Góð staða þorskstofnsins – kemur hún af sjálfu sér? Helgi Áss Grétarsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýlegra rannsókna Hafrannsóknastofnunar benda til þess að verðmætasti nytjastofninn á Íslandsmiðum, þorskurinn, hafi aldrei verið jafnstór frá því að hafist var handa árið 1985 að mæla stærð botnfiska með svokölluðu vorralli. Við þessi ánægjulegu tímamót vil ég reifa í stuttu máli þróun stjórnkerfis þorskveiða undanfarna áratugi.Þróunin 1977–1990 Frá 1977 til ársloka 1990 miðaðist stjórn þorskveiða við ýmis stjórnkerfi fiskveiða. Reynslan af þessum kerfum var sú að leyfilegur heildarafli í þorski var að jafnaði ákveðinn hærri en fiskifræðingar mæltu með og landaður heildarafli var svo enn hærri. Þannig námu þorskveiðar umfram ráðgjöf fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar 15% á árunum 1977–1983, þ.e. að meðaltali var á hverju ári á þessu tímabili 15% meira veitt af þorski en fiskifræðingar mæltu með. Sambærileg tala fyrir tímabilið 1984–1990 er 35%. Túlka má þessar tölur svo að þágildandi stjórnkerfi fiskveiða hafi stuðlað að ofveiði í þorski.Þróunin 1991–2000 Í ársbyrjun 1991 var komið á fót tiltölulega samræmdu kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflaheimilda við stjórn fiskveiða. Með þessu var Ísland á margan hátt frumkvöðull á sviði fiskveiðistjórnar og það sama átti við þegar tekin var upp aflaregla við stjórn þorskveiða árið 1995. Að mínu mati voru báðar þessar ákvarðanir líklegar til að auka þjóðhagslega hagkvæmni fiskveiða í atvinnuskyni þótt ávallt hafi verið erfitt að fylgja þeim eftir með markvissum hætti, svo sem vegna þess hve stjórn fiskveiða er umdeilt mál á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessi pólitíski veruleiki skýrir að mestu leyti þau fjölbreyttu frávik sem leyfð hafa verið frá meginreglum aflahlutdeildarkerfisins (kvótakerfisins). Sem dæmi veiddi svokallaður krókabátafloti 31.295 tonn af þorski fiskveiðiárið 1993/94 þegar reiknað var með að hann veiddi 3.410 tonn. Veiðar af þessu tagi gerðu m.a. að verkum að landaður heildarþorskafli á tímabilinu 1. janúar 1991 til 31. ágúst 2000 var að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga.Þróunin 2000–2012 Síðustu leifar flókinna sóknardagakerfa krókabáta hurfu ekki endanlega af sjónarsviðinu fyrr en fiskveiðiárin 2004/05–05/06. Þetta ýtti undir þorskveiðar umfram áætlanir, t.d. veiddu svokallaðir handfærabátar 542% umfram aflaviðmið í þorski fiskveiðiárið 2001/02. Umframveiðar af þessu tagi voru vart til þess fallnar að styrkja stjórn veiðanna en talið er að of mikið veiðiálag hafi ýtt undir slaka nýliðun þorskstofnsins á árabilinu 2001–2007. Sumarið 2007 var sú ákvörðun tekin, í samræmi við tillögur fiskifræðinga, að breyta þágildandi aflareglu og lækka þannig verulega leyfilegan heildarafla í þorski. Þessi stefna, að minnka veiðiálagið á þorskstofninn frá því sem áður tíðkaðist, hefur haldist að mestu leyti. Eigi að síður var landaður heildarþorskafli að meðaltali 10% hærri en þorskveiðiráðgjöf fiskifræðinga á tímabilinu 1. september 2000 til 31. ágúst 2011.Sjálfbærar þorskveiðar Nú er svo komið að það er samdóma álit fiskifræðinga og sjómanna að staða þorskstofnsins sé góð. Þetta er ánægjuleg þróun. Rekstur núverandi stjórnkerfis þorskveiða virðist því stuðla að fiskvernd að tilteknum forsendum uppfylltum, svo sem þeim að farið sé eftir tillögum fiskifræðinga um leyfilegan árlegan heildarafla, bæði í orði og á borði. Það kemur ekki af sjálfu sér að tryggja sjálfbærar þorskveiðar. Nauðsynlegt er að taka erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar