Hverjir vilja láta blekkja sig? Magnús S. Magnússon skrifar 16. apríl 2012 07:00 Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öðru hverju undanfarna áratugi, en oftar undanfarin ár í tengslum við fyrirlestra mína um trú og trúarbrögð á alþjóðlegum ráðstefnum í Bandaríkjunum og Evrópu á sviði trúarvísinda (www.sssrweb.org) og líffræði mannlegs atferlis (www.ishe.org) hef ég öðru hverju hitt guðfræðinga. Þeir eru sérfræðingar í málum guða, m.a. skapara og einræðisherra himins og jarðar, þ.e. guðs Gyðinga (Jehovah) og síðar einnig guðs kristinna og ríkis- og herguðs Rómverja samkvæmt ákvörðun einræðisherra (um 300) með tilheyrandi ólýsanlegum ofsóknum gegn öllum öðruvísi þenkjandi. Síðan einnig guðs Múhameðstrúarmanna (nærri 700, kallaður Allah). Líklega ættuð frá einræðisríki Egypta barst þessi uppáhaldsspegilfyrirmynd einræðisherra hingað (um 1000) – á sverðsoddi einráðs konungs – um 850 árum fyrir þróunarkenningu Darwins og 900 árum áður en mannkynið vissi hvað stjörnuþoka var hvað þá um 100 milljarða slíkra, hver með um 100 milljarða stjarna. Ofannefndir guðfræðingar trúa ekki á tilveru neinna guða, heldur ekki þess sem gat einkason með konu annars, en lét deyja á rómversku pyntingadrápstæki rétt eins og þau hundrað börn sem nú deyja úr hungri á hverri klukkustund. En þeir eru sammála um mikilvægi þess að halda vitgrönnum og óstýrilátum lýðnum (sumir sögðu skrílnum) í skefjum og til þess væru trú og trúarbrögð þrautreynd tæki. Hafa þeir e.t.v. meiri trú á mátt blekkinga en upplýsingar og lýðræðis? Í bernsku heyrði ég presta ríkiskirkjunnar lýsa – sem heilögum sannleika – tilveru almáttugrar ósýnilegrar ofurveru, sem þeir væru fulltrúar fyrir. Þeir fullyrtu jafnvel að manngæska væri háð trú á ofurveruna, sem sjálfri allt leyfist, en enga ábyrgð ber. Sérhvert barn, sem ekki trúði þeim sögðu þeir hafa hrokafullt hjarta, já, hrokafullt barnshjarta. Slíkt gleymist seint og andlegt ofbeldi gagnvart börnum ásamt óteljandi öðrum voðaverkum þjóna ósýnilegu ofurverunnar, m.a. gagnvart börnum, koma óhjákvæmilega upp í hugann. Ofurþjónarnir hafa flestir fengið menntun sína við Guðfræðideild H.Í. og því áhugavert að kynnast viðhorfum guðfræðinga þar. Stórafmæli eins helsta lærimeistara deildarinnar varð nýlega tilefni opinnar ráðstefnu um guðfræðileg málefni í fundarsal Þjóðminjasafnsins. Ræðumenn voru fræðimenn úr ýmsum greinum s.s. guðfræði, verkfræði og lögfræði. Í lokaumræðunni spurði ég því hvað væri um yfirnáttúrulegar verur við deildina. Svörin komu hiklaus og skýr. Fyrst svaraði kvenprestur, sem mun vera doktor í guðfræði frá Bandaríkjunum, og sagðist hún ekki vilja kannast við neitt annað en náttúruleg fyrirbrigði. Strax á eftir svaraði sá er stórafmælið átti. „Það eru engar yfirnáttúrulegar verur hjá okkur“, sagði hann og leit um leið spyrjandi m.a. til hóps guðfræðinga á sviðinu. Enginn andmælti og hann bætti við: „Við erum bara að túlka gamla texta“. Hann kvað þó tilveru kirkjunnar verjandi en þá mest vegna minningaræðanna. Guðfræðingar H.Í. virtust þannig jafn vantrúaðir og ofannefndir starfsbræður þeirra, sem og nánast allir meðlimir í Vísindaakademíum Bandaríkjanna og Bretlands. (Sjá “Good Without God: What a Billion Nonreligious People Do Believe”, eftir Greg Epstein, 2009. Sjá www.hbl.hi.is/religion.) Hvaðan hafa þá prestarnir þetta sem þeir kalla heilagan sannleika um almáttuga, ósýnilega og einráða ofurveru sem allt viti og allt hafi skapað? Var það aldrei uppáskrifað af guðfræðingum Guðfræðideildar H.Í. þar sem menn bara túlka gamla texta rétt eins og aðrir t.d. Eddu eða Íslendingasögur og ættu e.t.v. að upplýsa almenning um? Það virðist ófært að fullyrðingar um ósýnilegar ofurverur o.s.frv. geti virst á ábyrgð helstu vísinda- og fræðastofnunar þjóðarinnar. Þó hér tíðkist ríkiskostuð ríkiskirkja, ríkistrúarbrögð og ríkistrúboð á 21. öld, virðist óhugsandi að háskóli taki nokkurn þátt í að ginna almenning og fá jafnvel fátæka til að lifa og strita í óraunverulegum heimi með loforðum um borgun síðar – í öðru lífi – sem einnig er lofað. Hverjir sjá í slíku samfélagsstoð og hverjir grundvöll siðferðis? Nýlega sagði skírður og fermdur reykvískur verslunareigandi um fimmtugt mér að hann bæði til Guðs daglega, en hafnaði þróunarkenningu Darwins: „Hún stenst ekki,“ sagði hann. „Tökum t.d. ketti. Svo lengi sem menn muna hafa kettir bara verið kettir… og sama gildir um menn“. (Einnig tungumálakunnátta hans var hverfandi.) Ættu frekar aðrar háskóladeildir að koma að inntöku (fermingu) ungs fólks inn í nútímaheim fullorðinna m.a. með raunverulegri áherslu á heiðarleika, lágmarksþekkingu varðandi uppruna og þróun alls lífs og um aldur, stærð og gerð alheimsins? Að bíða í áratugi eftir betur menntuðum kynslóðum virðist ekki lengur ásættanlegt heldur þarf þjóðarátak – í þágu alls almennings.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun