Franska kosningavorið – fernar kosningar um forseta og þingmeirihluta Torfi. H. Tulinius skrifar 19. apríl 2012 06:00 22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. Þetta fyrirkomulag skýrir um margt hegðun bæði stjórnmálamanna og almennings í kosningabaráttunni. Frambjóðendur til forseta eru margir (að þessu sinni tíu) og eru fulltrúar ólíkra stefna og skoðana. Fyrir þá sem eiga von um að komast áfram í seinni umferð skiptir öllu máli að tryggja sér annað af tveimur sætum þar. Sósíalistinn Lionel Jospin, sem hafði verið farsæll forsætisráðherra frá 1997, lenti í þriðja sæti í fyrri umferð í forsetakosningunum 2002 og var því úr leik í þeirri seinni, þótt hann hefði sennilega sigrað sitjandi forseta, Jacques Chirac, hefði hann komist áfram. Líklegt fylgi hans í seinni umferðinni dreifðist á of marga frambjóðendur vinstri manna í þeirri fyrri. Kjósendur sem ýmist töldu hann vera of langt til hægri eða vinstri vildu senda honum skilaboð um breytta stefnu í fyrri umferðinni, þótt þeir hefðu flestir talið hann skárri kost en Chirac, sitjandi forseta. Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen skaust fram fyrir Jospin í fyrri umferð og því hlaut hinn aldni Chirac yfirburðakosningu í seinni umferðinni, þar sem vinstri, miðju og frjálslyndir hægri menn sameinuðust um að halda Le Pen og stefnu hans gegn innflytjendum frá völdum. Snemma í kosningabáráttunni virðist Sarkozy hafa áttað sig á því að hann gæti lent í svipaðri stöðu, og misst hina nýju forystukonu Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fram fyrir sig. Því hefur hann lagt allt kapp á að tryggja sér sem mest af fylgi hennar með yfirlýsingum um hertar reglur gegn nýjum innflytjendum og endurskoðun á Schengen-sáttmálanum. Hættan við þessa stefnu er að tapa fylgi á miðjunni. Því hefur hann tryggt sér stuðning einstakra stjórnmálamanna sem teljast frjálslyndir, m.a. í innflytjendamálum og eru það skilaboð til miðjunnar um að hann sé þrátt fyrir allt enginn öfgamaður í þessum málum. Þessi hegðun forsetaframbjóðenda í baráttunni fyrir fyrri umferð kallast „le grand écart“. Myndlíkingin er tekin úr dansi og merkir að fara í splitt. Þeir frambjóðendur sem ætla sér að komast áfram verða að teygja sig sem víðast yfir hið pólítíska litróf til að tryggja að þeir verði annar af tveimur sem berjast áfram í seinni umferðinni. Þetta gildir líka um François Hollande, frambjóðanda sósíalista. Í upphafi kosningabaráttunnar virðist hann hafa talið að vinstri menn hefðu lært af reynslunni frá 2002 og myndu forðast sundrungu. Hann gerði bandalag við græningja um að tryggja þeim örugg sæti í þingkosningunum í júní hétu þeir því að lýsa yfir stuðningi við hann í seinni umferð forsetakosningana. Nú hefur staðan breyst. Eva Joly, frambjóðandi græningja, hefur ekki fengið hljómgrunn meðal kjósenda. Aftur á móti hefur Mélenchon, sem er boðinn fram af bandalagi flokka sem eru vinstra megin við Sósíalistaflokkinn, vakið meiri lukku og gæti velt bæði Le Pen og frambjóðanda miðjumanna, Bayrou, úr sessi „þriðja mannsins“ í forsetakosningunum, þ.e. þess sem hugsanlega gæti skotist fram úr öðrum hvorum „stóra“ frambjóðandanum. Að þessu þarf Hollande að huga og reyna að biðla til vinstri manna með loforðum um aukna skattlagningu hinna betur megandi og verndun velferðarkerfisins, en jafnframt að sannfæra miðjuna um að hann sé rétti maðurinn til að takast á við þann alvarlega efnahagsvanda sem Frakkar standa nú frammi fyrir. Hvað sem kemur upp úr kjörkössunum nk. sunnudag breytist áferð og inntak kosningabaráttunnar um leið og seinni umferð hefst. Líklegast er að sitjandi forseti Sarkozy og sósíalistinn Hollande keppi þá um hylli franskra kjósenda. Eins og er segja skoðanakannanir að Hollande muni sigra með yfirburðum. Sarkozy telur að það muni breytast um leið og Frakkar standa frammi fyrir valinu milli sín, sem hefur reynslu af því að stýra landinu, bæði sem forseti og ráðherra, og Hollande, sem einvörðungu hefur starfað sem þingmaður, ráðgjafi forseta og ráðherra en fyrst og fremst sem formaður Sósíalistaflokksins um árabil. Ef annar þessara tveggja dettur af einhverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Það er því spennandi kosningavor framundan í Frakklandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
22. apríl og 6. maí kjósa Frakkar forseta. Mánuði síðar, 10. og 17. júní, greiða þeir atkvæði um nýtt löggjafarþing. Það er ekki venja að kjósa í tveimur umferðum í þeim löndum sem eru næst okkur og ekki heldur að hafa þingkosningar í beinu framhaldi af forsetakosningum. Hér birtist sérstaða franskrar stjórnskipunar þar sem forseti lýðveldisins hefur beina aðild að stjórn landsins hafi hann til þess þingmeirihluta, en fer með utanríkis- og varnarmál hvort sem hann hefur meirihluta á þingi eður ei. Í þingkosningunum er landinu skipt í einmenningskjördæmi og því þarf að kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hæstir eru í fyrri umferð í þeirri seinni. Sama gildir um forsetaembættið enda þykir ekki forsvaranlegt að sá sem situr í svo valdamiklu embætti hafi á bak við sig minna en helming atkvæða landsmanna. Þetta fyrirkomulag skýrir um margt hegðun bæði stjórnmálamanna og almennings í kosningabaráttunni. Frambjóðendur til forseta eru margir (að þessu sinni tíu) og eru fulltrúar ólíkra stefna og skoðana. Fyrir þá sem eiga von um að komast áfram í seinni umferð skiptir öllu máli að tryggja sér annað af tveimur sætum þar. Sósíalistinn Lionel Jospin, sem hafði verið farsæll forsætisráðherra frá 1997, lenti í þriðja sæti í fyrri umferð í forsetakosningunum 2002 og var því úr leik í þeirri seinni, þótt hann hefði sennilega sigrað sitjandi forseta, Jacques Chirac, hefði hann komist áfram. Líklegt fylgi hans í seinni umferðinni dreifðist á of marga frambjóðendur vinstri manna í þeirri fyrri. Kjósendur sem ýmist töldu hann vera of langt til hægri eða vinstri vildu senda honum skilaboð um breytta stefnu í fyrri umferðinni, þótt þeir hefðu flestir talið hann skárri kost en Chirac, sitjandi forseta. Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen skaust fram fyrir Jospin í fyrri umferð og því hlaut hinn aldni Chirac yfirburðakosningu í seinni umferðinni, þar sem vinstri, miðju og frjálslyndir hægri menn sameinuðust um að halda Le Pen og stefnu hans gegn innflytjendum frá völdum. Snemma í kosningabáráttunni virðist Sarkozy hafa áttað sig á því að hann gæti lent í svipaðri stöðu, og misst hina nýju forystukonu Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, fram fyrir sig. Því hefur hann lagt allt kapp á að tryggja sér sem mest af fylgi hennar með yfirlýsingum um hertar reglur gegn nýjum innflytjendum og endurskoðun á Schengen-sáttmálanum. Hættan við þessa stefnu er að tapa fylgi á miðjunni. Því hefur hann tryggt sér stuðning einstakra stjórnmálamanna sem teljast frjálslyndir, m.a. í innflytjendamálum og eru það skilaboð til miðjunnar um að hann sé þrátt fyrir allt enginn öfgamaður í þessum málum. Þessi hegðun forsetaframbjóðenda í baráttunni fyrir fyrri umferð kallast „le grand écart“. Myndlíkingin er tekin úr dansi og merkir að fara í splitt. Þeir frambjóðendur sem ætla sér að komast áfram verða að teygja sig sem víðast yfir hið pólítíska litróf til að tryggja að þeir verði annar af tveimur sem berjast áfram í seinni umferðinni. Þetta gildir líka um François Hollande, frambjóðanda sósíalista. Í upphafi kosningabaráttunnar virðist hann hafa talið að vinstri menn hefðu lært af reynslunni frá 2002 og myndu forðast sundrungu. Hann gerði bandalag við græningja um að tryggja þeim örugg sæti í þingkosningunum í júní hétu þeir því að lýsa yfir stuðningi við hann í seinni umferð forsetakosningana. Nú hefur staðan breyst. Eva Joly, frambjóðandi græningja, hefur ekki fengið hljómgrunn meðal kjósenda. Aftur á móti hefur Mélenchon, sem er boðinn fram af bandalagi flokka sem eru vinstra megin við Sósíalistaflokkinn, vakið meiri lukku og gæti velt bæði Le Pen og frambjóðanda miðjumanna, Bayrou, úr sessi „þriðja mannsins“ í forsetakosningunum, þ.e. þess sem hugsanlega gæti skotist fram úr öðrum hvorum „stóra“ frambjóðandanum. Að þessu þarf Hollande að huga og reyna að biðla til vinstri manna með loforðum um aukna skattlagningu hinna betur megandi og verndun velferðarkerfisins, en jafnframt að sannfæra miðjuna um að hann sé rétti maðurinn til að takast á við þann alvarlega efnahagsvanda sem Frakkar standa nú frammi fyrir. Hvað sem kemur upp úr kjörkössunum nk. sunnudag breytist áferð og inntak kosningabaráttunnar um leið og seinni umferð hefst. Líklegast er að sitjandi forseti Sarkozy og sósíalistinn Hollande keppi þá um hylli franskra kjósenda. Eins og er segja skoðanakannanir að Hollande muni sigra með yfirburðum. Sarkozy telur að það muni breytast um leið og Frakkar standa frammi fyrir valinu milli sín, sem hefur reynslu af því að stýra landinu, bæði sem forseti og ráðherra, og Hollande, sem einvörðungu hefur starfað sem þingmaður, ráðgjafi forseta og ráðherra en fyrst og fremst sem formaður Sósíalistaflokksins um árabil. Ef annar þessara tveggja dettur af einhverjum ástæðum út eftir fyrri umferð verður staðan enn opnari og erfiðara að spá um útkomuna. Það er því spennandi kosningavor framundan í Frakklandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar