Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Helgi Áss Grétarsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun