við Landspítala Páll Torfi Önundarson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur og mánuði hafa með reglulegu bili birst greinar starfsmanna og stjórnenda Landspítala um nauðsyn stækkunar spítalans strax skv. uppdrætti Spital arkitekta. Í greinum þessum eru allir sammála um nauðsyn framkvæmdarinnar. Svo er einnig með höfund þessarar greinar. Það verður byggt við Hringbraut. Sú ákvörðun liggur fyrir. Það verður ekki undan því vikist að endurnýja og bæta við húsnæði Landspítala. Núverandi húsnæði er óviðunandi fyrir inniliggjandi sjúklinga og nútíma lækningar og hjúkrun, sjá t.d. ágæta grein Más Kristjánssonar og Stefaníu Arnardóttur í Fréttablaðinu 28. mars sl. Öll umræða um byggingu sjúkrahússins annars staðar en á Hringbraut á þessum tímapunkti drepur hins vegar umræðunni á dreif og kemur í veg fyrir að leitað sé bestu lausna við Hringbraut. Umræðan nú ætti að vera um stærð, haganleika og ásýnd sjúkrahússins en ekki um „einhvers staðar annars staðar einhvern tíma seinna“. Með fáum undantekningum virðast flestir sem tjá sig á vegum sjúkrahússins telja aðeins eina byggingarlausn koma til greina við Hringbrautina, þ.e. ósamþykkta risavaxna deiliskipulagstillögu Spital arkitekta, sem nú hefur verið auglýst til kynningar á vegum Skipulagsráðs Reykjavíkur. En það eru til aðrar lausnir og núverandi húsnæði er ekki ónýtt til allra nota. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því, að það hefur ENGIN ÁKVÖRÐUN verið tekin enn þá um staðsetningu nýbyggingar innan lóðarinnar eða hönnun hennar! Það er því bókstaflega borgaraleg skylda þeirra sem til þekkja að láta í ljós skoðanir um hugsanlega haganlegri lausnir á spítala og borgarskipulaginu á þessari lóð. Og það er skylda opinberra aðila að kalla á málefnalega umfjöllun. Sá sem þetta ritar telur staðfastlega að önnur og mun minni byggingarlausn á Hringbrautarlóðinni eigi að skoðast alvarlega af óvilhöllum aðilum, sjá mynd. Tillagan hefur verið kynnt í dagblöðum, á fundum og á netinu. Þessi lausn kann að ná nauðsynlegum markmiðum, tryggja miklu betri nýtingu gömlu húsanna og tryggja betri innanhússtengingu á milli þeirra. Stækkun spítalans skv. tillögunni yrði af fullnægjandi stærð næstu 20-30 árin, þ.e. um 60.000 fm auk sjúkrahótels. Tillagan er sýnd sem grunnuppdráttur en engum fjárhæðum hefur verið varið til útfærslu hennar. Spítalinn hefur ekki viljað ræða tillöguna og því síður Spital-hópurinn enda hefur hann beina fjárhagslega hagsmuni af sinni tillögugerð. Tillagan hefur hins vegar að ósk skipulagsráðs Reykjavíkurborgar verið kynnt ráðinu enda er tillagan, ólíkt tillögu Spital-hópsins, Í SAMRÆMI VIÐ FORSÖGN skipulagsráðsins sjálfs m.t.t. byggingarmagns og staðsetningar. Tillagan gengur út á það að byggja sjúkrahúsið norðan gömlu Hringbrautarinnar þar sem gamli hjúkrunarskólinn og Eirberg stendur nú sem og með því að stækka K-byggingu sjúkrahússins nyrst á lóðinni. Læknagarður verði stækkaður a.m.k. sem nemur þörfum námsbrautar í hjúkrun o.fl. og verður „Heilsugarður“. Þá verði byggður tengigangur milli nýja sjúkrahússins og yfir í kvennadeild (og þar með barnaspítalann) en með því styttast öll hlaup um ganga sjúkrahússins. Flest bílastæði verða neðan gömlu Hringbrautar. Þetta er hægt og málefnaleg mótrök hafa ekki verið sýnd undirrituðum. Forsvarsmaður Spital-hópsins segir hugmyndina „galna“, sem er ekki málefnalegt orðbragð og gæti bent til rökþrots eða hagsmunaáreksturs. Ásýndarskaði borgarinnar af vel teiknaðri byggingu á efri lóð verður lítill að mati undirritaðs, öfugt við tillögu Spital-hópsins, sem byrgir sýn að gamla spítalanum og er um þrefalt stærri í fermetrum og nýtir illa gömlu húsin. Með þessu móti næst að stækka spítalann í um 120.000 fermetra úr 90.000 í dag (60.000 á Hringbraut og 30.000 í Fossvogi), sem ætti að vera fullnægjandi næstu 20-30 árin miðað við norska staðla. Nýju húsin, sem hægt er að taka í notkun í áföngum, munu þjóna bráðastarfsemi, skurðstofum, gjörgæslu, röntgendeildum, nýjum mannsæmandi legudeildum og rannsóknastofum en skrifstofur, göngudeildir og ýmis stoðþjónusta færist í gömlu húsin.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar