Ofþolinmæði skuldara Birgir Örn Guðjónsson skrifar 19. apríl 2012 06:00 Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mér finnst stundum eins og ég sé í hlutverki fábjánans í fáránleikhúsi þjóðfélagsins í dag. Ég er einhver nöldrandi fýlupúki sem getur ekki séð að allt er á blússandi uppleið. Hagstofan staðfesti þetta meira að segja um daginn þegar hún sagði m.a að kaupmátturinn hjá mér væri svipaður og árið 2004. Það hlýtur því að vera tóm ímyndun að launin mín dugi ekki út mánuðinn og að ég sé tæknilega gjaldþrota út af verðtryggðu húsnæðisláni sem ég tók vegna íbúðarinnar minnar árið 2006. Ég hlýt að vera sá eini sem er í þessari stöðu. Eða hvað? Nei, ég hef alveg tekið eftir því að það eru fleiri ósáttir við sinn hlut í dag. Það hefur t.d ekki farið framhjá neinum að sumir bankastjórar eru drullufúlir, eðlilega. Einn er farinn í mál, annar hótar að hætta og sá þriðji er fúll yfir því að fá ekki einhverjar 100 milljónir sem hann segist eiga inni. Já, lífið er ósanngjarnt. Stundum verð ég ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barningi við kerfið og að vera í hlutverki nöldrarans. Ég er lífsglaður og hamingjusamur fjölskyldufaðir sem á frábæra eiginkonu og yndisleg börn. Stundum langar mig bara til að gefast upp og spila með í Pollýönnuleiknum þar sem allt er svo frábært og framtíðin björt. En þá slær raunveruleikinn mig utan undir með tómu veskinu og ég fatta að ég verð að halda áfram að berjast. Það er of mikið í húfi. Það má ekki takast að svæfa okkur með þögninni eða kaffæra með sífellt nýjum hitamálum dagsins í dag. Forsetakosningarnar, stjórnarskráin, kvótamálin og ESB eru allt mjög mikilvæg mál en þau eru ekki töfrabragð sem lætur okkur hverfa. Við erum hér enn. Aularnir sem tókum verðtryggð húsnæðislán sem stökkbreyttust í öskrandi sístækkandi ófreskju. Vandamál okkar eru raunveruleg og þarfnast raunverulegra lausna. Eftir ónáttúruhamfarir hrunsins eru fjölmargar venjulegar fjölskyldur fastar í fjöldagröf fátæktar. Það er sannleikurinn, þó svo að einhverjir talnasérfræðingar reyni kannski að sannfæra okkur um annað. Við erum orðin þreytt á að fá sendar vistir ofan í gröfina til þess að halda í okkur lífi. Við viljum heldur fá sendan spotta svo við komumst upp úr þessari gröf og getum séð fram á einhverja framtíð í okkar annars frábæra landi. Það er ekki í lagi að ýta verðtryggingunni og leiðréttingu húsnæðislána stanslaust til hliðar. Sumir segja að stjórnvöld ætli að salta þetta þar til nær dregur kosningum til þess að geta sett þessi mál í kosningaloforðabankann. Ég trúi ekki að það sé raunin. Fórnarkostnaðurinn við það yrði of mikill. Stjórnvöld og lánastofnanir verða að fara að bretta upp ermar og taka á þessum málum fyrir alvöru, ekki seinna en strax. Ég veit að þolinmæði er dyggð en ég er ekki viss um að við höfum efni á henni mikið lengur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar