Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar