Tölum um það sem skiptir máli Pétur Jakob Pétursson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langaði að skrifa grein fyrir okkar ágætu alþingismenn og ríkisstarfsmenn. Mig langaði að benda á nokkur atriði sem því miður hafa ekki fengið nægilega mikið vægi í almennri umræðu. Nú hafa rúm 5.480 manns flutt af landi brott umfram það fólk sem flutt hefur til Íslands frá árinu 2009 eða síðan þessi ríkisstjórn tók við. Þetta hefur fengið umfjöllun en ekki sá mikli auður sem fer með þessum einstaklingum. Nefnilega verðmætin sem þessir einstaklingar skapa og ævitekjur þessa fólks. Ef við einföldum málið í litlu reiknisdæmi og miðum við meðalheildarlaun fólks árið 2009 samkvæmt Hagstofunni. n Fáum við að mánaðarlaunin eru 366 þúsund krónur á mánuði eða tæpar 4,4 milljónir króna á ári. n Ef við gefum okkur að þetta fólk vinni 40 ár af ævinni með tæpar 4,4 milljónir á ári, gefur það okkur að hver einstaklingur vinnur sér inn tæpar 176 milljónir króna í heildarlaun yfir ævina. n Ef við margföldum svo ævitekjur einstaklings með fjölda brottfluttra frá árinu 2009 til 2011 eða 5.480 einstaklingar fáum við rúma 960 milljarða króna í heildarævitekjur sem þessir einstaklingar vinna sér inn. Til einföldunar er ekki tekið tillit til almennra launahækkana yfir ævina. Hvað væru því skatttekjurnar af þessum rúmum 960 milljörðum króna? Ríkið, við fólkið verðum af 365 milljörðum króna yfir 40 ára tímabil frá þessum 5.480 einstaklingum sem eru nú brottfluttir. Núna er verið að vinna í að kollvarpa aðalundirstöðuatvinnugrein Íslands, sjávarútveginum og menn horfa með glampa í augunum á að taka út úr greininni aukalega 25 milljarða króna, í formi skatta, á næsta ári. Ef núverandi ríkisstjórn myndi nú leggja meiri metnað í að skapa ný störf og stöðugt og gott atvinnuumhverfi fyrir bæði gömul og ný fyrirtæki, gæti hún reynt að laða þessa 5.480 einstaklinga aftur heim. Skatttekjurnar af þeim á einu ári nema rúmum 9 milljörðum króna miðað við 4,4 milljónir í heildartekjur einstaklings og 38% skatt. Ég er þrítugur, þriggja barna faðir og það er verið að þurrka út mína kynslóð með verðtryggingunni, metnaðarleysi í atvinnumálum og skort á framtíðarsýn fyrir Ísland. Svo ég vitni í úttekt sem gerð var af Verkalýðsfélagi Akraness þá var verðmætasköpun síðustu loðnuvertíðar áætluð 30 milljarðar króna og hefur ekki verið svona góð í áratugi. Á sama tímabili þá hækkuðu verðtryggðar skuldir heimilanna um 30,5 milljarða króna, sem sagt þurrkaði út þann auð sem ein besta loðnuvertíð síðari ára skapaði fyrir íslenskt þjóðarbú. Að lokum vil ég hvetja alþingismenn og starfsfólk ríkisstofnana til að hætta að eyða tíma og orku í hluti sem skipta minna máli, t.d. nýja stjórnarskrá, breytingu á ráðuneytum, löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga og kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafield og fleiri og fleiri mál. Ég bið ykkur frekar að fara að vinna að því sem raunverulega skiptir máli, skapa heilbrigt og stöðugt atvinnuumhverfi, heilnæma framtíðarsýn fyrir Ísland og afnema verðtrygginguna sem er að sliga þetta þjóðfélag.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar