Franska kosningavorið – fernar kosningar um forseta og þingmeirihluta Torfi. H. Tulinius skrifar 19. apríl 2012 06:00 22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. Þetta fyrirkomulag skýrir um margt hegðun bæði stjórnmálamanna og almennings í kosningabaráttunni. Frambjóðendur til forseta eru margir (að þessu sinni tíu) og eru fulltrúar ólíkra stefna og skoðana. Fyrir þá sem eiga von um að komast áfram í seinni umferð skiptir öllu máli að tryggja sér annað af tveimur sætum þar. Sósíalistinn Lionel Jospin, sem hafði verið farsæll forsætisráðherra frá 1997, lenti í þriðja sæti í fyrri umferð í forsetakosningunum 2002 og var því úr leik í þeirri seinni, þótt hann hefði sennilega sigrað sitjandi forseta, Jacques Chirac, hefði hann komist áfram. Líklegt fylgi hans í seinni umferðinni dreifðist á of marga frambjóðendur vinstri manna í þeirri fyrri. Kjósendur sem ýmist töldu hann vera of langt til hægri eða vinstri vildu senda honum skilaboð um breytta stefnu í fyrri umferðinni, þótt þeir hefðu flestir talið hann skárri kost en Chirac, sitjandi forseta. Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen skaust fram fyrir Jospin í fyrri umferð og því hlaut hinn aldni Chirac yfirburðakosningu í seinni umferðinni, þar sem vinstri, miðju og frjálslyndir hægri menn sameinuðust um að halda Le Pen og stefnu hans gegn innflytjendum frá völdum. Snemma í kosningabáráttunni virðist Sarkozy hafa áttað sig á því að hann gæti lent í svipaðri stöðu, og misst hina nýju forystukonu Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fram fyrir sig. Því hefur hann lagt allt kapp á að tryggja sér sem mest af fylgi hennar með yfirlýsingum um hertar reglur gegn nýjum innflytjendum og endurskoðun á Schengen-sáttmálanum. Hættan við þessa stefnu er að tapa fylgi á miðjunni. Því hefur hann tryggt sér stuðning einstakra stjórnmálamanna sem teljast frjálslyndir, m.a. í innflytjendamálum og eru það skilaboð til miðjunnar um að hann sé þrátt fyrir allt enginn öfgamaður í þessum málum. Þessi hegðun forsetaframbjóðenda í baráttunni fyrir fyrri umferð kallast „le grand écart“. Myndlíkingin er tekin úr dansi og merkir að fara í splitt. Þeir frambjóðendur sem ætla sér að komast áfram verða að teygja sig sem víðast yfir hið pólítíska litróf til að tryggja að þeir verði annar af tveimur sem berjast áfram í seinni umferðinni. Þetta gildir líka um François Hollande, frambjóðanda sósíalista. Í upphafi kosningabaráttunnar virðist hann hafa talið að vinstri menn hefðu lært af reynslunni frá 2002 og myndu forðast sundrungu. Hann gerði bandalag við græningja um að tryggja þeim örugg sæti í þingkosningunum í júní hétu þeir því að lýsa yfir stuðningi við hann í seinni umferð forsetakosningana. Nú hefur staðan breyst. Eva Joly, frambjóðandi græningja, hefur ekki fengið hljómgrunn meðal kjósenda. Aftur á móti hefur Mélenchon, sem er boðinn fram af bandalagi flokka sem eru vinstra megin við Sósíalistaflokkinn, vakið meiri lukku og gæti velt bæði Le Pen og frambjóðanda miðjumanna, Bayrou, úr sessi „þriðja mannsins“ í forsetakosningunum, þ.e. þess sem hugsanlega gæti skotist fram úr öðrum hvorum „stóra“ frambjóðandanum. Að þessu þarf Hollande að huga og reyna að biðla til vinstri manna með loforðum um aukna skattlagningu hinna betur megandi og verndun velferðarkerfisins, en jafnframt að sannfæra miðjuna um að hann sé rétti maðurinn til að takast á við þann alvarlega efnahagsvanda sem Frakkar standa nú frammi fyrir. Hvað sem kemur upp úr kjörkössunum nk. sunnudag breytist áferð og inntak kosningabaráttunnar um leið og seinni umferð hefst. Líklegast er að sitjandi forseti Sarkozy og sósíalistinn Hollande keppi þá um hylli franskra kjósenda. Eins og er segja skoðanakannanir að Hollande muni sigra með yfirburðum. Sarkozy telur að það muni breytast um leið og Frakkar standa frammi fyrir valinu milli sín, sem hefur reynslu af því að stýra landinu, bæði sem forseti og ráðherra, og Hollande, sem einvörðungu hefur starfað sem þingmaður, ráðgjafi forseta og ráðherra en fyrst og fremst sem formaður Sósíalistaflokksins um árabil. Ef annar þessara tveggja dettur af einhverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Það er því spennandi kosningavor framundan í Frakklandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. Þetta fyrirkomulag skýrir um margt hegðun bæði stjórnmálamanna og almennings í kosningabaráttunni. Frambjóðendur til forseta eru margir (að þessu sinni tíu) og eru fulltrúar ólíkra stefna og skoðana. Fyrir þá sem eiga von um að komast áfram í seinni umferð skiptir öllu máli að tryggja sér annað af tveimur sætum þar. Sósíalistinn Lionel Jospin, sem hafði verið farsæll forsætisráðherra frá 1997, lenti í þriðja sæti í fyrri umferð í forsetakosningunum 2002 og var því úr leik í þeirri seinni, þótt hann hefði sennilega sigrað sitjandi forseta, Jacques Chirac, hefði hann komist áfram. Líklegt fylgi hans í seinni umferðinni dreifðist á of marga frambjóðendur vinstri manna í þeirri fyrri. Kjósendur sem ýmist töldu hann vera of langt til hægri eða vinstri vildu senda honum skilaboð um breytta stefnu í fyrri umferðinni, þótt þeir hefðu flestir talið hann skárri kost en Chirac, sitjandi forseta. Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen skaust fram fyrir Jospin í fyrri umferð og því hlaut hinn aldni Chirac yfirburðakosningu í seinni umferðinni, þar sem vinstri, miðju og frjálslyndir hægri menn sameinuðust um að halda Le Pen og stefnu hans gegn innflytjendum frá völdum. Snemma í kosningabáráttunni virðist Sarkozy hafa áttað sig á því að hann gæti lent í svipaðri stöðu, og misst hina nýju forystukonu Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fram fyrir sig. Því hefur hann lagt allt kapp á að tryggja sér sem mest af fylgi hennar með yfirlýsingum um hertar reglur gegn nýjum innflytjendum og endurskoðun á Schengen-sáttmálanum. Hættan við þessa stefnu er að tapa fylgi á miðjunni. Því hefur hann tryggt sér stuðning einstakra stjórnmálamanna sem teljast frjálslyndir, m.a. í innflytjendamálum og eru það skilaboð til miðjunnar um að hann sé þrátt fyrir allt enginn öfgamaður í þessum málum. Þessi hegðun forsetaframbjóðenda í baráttunni fyrir fyrri umferð kallast „le grand écart“. Myndlíkingin er tekin úr dansi og merkir að fara í splitt. Þeir frambjóðendur sem ætla sér að komast áfram verða að teygja sig sem víðast yfir hið pólítíska litróf til að tryggja að þeir verði annar af tveimur sem berjast áfram í seinni umferðinni. Þetta gildir líka um François Hollande, frambjóðanda sósíalista. Í upphafi kosningabaráttunnar virðist hann hafa talið að vinstri menn hefðu lært af reynslunni frá 2002 og myndu forðast sundrungu. Hann gerði bandalag við græningja um að tryggja þeim örugg sæti í þingkosningunum í júní hétu þeir því að lýsa yfir stuðningi við hann í seinni umferð forsetakosningana. Nú hefur staðan breyst. Eva Joly, frambjóðandi græningja, hefur ekki fengið hljómgrunn meðal kjósenda. Aftur á móti hefur Mélenchon, sem er boðinn fram af bandalagi flokka sem eru vinstra megin við Sósíalistaflokkinn, vakið meiri lukku og gæti velt bæði Le Pen og frambjóðanda miðjumanna, Bayrou, úr sessi „þriðja mannsins“ í forsetakosningunum, þ.e. þess sem hugsanlega gæti skotist fram úr öðrum hvorum „stóra“ frambjóðandanum. Að þessu þarf Hollande að huga og reyna að biðla til vinstri manna með loforðum um aukna skattlagningu hinna betur megandi og verndun velferðarkerfisins, en jafnframt að sannfæra miðjuna um að hann sé rétti maðurinn til að takast á við þann alvarlega efnahagsvanda sem Frakkar standa nú frammi fyrir. Hvað sem kemur upp úr kjörkössunum nk. sunnudag breytist áferð og inntak kosningabaráttunnar um leið og seinni umferð hefst. Líklegast er að sitjandi forseti Sarkozy og sósíalistinn Hollande keppi þá um hylli franskra kjósenda. Eins og er segja skoðanakannanir að Hollande muni sigra með yfirburðum. Sarkozy telur að það muni breytast um leið og Frakkar standa frammi fyrir valinu milli sín, sem hefur reynslu af því að stýra landinu, bæði sem forseti og ráðherra, og Hollande, sem einvörðungu hefur starfað sem þingmaður, ráðgjafi forseta og ráðherra en fyrst og fremst sem formaður Sósíalistaflokksins um árabil. Ef annar þessara tveggja dettur af einhverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Það er því spennandi kosningavor framundan í Frakklandi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar