Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun